Wednesday, December 28, 2011

Gleðilegt ár og þökkum gamla árið !

Stjórn gönguklúbbsins óskar GÖIG félögum gleðilegs árs og þökkum ánægjulegar göngustundir á árinu sem er að líða. Gerum okkur göfug markmið  til bættrar heilsu á nýju ári 2012.

Við leitumst við að skipuleggja eitthvað sem félagar ættu að hafa gaman að, við skorum á GÖIG félaga að setja á markmiðalistan að koma með í tunglskinsgöngu, miðvikudagsgöngu eða á einhvern tindinn sem verður skipulagður þegar veðrið býður til slikrar ferðar. Eins væri gaman að fá ábendingar ef félagar hafa sérstakar óskir um einhverjar ferðir.  Eigið ánæguleg áramót og komið heil inn í nýtt ár 2012.

fh stjórnar
Jóhann Úlfars.

Monday, December 19, 2011

Stjórn Gönguklúbbsins óskar félögum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.

 

Um leið við óskum GÖIG- félögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, viljum við þakka sérstaklega hjónunum Svanhildi og Hilmar fyrir frábæra jólagöngu í miðbæ Reykjavíkur. Þarna fór Hilmar á kostum hafði frá miklu að segja og að fara á kaffihús á eftir með snarkandi arineld minnkaði ekki stemminguna. Mig langar að þakka einnig öðrum frábærum hjónum sem eru dugleg að fá hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd en það eru Svava og Gestur, gangan á Nyrði Eldborg var frábær og mætti segja það hafi verið síðasta helgi áður en þessi frábæri snjór féll.
Gönguklúbbur sem hefur jafn frábæra félaga og við þarf ekki að kvíða framtíðinni hugmyndir af göngum og eru óþrjótandi. Næst er tunglskinsgangan, hvenær hún verður farinn er ekki alveg vitað, verður skellt á þegar veður er tunglbjart í janúar.
Farið varleg um jólin og njótið þess allra besta og látum  okkur hlakka til næsta gönguárs.

f.h Gönguklúbbs IG
Jóhann Úlfars.

Wednesday, December 7, 2011

Jólagangan 2011 verður þann 14.des klukkan 19.00

Jólagangan verður miðvikudaginn 14.desember n.k. Við hittumst klukkan 19.00 á horni Vesturgötu og Aðalstrætis, framan við Kaffi Reykjavík og göngum um miðbæinn undir leiðsögn Hilmars Þ Björnssonar arkitekts og Svanhildar Sigurðardóttir.   Hann er mikil áhugamaður um byggð í miðbænum okkar og kann að segja frá ýmsu sem fyrir augu ber.
Að lokinni göngu (ca kl. 20:30) er stefnt að því að setjast niður, búið er að panta borð á barnum Uppsölum, sem er í Hotel Reykjavik Centrum, á horni Aðalstrætis og Túngötu (við hliðina á Fjalarkettinum). Hægt verður að panta sér eitthvað góðgæti og fagna komu jólanna við arineld og kertaljós.
Gaman verður að sjá sem flesta með, það er enginn skylda að fara og fá sér veitingar á eftir heldur er það bara til að auka jólastemminguna. Aðallega væri gaman að sjá ykkur ágætu gönguklúbbsfélagar.
Hlökkum mikið til þessarar göngu bjóðum  mökum og vinafólki með.
Stjórn GÖIG
  

Ljósaganga 2011 hans Steina Jak, er á laugardaginn 10.desember frá 13.00 -17.00

Mæting við Esjustofu klukkan 13.00, lagt af stað upp klukkan 14.30 og niður aftur klukkan 16.15 og fólk ætti að vera komið niður aftur um klukkan 17.00.  Allir komast í veilsurnar um kvöldið.  Þeir sem vilja styrka Ljósið er bent á reikning númer 0130-26-410420 kt 590406-0740. Verið endilega með, það er svo gaman að sjá fossin sem myndast þegar allir eru með einhver ljósfæri, kyndla, ennisljós, vasaljós og ýmislegt annað sem gefur frá sér ljós sem  myndar þennan fallega Ljósafoss.
Þorsteinn Jakobsson eða Steini Jak er búinn að ganga á 400 tinda í ár og hann gekk á 365 tinda í fyrra, það er þrekvirki í mínum augum, fjölmennum og styðjum hann og Ljósið í þessu frábæra verkefni.
Sé ykkur sem flest á laugardaginn kemur.

fh. stjórnar
Jóhann Úlfars

Wednesday, November 30, 2011

Frábær ganga um helgina undir leiðsögn Siggu S Helga fjarsölu.

