Wednesday, November 30, 2011

Frábær ganga um helgina undir leiðsögn Siggu S Helga fjarsölu.

Góðan dag
Á laugardaginn ætla ég í göngu frá Lindakirkju kl.11:00, kring um kirkjugarðinn, yfir golfvöllinn, upp Rjúpnahæðina og hring um nýju íbúðahverfin. Svona 1-2 klst eftir stuðinu.
Þetta er útsýnisferð enda víðsýnt yfir höfuðborgarsvæðið af þessum stígum.
Gaman væri að hafa gönguhópinn með svo að þeir sem vilja og geta endilega komið með.
Það er gott að ganga í KOPAVOGINUM !
Það er ekið eftir Fífuhvammsvegi, (þar sem Smáralind er) og beina leið upp veginn í gegnum hringtorg og áfram upp brekkuna þar til Lindakirkja birtist á hægri hönd við næsta hringtorg



Göngukveðjur
Sigríður  S. Helgadóttir

Saturday, November 19, 2011

Frábær ganga á Nyrðri Eldborg í Kristnitökuhrauni að baki.

Mig langaði að setja hérna nokkrar myndir úr gönguferðinni sem var farinn laugardaginn 19. nóv 2011 í hreint frábæru veðri, stafalogn og 4-5 stiga hita.  Myndirnar segja allt sem segja þarf.













Verðalaunahafa getraunarinar voru þessar flottu konu Guðfinna frá Flugfélagi Íslands og Guðrún Birgisdóttir frá Icelandair, þarna er Svava Björk betri helmingur þeirra sem stóðu fyrir þessari frábæru göngu sem þau vilja kalla Prins Polo gönguna, en ég vil kalla Getraunagönguna. Takk Svava Björk og Gestur fyrir frábæra göngu þar sem félagsskapurinn, gangan og veðrið lék við hvern sinn fingur.

kveðja,
Jóhann Úlfars.

Wednesday, November 16, 2011

Nyrðri Eldborg er í skarðinu milli Lambafells og Lambafellshnúks


Hugmyndin var að hittast í Litlu Kaffistofunni og sameinast í bíla þar fyrir þá sem það vilja og fara svo á upphafsstað öll saman því það er erfitt að finna hvar maður á að beygja, þetta er ómerkt
Það er því gott ef menn mæta á réttum tíma klukkan 10.30 við Litlu Kaffistofuna, ( Olís bensínstöð við Suðurlandsveg ofan við Sandskeið.) sjá kortið hér að ofan merkt A.
Góð hugmynd - menn geta hringt í Gest S: 8606909 eða til Svövu S: 8679052 ef eitthvað klikkar og eða spurningar kvikna
Annars er verðlaunaafhending í Kaffistofunni og ekki gott að missa af henni :-)
Verðlaunahafar eru tveir Guðfinna hjá Flugfélaginu og síðan Guðrún Birgis eða Gulla hjá Icelandair sem er hin komu á sama tíma inn í innboxið.

Svava og Gestur.

Tuesday, November 15, 2011

Nyðri Eldborg í Kristnitökuhrauni

Hér er fjallið sem við ætlum að ganga á n.k laugardag 19.nóvember mæting klukkan 10.30 við Litlu kaffistofuna, veðurspá er fín. Þetta er létt og auðveld ganga stálpaðir krakkar geta þetta. Vildi bara sýna ykkur fjallið sem bara ein af okkur gat.

Jóhann
Veðurspáin fylgir hér :

Glæsilegt hjá Guðfinnu Hafsteinsdóttir hjá Flugfélaginu, þetta er komið

Síðasta vísbendingin átti að vera að staðurinn sjáist vel frá þjóðvegi 1 og síðan hittingur í Litlu Kaffistofunni kl. 10.30 á laugardaginn
En við óskum Guðfinnu hjá Flugfélaginu til hamingju með þetta og hlökkum til að sjá hana á laugardaginn ásamt öllum hinum.
Þökkum ykkur öllum fyrir frábæra þátttöku í leiknum okkar - það er aldrei að vita en að við finnum nýjan stað og endurtökum leikinn seinna.
 
