Friday, February 28, 2014

Örganga - fyrsta ferð verður upp að Steini á Esjunni.

1 Örganga. (2 til 2.5 klst)
Leiðin upp er nokkuð greiðfær en eiithvað um snjó og klaka, verið með mannbrodda ( eða ísbrodda) , göngustafi og útbúin eftir veðrinu. Getur verið kalt þegar upp fyrir 250 - 300 metra er komið. Drífum okkur í Örgönguna, eigum við útbúa viðburð þegar kemur að svona örgöngum ? Mín skoðun er held ekki. Farið verður á réttum tíma af stað klukkan 12.00 frá veitingarstaðnum við Esjurætur. kveðja Jóhann

Wednesday, February 26, 2014

Örganga á laugardaginn 1 mars klukkan 1230 frá Esjurótum.

Ég er að hugsa um að fara örgöngu á laugardaginn kemur 1 mars og starta því að fólk getur stofnað til örgöngu sjálft og sent út boð á facebook síðu GÖIG - farið verður frá Esjurótum - veitingarstaðnum sem þar er, læt veðurspá laugadagsins fylgja.




með kveðjum
Jóhann Úlfarsson

Friday, February 7, 2014

Þorraganga er á Úlfarsfellið á morgun 8 febrúar klukkan 11.00

Hæ allir

Við höfum verið að auglýsa þorragöngu GÖIG á facebook. Hún er á morgun 8.febrúar klukkan 11.00 ætlum að koma saman við skúr Skógræktarinnar við Vesturlandsveg.

Veðurspá morgundagsins er svona:

 
Við ætlum að koma saman við Hamrahlíð - Skógræktarskúrinn við Vesturlandsveg.
 

 
Sjáumst hress og kát, farið endilega á facebook og gerist félagar á síðunni okkar. Er búinn að setja fullt af myndum og fleira þar.  
 
kveðja - Jóhann Úlfarsson
forseti GÖIG