Góðan dag
Á laugardaginn ætla ég í göngu frá Lindakirkju kl.11:00, kring um kirkjugarðinn, yfir golfvöllinn, upp Rjúpnahæðina og hring um nýju íbúðahverfin. Svona 1-2 klst eftir stuðinu.
Þetta er útsýnisferð enda víðsýnt yfir höfuðborgarsvæðið af þessum stígum.
Gaman væri að hafa gönguhópinn með svo að þeir sem vilja og geta endilega komið með.
Það er gott að ganga í KOPAVOGINUM !
Það er ekið eftir Fífuhvammsvegi, (þar sem Smáralind er) og beina leið upp veginn í gegnum hringtorg og áfram upp brekkuna þar til Lindakirkja birtist á hægri hönd við næsta hringtorg



Göngukveðjur
Sigríður  S. Helgadóttir

Saturday, November 19, 2011

Frábær ganga á Nyrðri Eldborg í Kristnitökuhrauni að baki.

Mig langaði að setja hérna nokkrar myndir úr gönguferðinni sem var farinn laugardaginn 19. nóv 2011 í hreint frábæru veðri, stafalogn og 4-5 stiga hita.  Myndirnar segja allt sem segja þarf.













Verðalaunahafa getraunarinar voru þessar flottu konu Guðfinna frá Flugfélagi Íslands og Guðrún Birgisdóttir frá Icelandair, þarna er Svava Björk betri helmingur þeirra sem stóðu fyrir þessari frábæru göngu sem þau vilja kalla Prins Polo gönguna, en ég vil kalla Getraunagönguna. Takk Svava Björk og Gestur fyrir frábæra göngu þar sem félagsskapurinn, gangan og veðrið lék við hvern sinn fingur.

kveðja,
Jóhann Úlfars.

Wednesday, November 16, 2011

Nyrðri Eldborg er í skarðinu milli Lambafells og Lambafellshnúks


Hugmyndin var að hittast í Litlu Kaffistofunni og sameinast í bíla þar fyrir þá sem það vilja og fara svo á upphafsstað öll saman því það er erfitt að finna hvar maður á að beygja, þetta er ómerkt
Það er því gott ef menn mæta á réttum tíma klukkan 10.30 við Litlu Kaffistofuna, ( Olís bensínstöð við Suðurlandsveg ofan við Sandskeið.) sjá kortið hér að ofan merkt A.
Góð hugmynd - menn geta hringt í Gest S: 8606909 eða til Svövu S: 8679052 ef eitthvað klikkar og eða spurningar kvikna
Annars er verðlaunaafhending í Kaffistofunni og ekki gott að missa af henni :-)
Verðlaunahafar eru tveir Guðfinna hjá Flugfélaginu og síðan Guðrún Birgis eða Gulla hjá Icelandair sem er hin komu á sama tíma inn í innboxið.

Svava og Gestur.

Tuesday, November 15, 2011

Nyðri Eldborg í Kristnitökuhrauni

Hér er fjallið sem við ætlum að ganga á n.k laugardag 19.nóvember mæting klukkan 10.30 við Litlu kaffistofuna, veðurspá er fín. Þetta er létt og auðveld ganga stálpaðir krakkar geta þetta. Vildi bara sýna ykkur fjallið sem bara ein af okkur gat.

Jóhann
Veðurspáin fylgir hér :

Glæsilegt hjá Guðfinnu Hafsteinsdóttir hjá Flugfélaginu, þetta er komið

Síðasta vísbendingin átti að vera að staðurinn sjáist vel frá þjóðvegi 1 og síðan hittingur í Litlu Kaffistofunni kl. 10.30 á laugardaginn
En við óskum Guðfinnu hjá Flugfélaginu til hamingju með þetta og hlökkum til að sjá hana á laugardaginn ásamt öllum hinum.
Þökkum ykkur öllum fyrir frábæra þátttöku í leiknum okkar - það er aldrei að vita en að við finnum nýjan stað og endurtökum leikinn seinna.
 