 
Göngukveðja - Svava og Gestur


Önnur vísbending fyrir gönguna á laugardaginn - og enn er vinningur í pottinum

Hraunið er þúsund ára gamalt og kennt við Krist
 
Með kveðju göngugarpar - Svava og Gestur

Monday, November 14, 2011

Myndagáta fyrir næstu laugardagsgöngu:

Hvert verður haldið á laugardaginn - sendið okkur endilega svarið ef þið vitið hvar þessi mynd er tekin. - verðlaun verða veitt fyrir rétt svar.

Sjón er sögu ríkari - sjáumst á laugardaginn
Þetta verður létt ganga, 6 km. leið í mosavöxnu hraunstíg, 150 m. heildar hækkun sem er tekin í tveimur áföngum. Staðurinn er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
og lítið mál að taka með sér stálpuð börn í þessa göngu. Gangan sjálf tekur um tvær klukkustundir þ.a. menn mega reikna með ca. einum tíma til viðbótar í hitting og kaffipásu.
Staðsetning verður gefin upp síðar en það er miðað við að hittast laugardaginn 19/11 kl. 10.30 og sameinast í bíla þ.a. gangan hefst um kl. 11.00

göngukveðja,
Svava Björk og Gestur.

Friday, November 11, 2011

Fréttir frá stjórn

    Haldinn var fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund í dag 11 nóvember, fólk hefur verið upptekið og ekki  verið tími til þess fyrr nú.   Það var mikill hugur, við byrjuðum að skipta með okkur verkum og stjórnin verður þannig skipuð þetta starfsárið, Jóhann Úlfarsson formaður, Svava Björk Benediktsdóttir ritari, Sveinbjörn V Egilsson gjaldkeri og að síðustu var Richard Hansen kjörin varamaður í stjórn á aðalfundi.
    Við höfum þegar hafið miðvikudaggöngurnar og ætlum að hafa það þannig þetta árið að við göngum til skiptis   frá öllum starfsstöðvum okkar í Reykjavík. Eins er hugmyndir um að  félagar geta  tekið að sér að undirbúa göngur annarsstaðar, en þetta er bundið við miðvikudaganna.
    Jólaganga verður haldinn í desember tókst sérdeilis vel á síðasta starfsári. Erum að vinna í leiðsögumanni fyrir þá göngu. Tunglskinsgangan verður í janúar, hún tókst líka vel á síðasta ári og verður því endurtekin, minnst var á Norðurljósagöngu , getur verið erfitt að undirbúa þá göngu vegna þess maður veit aldrei hvenær þau birtast eða birtast ekki.
     Við ætlum að auka fréttir á þessari bloggsíðu og er fólk hvatt til að skrifa greinar um  alskonar útivist og annan fróðleik varðandi þess konar málefni,   senda síðan  til okkar og við  birtum þær.  Okkur  þætti  vænt um að heyra frá félögum hvaða hugmyndir þeir hefðu um bloggsíðuna, t.d á ég haug að myndum sem ég ætla að reyna tengja inn á hana. Síðan eru hugmyndir um Stóra göngu á næsta ári, erum að vinna að hugmyndum og framkvæmd látum ykkur vita eftir áramótin hvernig við hefðum hugsað okkur að framkvæmda það.  En að síðustu látið endilega í ykkur heyra með símtölum, emailum eða commenta kerfi síðunnar ef vaknar eitthvað spennandi í hugum ykkar.       Félagið er ekkert annað en við sem í því erum.


frá ferð í Nesjavallavirkjun í vor, hörkuferð með Grétari og Önnu Dís, þau lofuðu annari ferð spurning hvenær við förum hana ?
með gönguklúbbskveðjum,
Jóhann Úlfars

Wednesday, November 2, 2011

Göngur göngur göngur, já miðvikudagsgöngur eru að byrja aftur !!

Hvet alla gönguklúbbsfélaga til að hópast saman á miðvikudögum klukkan 17.15 og ganga aðeins saman fyrir mat í svona klukkutíma. Þetta fyrirkomulag gekk fínt í fyrravetur, eða eins og  Auður Ingimars á þjónustuborðinu sagði í gær það byrjar að birta aftur í næsta mánuði, tíminn er svo fljótur að líða. Nýr  gönguvetur framundan !!

Sjáumst

Jóhann Úlfars,