Thursday, October 24, 2013

Aðalfundur 30.október klukkan 17.15 - fundarstaður Hvalfjörður - fundarherbergi 1 hæð á aðalskrifstofu Nauthólsveg 52 - Lagabreyting.


Lög gönguklúbbs Icelandair Group   lagabreyting fyrir aðalfund þann 30 október  2013.

 

1.       Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group (GÖIG)  starfar undir merkjum Starfsmannafélags Icelandair group, eða STAFF. Er opin öllum starfsmönnum samstæðunar.

2.       Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja fimm  félagsmenn.  Þeir skipta  með sér verkum.

3.       Félagsmenn greiða árgjald  sem ákveðið er á aðalfundi.

4.       Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn ,maka og vini.

5.       Aðalfund skal halda ár hvert en þó aldrei seinna en 31 okt. ár hvert.

6.       Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

 

Neðanmáls við lög.

Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

 

 

Núgildandi lög sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi.

 

 

1.       Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group starfar undir merkjum Starfsmannafélags Icelandair Group, eða STAFF. Er opin öllum starfsmönnum samstæðunar.

2.       Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara. Þeir skipta  með sér verkum.

3.       Fellur út.  4 verður 3 o.s.frv.

4.       Félagsmenn greiða árgjald  sem ákveðið er á aðalfundi.

5.       Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn ,maka og vini.

6.       Aðalfund skal halda ár hvert en þó aldrei seinna en 31 okt. ár hvert.

7.       Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

 

Neðanmáls við lög.

Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

 

 

Monday, October 21, 2013

Fellin heilla - Búrfell í Grímsnesi


 

Góðir garpar í upphafi göngu – Síðustu Fella göngu gönguársins.


 
 
Óvæntur atburður

VERÐLAUNA AFHENDING -- KÓNGUR FELLANNA frá ODR OG DROTTNINGIN frá Víta -GÖIG
 

 

 


Útsýnið var geggjað og berin líka

 


Við höfum sjaldan verið í öðru eins útsýni  -  VÁ
 


 

Við blessum þetta – ekki spurning.


Fararstjórinn sá um að við skráðum okkur öll.    Yes Yes Yees.




Kóngur og drottning Fellanna  -  Flottust


Glæsilegur hópur á toppnum á leið í vöffluboð  í tilefni síðustu dagsins


 
Þetta gæti ekki verið betra


 
Geggjað svona ætti þetta alltaf að vera

 

Svo sjáið þið það var þarna sem Örlygisstaðabardagi  átti sér stað.
 

 

Vöfflur – sögustund – sól – skógarrjóður og paradís - Hvað er hægt að biðja um betra
 
Fellin  heilla -   og þau  HEILLA



Þökkum kærlega fyrir okkur  - Með sultu og rjóma J

Gestur farastjóri ODR  og Svava Björk ritari GÖIG