 
Göngukveðja - Svava og Gestur


Önnur vísbending fyrir gönguna á laugardaginn - og enn er vinningur í pottinum

Hraunið er þúsund ára gamalt og kennt við Krist
 
Með kveðju göngugarpar - Svava og Gestur

Monday, November 14, 2011

Myndagáta fyrir næstu laugardagsgöngu:

Hvert verður haldið á laugardaginn - sendið okkur endilega svarið ef þið vitið hvar þessi mynd er tekin. - verðlaun verða veitt fyrir rétt svar.

Sjón er sögu ríkari - sjáumst á laugardaginn
Þetta verður létt ganga, 6 km. leið í mosavöxnu hraunstíg, 150 m. heildar hækkun sem er tekin í tveimur áföngum. Staðurinn er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
og lítið mál að taka með sér stálpuð börn í þessa göngu. Gangan sjálf tekur um tvær klukkustundir þ.a. menn mega reikna með ca. einum tíma til viðbótar í hitting og kaffipásu.
Staðsetning verður gefin upp síðar en það er miðað við að hittast laugardaginn 19/11 kl. 10.30 og sameinast í bíla þ.a. gangan hefst um kl. 11.00

göngukveðja,
Svava Björk og Gestur.

Friday, November 11, 2011

Fréttir frá stjórn

    Haldinn var fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund í dag 11 nóvember, fólk hefur verið upptekið og ekki  verið tími til þess fyrr nú.   Það var mikill hugur, við byrjuðum að skipta með okkur verkum og stjórnin verður þannig skipuð þetta starfsárið, Jóhann Úlfarsson formaður, Svava Björk Benediktsdóttir ritari, Sveinbjörn V Egilsson gjaldkeri og að síðustu var Richard Hansen kjörin varamaður í stjórn á aðalfundi.
    Við höfum þegar hafið miðvikudaggöngurnar og ætlum að hafa það þannig þetta árið að við göngum til skiptis   frá öllum starfsstöðvum okkar í Reykjavík. Eins er hugmyndir um að  félagar geta  tekið að sér að undirbúa göngur annarsstaðar, en þetta er bundið við miðvikudaganna.
    Jólaganga verður haldinn í desember tókst sérdeilis vel á síðasta starfsári. Erum að vinna í leiðsögumanni fyrir þá göngu. Tunglskinsgangan verður í janúar, hún tókst líka vel á síðasta ári og verður því endurtekin, minnst var á Norðurljósagöngu , getur verið erfitt að undirbúa þá göngu vegna þess maður veit aldrei hvenær þau birtast eða birtast ekki.
     Við ætlum að auka fréttir á þessari bloggsíðu og er fólk hvatt til að skrifa greinar um  alskonar útivist og annan fróðleik varðandi þess konar málefni,   senda síðan  til okkar og við  birtum þær.  Okkur  þætti  vænt um að heyra frá félögum hvaða hugmyndir þeir hefðu um bloggsíðuna, t.d á ég haug að myndum sem ég ætla að reyna tengja inn á hana. Síðan eru hugmyndir um Stóra göngu á næsta ári, erum að vinna að hugmyndum og framkvæmd látum ykkur vita eftir áramótin hvernig við hefðum hugsað okkur að framkvæmda það.  En að síðustu látið endilega í ykkur heyra með símtölum, emailum eða commenta kerfi síðunnar ef vaknar eitthvað spennandi í hugum ykkar.       Félagið er ekkert annað en við sem í því erum.


frá ferð í Nesjavallavirkjun í vor, hörkuferð með Grétari og Önnu Dís, þau lofuðu annari ferð spurning hvenær við förum hana ?
með gönguklúbbskveðjum,
Jóhann Úlfars

Wednesday, November 2, 2011

Göngur göngur göngur, já miðvikudagsgöngur eru að byrja aftur !!

Hvet alla gönguklúbbsfélaga til að hópast saman á miðvikudögum klukkan 17.15 og ganga aðeins saman fyrir mat í svona klukkutíma. Þetta fyrirkomulag gekk fínt í fyrravetur, eða eins og  Auður Ingimars á þjónustuborðinu sagði í gær það byrjar að birta aftur í næsta mánuði, tíminn er svo fljótur að líða. Nýr  gönguvetur framundan !!

