Saturday, October 30, 2010

Gengum á Esjuna í stað Akrafjalls.

Við frestum aldrei göngu, veður á Akrafjalli var  of mikill vindur fyrir okkur þannig að Richard göngustjóri ákvað að fara á Esjuna í staðin. Það voru vaskir gönguklúbbsfélagar sem mætu hjá gömlu rafveitunni í Elliðaárdal klukkan stundvíslega 9.00 í morgun. Haldið var á Esjuna og veður var svolítið hvasst en lyngdi alltaf meir og meir eftir því sem ofar dróg. Úr þessu varð hinn skemmtilegasta gönguferð og allir voru ánægðir og glaðir.
Ég verð að minnast á að Richard göngustjóri fékk vin sinn með í för, þegar við fórum að tala saman kom í ljós að drengurinn var að ganga á 340 tindin á þessu ári, hann er að vinna verkefni fyrir Ljósið og safnar áheitum og það má kalla hann  á "heitan göngukappa". Hann sagði mér frá því að 11 desember líkur þessari áheita göngum þeirra með ferð á Esjuna og það á mynda ljósaröð upp og niður þann dag. Lofaði ég honum að kynna þetta á síðunni okkar og  að einhverjir knáir félagar skyldu taka þátt í þessu frábæra verkefni þeirra. Takið laugardaginn 11 desember frá og verið með við munum kynna þetta betur síðar.
En hugsið ykkur 340 tinda á einu ári,vá glæsilegt, mig minnir að drengurinn hafi heitað Steini.

Hlakka til næstu göngu sem verður n.k miðvikudag kl 17.15, þetta fer frábærlega vel af stað í gönguklúbbnum og við vonum að fleiri og fleiri láti sjá sig svo klúbburinn verði sterkur og flottur, já verðum langflottust.

kveðja
Jóhann Úlfarsson

Thursday, October 28, 2010

Frestum aldrei neinu, við tökum einhverri annarri áskorun!!!!

Við erum að horfa á veðurspánna og líst í augnablikinu ekki velá  í fjallgöngu á Akrafjallið. En göngunni frestum við ekki,  höfum margt í handraðanum. Skorum á alla að mæta og láta veður og vind ekki hafa áhrif á ákvörðun sína. Eins og ég segi svo ótal oft við mína göngufélaga það er ekkert veður vont heldur bara fólkið kann ekki að klæða sig, við munum ekki hætta lífi og limum félaga okkar.
Getum í stað fjallgöngu á laugardaginn farið í áskorunargöngu  að hætti Richard og Jóhanns, við erum alvanir að taka skjótar og skemmtilegar ákvarðannir.
Mæting er við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdal klukkan 9.00 og söfnumst í bíla. Verum klædd eftir veðri og samt ekki ofklædd, hafið með ykkur bakpoka með aukafötum, stingið í hann nesti. Munið endilega eitthvað heitt og eitthvað sætt.

ps munum að líkum eiga Akrafjallið inni.

Smáfrétt frá miðvikudagsgöngunni, það fóru 14 manns, gengu 6.47 km og tíminn var 1.klst 08 mínútur frábært veður og skemmtilegt innlegg í hversdagsleikan. Hringur um flugvöllinn var farinn samkvæmt göngustjóra.

Með baráttukveðjum,
Richard Hansen
Jóhann Úlfarsson

Tuesday, October 26, 2010

Miðvikudagsgangan verður klukkan 17.15 frá aðalskrifstofu IG

Miðvikudaginn 27. október verður ganga frá aðalskrifstofunni, safnast verður saman framan við aðalinnganginn. Okkur hlakkar til að sjá ykkur, nú er tíminn til að hefja æfingar fyrir næsta sumar hvert sem markmiðið er, fjallganga, bæjarganga, fjölskylduganga sem og  skipulagaðar gönguferðir. Það er svo gaman að vera í góðu formi fyrir hvað sem er og göngur geta hjálpað okkur í því. Heilbrigð sál í hraustum líkama er markmið okkar allra, sláumst því í för með hressu og skemmtilegu fólki.

Sjáumst,

Jóhann Úlfarsson

Saturday, October 23, 2010

Gönguferðir alla miðvikudaga kl 17.15 frá aðalskrifstofu.

Vegna fjölda áskoranna hefur stjórn Gönguklúbbs IG ákveðið að hefja göngur hvern miðvikudag klukkan 17.15 frá aðalskrifstofunni.    Byrjað verður n.k miðvikudag 27  október . Prófum þetta fram að aðventu. 
   Við viljum  koma á framfæri við félaga í gönguklúbbsins að gefa sig fram og vera göngustjórar í þessum göngum sem og öðrum sem klúbburinn mun skipuleggja.
    Okkur sýnist framkvæmdaáætlun næsta árs ætla að verða mjög metnaðargjörn og áhugi er fyrir alls konar gönguafbrigðum, en til þess að metnaðurinn verði staðfestur verðum við að fá fólk sem tilbúið er að vera með í áætlunni, stjórnarmenn skipuleggja ekki allar gönguferðir klúbbsins það er bara ekki hægt.
Að lokum langar mig að minna ykkur á gönguferðina  á laugardaginn 30. okt á Akrafjallið og verður það auglýst þegar nær dregur.
göngukveðjur,
Jóhann Úlfarsson

Friday, October 15, 2010

Fyrsta bæjargangan

Fyrsta bæjargangan var farin sl miðvikudag 13. okt. Genginn var rösklega svokallaður flugvallahringur í góðum félagsskap þrettán gönguklúbbsfélaga. Gangan var ánægjuleg í alla staði, hressandi og skemmtileg. Hvetjum við alla til að njóta útiverunnar og skella ykkur í næstu göngu.

Monday, October 11, 2010

Bæjarganga miðvikudaginn 13. október nk.

Ágætu gönguklúbbsfélagar
Nú er komið að bæjargöngunni.
Næsta gönguferð gönguklúbbsins verður farin nk. miðvikudag 13. október. Gengið verður umhverfis Reykjavíkurflugvöll. Lagt verður af stað frá Aðalskrifstofu í Reykjavík stundvíslega kl. 17:15 og er gert ráð fyrir að gangan taki ca. 1,5 klst. en vegalengdin er um 6,5 KM. Upplagt er (fyrir þá sem eiga) að mæta með göngustafi.
Lýsing á gönguleið
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja,
Göngustjórar
Svava Björk og Ágúst
: Gangan hefst við Aðalskrifstofur, gengið verður á göngustíg við rætur Öskjuhlíðar í átt að Nauthólsvík austan við HR og veitingastaðinn Nauthól. Gengið er göngustíginn fyrir enda flugbrautar, fyrir dælustöðina í Skerjafirði og haldið áfram í vesturátt að Suðurgötu. Af Suðurgötu er beygt inn á Þorragötu síðan Njarðargötu uns komið er að Hringbraut. Af Hringbraut er síðan gengið á stíg meðfram hinum nýja Nauthólsveg í átt að Aðalskrifstofum félagsins.

Monday, October 4, 2010

Gangan á Keili

Það voru 12 manns sem mættu í Keilisgönguna á laugardaginn (2.okt.). Veðrið var frábært til göngu um 13 stiga hiti og nánast logn. Útsýni af tindinum var meiriháttar og voru allir ánægðir með hvað þeir voru duglegir og fóru létt með þetta. Gangan tók í það heila um 3 klst. Vonumst eftir að sjá fleiri þátttakendur í næstu göngum.  Það er alveg  meiriháttar gaman og upplífgandi að stunda fjallgöngur með góðum og skemmtilegum félögum.

Kveðja,

Sveinbjörn