Sjáumst

Jóhann Úlfars,

Thursday, September 29, 2011

Hér er aðalfundargerðin og ný lög fyrir GÖIG sem samþykkt voru á aðalfundinum.


1. Fundur var settur í Cockpit salnum á 3ju hæð Aðalskrifstofu kl.17:40. Mættir voru Jóhann Úlfarsson, Richard Hansen, Sveinbjörn V. Egilsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigríður S. Helgadóttir
2. Jóhann Úlfarsson var kosinn fundarstjóri og Sigríður Helgadóttir ritari fundarins.
3. Skýrsla stjórnar var lesin af fundarstjóra og farið yfir árið sem gengið hefur vel og samkvæmt áætlun með miðvikudagsgöngum , innanbæjargöngum og fjallgöngum. Ýmist boðaðar með stuttum eða löngum fyrirvara.
Bloggsíðan er mikið lesin og góður kostur fyrir þá sem vilja fylgjast með. Mæting í göngurnar eru allavega, allt frá 1 uppí 20+
4. Skýrsla gjaldkera var lesin af Sveinbirni og hún er einföld, árgjaldið fyrir síðasta árs er til, engu verið eytt.
5. Félagsgjöldin voru samþykkt óbreytt, 1000,- kr á mann fyrir árið
6. Lög félagsins voru endurskoðuð og einfölduð, samþykkt samhljóða. Aðalbreytingin er að fækkað var í stjórn enda þótti erfitt að ná svo mörgum saman á fund.
7. Nú eru 3 í stjórn og 1 til vara. Þau voru kosin sem aðalmenn, Jóhann Úlfarsson, Sveinbjöfn V. Egilsson, Svava Benediktsdóttir og Richard Hansen til vara.
8. Framtíðin er bara björt og stefnt á að halda áfram á sömu braut. Ganga áfram á miðvikudögum, líka út frá öðrum vinnustöðum grúbbunnar, útí útverfum, Reykjanes og jafnvel lengri göngu næsta sumar og voru Sveinstindar nefndir í því sambandi
9. Allar hugmyndir eru vel þegnar í gönguklúbbinn og þeir sem vilja skipuleggja göngu í hverfi eða héraði þar sem fólk þekkir til endilega láti heyra í sér.
10. Fundi slitið kl.18:30
 
LÖG FÉLAGSINS: Samþykkt 27.sept.2011
1. Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group starfar undir merkjum Sarfsmannafélags Icelandair group eða STAFF. Er opinn öllum starfsmönnum samstæðunnar.
2. Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara. Þeir skipta með sér verkum.
3. Félagsmenn greiða árgjald sem ákveðið er á aðalfundi
4. Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn, maka og vini.
5. Aðalfund skal halda árlega,  aldrei seinna en 31.okt.
6. Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

Neðanmáls við lög.
Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

með kveðjum
ný kjörin stjórn.

Wednesday, September 14, 2011

Boðun aðalfundur GÖIG núna í september.

Stjórn boðar til aðalfundar hjá Gönguklúbbi Icelandair group, fundurinn  verður haldin þriðjudaginn 27 september 2011 klukkan 17.30 á  aðalskrifstofu félagsins að Nauthólsvegi 52 við Reykjavíkurflugvöll. Á dagskrá er venjuleg aðalfundarstörf, t.d skýrsla stjórnar, skýrsla gjaldkera, kosning til stjórnar.
Fyrir liggur tillaga til breytingar á lögum er varðar kosningar í stjórn.
Hún hljóðar svo að í stjórn skuli kjósa 3 manna stjórn og einn til vara.


fh stjórnar,
Jóhann Úlfarsson formaður

ps það eru spennandi tímar framundan margar góðar hugmyndir hafa komið fram og við erum alltaf tilbúin að hlusta á fleiri nýjar, ef einhverjir vilja bjóða sig fram til einhverskonar starfa fyrir klúbbinn er það opið á fundinum.   Það þarf alltaf gott fólk til að taka að sér meira en stjórnarsetu, heldur líka verkefnastjórnun og m.m.fl.
fh okkar í stjórn
Jóhann Úlfarsson

Monday, August 29, 2011

Akrafjall laugardaginn 27. ágúst

Það var fámennur en góður hópur sem gekk á Akrafjallið sl. laugardag í blíðskaparveðri. Gengið var á Háahnúk sem er 555 m hár og var frábært útsýni til allra átta. Göngumenn voru undrandi yfir að hafa ekki gengið fyrr á þetta flotta fjall sem við höfum daglega fyrir augum okkar. Gönguleiðir á fjallið eru fjölmargar og er ég viss um að Gönguklúbburinn mun örugglega fara þarna aftur.
Takk fyrir góðan og ánægjulegan göngudag.

Kveðja,

Sveinbjörn

Wednesday, May 18, 2011

Létt göngu- og fróðleiksferð um Nesjavallasvæðið, laugardaginn 28. maí 2011.



Ágætu gönguklúbbsfélagar

Gönguklúbburinn lætur ekki deigan síga og  höfum við nú  skipulagt flotta gönguferð sem lofar góðu áður en hún er farin.   Ákveðið hefur verið að ganga um Nesjavallasvæðið í fylgd frábærra leiðsögumanna sem ætla að segja okkur sögu svæðisins og gefa okkur líka svolitla innsýn inn í hverslags orka heita vatnið okkur er og hvaðan það kemur.  Leiðsögumenn okkar verða heiðurshjónin  Dr  Grétar Ívarsson jarðfræðingur hjá  Orkuveitunni  og  Anna Dís Sveinbjörnsdóttir driffjöður og flugfreyja, Grétar hefur starfað mikið á þessu svæði og þekkir það út og inn eins og sagt er.

Við ætlum að koma saman klukkan 11:00  á Olísstöðinni við Rauðavatn og sameinast þar í bíla og keyra eins og leið liggur Nesjavallarveg til áfangastaðar.  Þegar komið er á svæðið verður bifreiðum lagt við skoðunarpall ofan við virkjunarsvæði Nesjavalla. Fjallað verður um jarðfræði Hengilsins, gossögu og hvernig eldvirknin tengist núverandi vinnslu á svæðinu.  Gengið verður um vinnslusvæði Nesjavallavirkjunar og ljósi varpað á mismunandi jarðhitafyrirbrigði. Einnig verða skoðuð svokölluð virk gufuaugu og ný virkni sem myndast hefur á síðustu þremur árum. Raforkuverið verður skoðað en hámarksraforkuframleiðsla Nesjavallavirkjunar er 120 MW, svo og verður varmaorkuverið heimsótt en þar er hámarksvarmaorkuframleiðslugetan 275 MW. Að endingu verður gestamóttaka Nesjavallavirkjunar skoðuð. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. finnast þar salerni.

Gangan er stutt og létt, kanski 3 - 4 km og allt niður í móti. Gerum ráð fyrir að vera komin til baka að Olísstöðinni við Rauðavatn um kl. 15:30.

Vonumst til að sjá sem flesta.  Allir velkomnir. 


GÖIG-kveðja,

Jóhann og Sveinbjörn.

Monday, May 16, 2011

Maí ganga GÖIG

Við erum að undirbúa göngu maí-mánaðar og munum birta hérna von bráðar betri leiðarlýsingu. Við höfum fengið til liðs við okkur frábæra leiðsögumenn og ætlum að stefna á Hellisheiðar-svæðið. Verðum í sambandi síðar ágætu gönguklúbbsfélagar.  Gangan er fyrirhuguð 28 maí n.k takið hann frá, þetta er ganga sem enginn vill missa af.

jóhann úlfars

Friday, May 6, 2011

Engin snjókoma í Grindavík..

Það var snjókoma og logn í Reykjavík en létt rigning og logn á Þorbirninum. Við vorum sjö sem mættum og höfðum gaman af. Þetta litla fell kemur á óvart þegar á toppinn er komið eins og sést á myndunum.
Takk fyrir mig
Signý

Tuesday, April 26, 2011

Búið að skipuleggja 30 apríl n.k

Komiði sæl öll.

Hún Signý Einarsdóttir ritari klúbbsins tók að þér að vera göngustjóri fyrir næstu göngu, Hún hefur ákveðið það verði  fjallið Þorbjörn við Grindavík, hún er gjörkunnug þessu svæði bjó þarna einu sinni. Signý vill að við mætum á N1 bensínstöðina við Reykjanesbraut,hún er hér,

 Allir verða mættir klukkan 10.00, safnast saman í bíla og skundað verður í átt að Grindavík. Þeir sem aka fá sanngjarnt verð fyrir skutlið. Þeir sem ætla að fara af Suðurnesjum geta hittst við Þorbjörn, Grindavíkurmegin eins Signý orðaði það og farið verður þarna í kring og síðan aftur að bílunum. Áætlaður göngutími er svona 2-3 klst.
Hérna er kort af Þorbirni og nágreni.


Fyrir þá sem vilja koma sér sjálfir á staðin, geta hringt í Signý göngustjóra hún hefur gsm 894 0383. Veðurspáin er bara góð fyrir laugardaginn þá er bara muna að klæða sig eftir veðri og hafa eitthvað góðgæti með sér heit á brúsa og / eða súkkulaði í vasa.
Okkur hlakkar til þess að hitta ykkur, fjölmennum núna og reimum á okkur gönguskóna og göngum á stað saman.
Sjáumst hress.
Stjórnin.

Monday, March 28, 2011

Frábær ganga að baki.

Það var frábær hópur sem gekk af stað á laugardaginn var þann 26. mars,  veður var kalsi og gekk á með þéttum úða. Það átti eftir að breytast hratt, við fengum meira segja sól  þegar við vorum á niður leið. Hópurinn voru átta þegar lagt var að stað við stefndum á Steininn og ætluðum að skoða aðstæður þar hvort við færum alla leið upp. Niðurstaðan var svo yrði ekki, það var mikill snjór þarna upp við Þverfellshornið og þeir sem þagnað stefndu voru með ísaxir og fleira. Þessi göngutúr tók í heildina 3 klst og það var Sveinbjörn Egilsson sem tók tíman þannig að ég treysti þeirri miðurstöðu hundrað prósent. Við mættum alls konar fólki og Laufey úr cargo-inu með vinkonu og hundi hittum við og hér er mynd því til sönnunar.

Laufey  er þessi í rauðu úlpunni og við bjóðum henni og  vinkonu hennar í göngu næst en vinkonan  leitar alltaf uppi skemmtilegan félagsskap til að labba með og finnst okkur ekki vera til betri hópur en við í GÖIG.
Næsta ganga okkur verður laugardaginn 30 apríl og þá verður orðið svo gott veður að við ættum að geta valið úr mörgu , meðlimir hafa bent á allskonar göngur. Til nefna eitthvað eru það Grímsfjall, Móskarðahnúkar, Reykjanesleiðin, Hvergerðisganga inn að Kattarstjörnum, Hellisheiðinn inn að Skeggja svo eitthvað sé nefnt, svo þið sjáið að mörgu er að taka.

Ég hef verið að velta fyrir mig mætingunni, hvernig er hægt að stofna gönguklúbb upp á 100 manns og fá síðan bara 8 -12 manns til að taka þátt, jú tunglskinsgangan í janúar voru 16. Gaman væri að fá að sjá fleiri og hvað getur orðið til þess að auka áhuga, getur verið að borgi sig  að setja á Fimmvörðuhálsgöngu eins og Íslandspóstur er að fara gera í enda maí, og það var örugglega 25-30 manns í Esjunni á laugardaginn saman að æfa undir það, þurfum við að æfa undir eitthvað verkefni spyrjum okkur sjálf mætum við betur þá??
Þið munið sem á aðalfundinn komuð að ég gaf mér eitt ár í formennsku og við það mun ég standa, gaman væri að afhenda klúbbinn blómlegan í hendurnar á nýjum formanni en til þess verið þið að fara sýna áhuga. Vetrargöngur eru eitt að því skemmtilega sem ég stunda nú tala ég fyrir mig og skil ekkert í því hversvegna fólk mætir ekki í svona skemmtilega göngu eins og var  á laugardaginn var, smá kalsi pínulítil vindur svo það var smáhrollur í manni og viti menn eftir fyrstu brekkuna var allt orðið funheitt og æðislega gaman.

Jæja nóg um það og nú ætla ég hætta þessu tuði en mér finnst samt betra að segja þetta en segja það ekki. Göngur eru æðislegar þegar hressilegur hópur myndast og hefur gaman að verkefninu sem framundan er.

Hver vill taka að sér næstu skipulagningu á verkefni aprílmánaðar,  lýsi eftir þeim.
Hér kemur mynd frá laugardeginum,





Þarna er Rebekka úr flugdeildinni með tvær frá Íslandspósti sem týndu hópnum sínum og voru með okkur þá bara í staðin.


Með göngukveðjum
Jóhann Úlfars.

Thursday, March 24, 2011

3. Hluti framkvæmdáætlunar GÖIG, 26.mars n.k kl 10.00


           
Þarna eru bæði veðurspáin sem er mjög góð og kort af þeim stað sem við leggjum upp frá. Við leggjum í hann frá veitingarstaðnum við Esjurætur á laugardagsmorgunin næsta 26 mars n.k kl 10.00. Þetta er þriðja gangan á vegum gönguklúbbsins og lítur bara mjög vel út, við skoðum það þegar við erum kominn upp að Steini hvort hægt er fara upp á Þverfellshornið. Það væri mjög gaman, biðjum við ykkur að vera vel skóuð, vel klædd og vera með vatn já eða orkudrykki og svo eitthvað til að maula aðeins, brauð, súkkulaði eða eitthvað sem ykkur finnst gott að vera með í göngum.
Okkur félaganna hlakkar til að hitta ykkur og eiga með ykkur þessa göngu sem við gefum okkur eru 2-3 tímar fer alveg eftir hópnum.

fyrir hönd GÖIG
Sveinbjörn og Jóhann.
    

Monday, March 21, 2011

Munið laugardaginn 26. mars klukkan 10.00

Þann dag ætlum við í göngu og stefnum á fjall einhversstaðar í nágrenni Reykjavíkur. Nú bíðum við eftir veðurspánni og ákveðum á fimmtudaginn hvert skal haldið.
Einnig höfum við hvatt fólk til að taka þátt í göngum á miðvikudögum klukkan 17.15 frá aðalskrifstofu og það verefni fór vel af stað, en ekki verið mjög fjölmennt undanfarna miðvikudag. Nú griðum við belti á brók og drífum okkur af stað.

Aðalatriði er þó laugardagurinn 26. mars 2011 klukkan 10.00 takið hann frá.

f.h GÖIG
Sveinbjörn Egils og Jóhann Úlfars.

                                                   Félagi Ársæll fyrir tæpu ári síðan á toppi Helgarfells

Friday, March 18, 2011

Árbærinn á morgun, laugardag

Þetta er orðsending frá miklum áhugamanni með göngum, hann sendi mér þessa boð í morgun á fésbókinni. Langar mig að deila þessu með ykkur ágætu félagar, það eru allir velkomnir mjög áhugaverðar göngur sem drengur stendur fyrir og hann heitir Magnús Hákon Axelsson Kvaran.
 
Auglýsinginn hans:
Góðan daginn.

Eitthvað er búið að breyta Fésbókinni núna, og ég get ekki sent neinum nema mínum eigin vinum boð í gönguna sem er á morgun. Möguleikinn "Invite members of Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni" er semsagt horfinn, í það minnsta á atburð sem er til nú þegar. Ekki veit ég hvort þetta er til frambúðar, en tek þá það til bragðs núna að senda ykkur póst, það er ennþá hægt í það minnsta.

Á morgun stendur semsagt Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands fyrir gönguferð um Árbæinn undir yfirskrifinni "Þorpið í bænum".

Eggert Þór Bernharðsson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiðir göngu um Árbæinn og fjallar um vöxt Reykjavíkur og fyrsta úthverfið austan Elliðaáa. Gönguferðin hefst við Árbæjarsafn kl. 14:00 og er hún farin í samvinnu við Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn.

Vonast til að sjá sem flesta, og vona ég þurfi ekki að skrifa ykkur póst í hvert skipti framvegis :)

kveðja, Magnús

Wednesday, March 9, 2011

Hvað skyldu mæta margir í kvöld. miðvikudagur kl 17.15 frá aðalskrifstofunni

Boða til göngu í dag miðvikudag fyrir alla þá sem langa. Gangan hefst eins og venjulega frá aðalskrifstofunni Reykjavíkurflugvelli klukkan 17.15
Ferðinni er heitið þangað sem hópurinn vill fara, sjáumst hress.

Jóhann


                                                    Sveinbjörn gjaldkeri og tvær sprækar
                                                    gönguklúbbskonur á Móskarðahnúkum.

Wednesday, March 2, 2011

Það er kominn miðvikudagur ligga ligga lá.........................

Það verður ganga frá aðalskrifstofunni í dag klukkan 17.15. Hvet sem flesta að taka þátt í göngunum. Hér að ofan er mynd úr vígslugöngunni á Vífilsfellið í haust.   Hvetjum, maka, vini og fjölskyldu að vera með á miðvikudögum þetta  er  tækifæri fyrir þá sem langar svo mikið að byrja að ganga reglubundið. Við höfum verið að fara frá 4-9 km í þessum göngum,  margskonar gönguleiðir eru  hér í kringum aðalskrifstofuna á Reykjavíkurflugvelli, af nógu er að taka.

Sjáumst kl 17.15 í dag,
Jóhann.

Tuesday, March 1, 2011

Gönguferðin í Búrfellsgjá 26.febrúar gekk vel.

Hér kemur frétt frá göngustjóra laugardagsins, ég spurði hann hvernig hefði gengið. Ég var því miður fjarri góðu ganni á laugardaginn var sjálfur.   Því miður var myndavélin skilin eftir heima, munum það næst ekki gleyma henni, setja hana á gátlistan.

Frá Richard.

Já, þetta var fín og hressandi ganga í góðu veðri, gerði að vísu smá hríð í nokkrar mínútur en annars gott.. Við vorum 9 stk og rúma 2 tíma í göngunni. Gengum hringinn á gígbarminum.
Því miður var enginn með myndavél og því engin mynd tekinn. Allir ánægðir eftir hressa göngu.
Göngukveðja
Rikki

Thursday, February 24, 2011

Búrfellsgjá 26.febrúar klukkan 10.00, drífum okkar.


Hér er leiðarlýsinginn af göngunni komum  saman í Vatnsmýrinni, stendur í túnjaðri Vífilstaðahælisins og  er beint á móti Golfvelli GKG.   Veðurspáin er góð en samt má fólk búast við einhverri úrkomu, klæðið ykkur eftir veðri, áætlað er að þessi ganga taki 2.5 - 3 klst. Ekki verra að hafa með sér eitthvað að drekka,  hnetur og súkkulaði í plastpoka. Sumir eru með þurrkaða ávexti og er það vel. Göngustjóri er Richard Hansen sem er einn mesti reynslubolti okkar gönguklúbbs. Síðan er það getraunin það rétt eins komið hefur fram þetta er Búrfellsgjá og dregið var úr svörunum og ákveðið var að það yrði dregið þrír út af þeim mikla fjölda sem sendu inn svör. Vinningshafar eru Anna Dís Sveinbjörnsdóttir flugfreyja, Oddný Árnadóttir hópadeild og Vilborg Sigurðardóttir söluskrifstofu, vinningshafar eru beðnir um að vita vinningsins hjá undirrituðum sem allra fyrst.
Drífum okkur af stað,  veðurspáin ætti ekki að hræða neinn frá þátttöku, komið og verið með í byrjun og sýnum hvað klúbburinn okkar er öflugur.

fh stjórnar GÖIG
Jóhann Úlfarsson

Wednesday, February 16, 2011

Hvert skal haldið þann 26.febrúar 2011 kl 10.00


Þetta er staðurinn sem stefnt er á 26 febrúar n.k klukkan 10.00 undir styrkri stjórn af okkar mestu reynsluboltum klúbbsins Richard Hansen. Nú er spurning vikurnar hvar er þetta, dregið verður úr réttum lausnum og að launum fær sá útdregni gönguhúfu svarta að lit merkt Icelandair. Sendið með því að commentera með lausn, nafni og gsm númeri.

kveðja,
joulf

Tuesday, February 15, 2011

26. febrúar klukkan 10.00 er frátekin hjá ykkur ágætu GÖIG félagar.

Um leið og við minnum á miðvikudagsgönguna  kl 17.15 frá aðalskrifstofu.  Biðjum við ykkur að taka frá  þann 26 febrúar n.k  það er annar   göngudaginum á þessu ári. Fyrsta var tunglskinsganga sem tókst mjög vel. vonumst við eftir góðri þátttöku í þessa göngu. Þetta verður spennandi ganga og göngustjóri er einn mesti reynsluboltinn í klúbbnum Richard Hansen og við vonumst eftir góðri þátttöku frá ykkur ágætu félagar. Hér á  myndinni má sjá þá sem gengu á Vífilsfell sem var vígsluganga klúbbins s.l. haust.
Göig félagar á toppi Vífilsfells.

með kveðjum joulf.