Thursday, April 26, 2012

Gönguferð sumarsins er fullbókuð, Gönguferð á Jónsmessu


það er svo komið að ferðin okkar helgina 22-24 júní er full. Það er heldur betur áhugi á henni og það er gott.  Þeir sem bóka sig í dag og næstu daga fara á biðlista, endilega gerið það.

kv Jóhann

Wednesday, April 18, 2012

Gönguferð á Jónsmessu - Gengið niður með Geirlandsá.

Gönguklúbbsfélagar þá er komið að því að kynna gönguferðina okkar sem verður farin 22. - 24.  júní í sumar. Þessi ferð heitir
„ Gengið niður með Geitlandsá „   og hún verður undir styrkri leiðsögn hjónanna Svövu Bjarkar Benediktsdóttur  og  Gests Kristjánssonar .

Dagskrá:

Brottför frá  höfuðstöðvum IG, Reykjavíkurflugvelli   föstudaginn 22.  júní  klukkan 16:50.    Keyrum sem leið liggur að Hörgslandi  í Vestur Skaftafellssýslu,  hægt  er að finna það á netinu sem horgsland.is.  Þar gistum við í  tvær nætur.

Klukkan 08:30  þann 23.  júní   verður lagt af stað í gönguferðina.   Við keyrum leiðina inn að Laka og  hefjum gönguferðina við Fagrafoss, þaðan höldum við niður með Geitlandsánni.   Gönguferðin tekur 5-6 klst.  þetta er um 16 km.  leið og 300 m.  lækkun.  Rútan mun sækja okkur  á leiðarenda sem er  Mörtunga á Síðu.

Fyrir þá sem vilja er áætlað að fara í  sund á Kirkjubæjarklaustri.  Við grillum  og skemmtum  okkur á Hörgslandi langt fram eftir kvöldi.  Við erum á ferð á Jónsmessu en margt hefur verið brallað á þeirri messu í gegnum aldirnar.
Við ætlum síðan á heimleiðinni að skoða Lambafoss í Hverfisfljóti, sem er ógnvekjandi jökulá.

Verð fyrir þetta allt  er 10.400 kr. á mann,  fyrir þá sem gista í uppbúnu rúmi í tvær nætur.  Annars eins og tilboðið frá Hörgslandi segir til um,  sjá meðfylgjandi.
Innifalið er:   Rútan  og síðast en ekki síst,  grillveislan á laugardagskvöldinu.  

Fjöldinn miðast við þá gistingu sem er í boði og  því er gott að ganga frá skráningu sem fyrst.   Að geta boðið upp á svona ferð á  þessum  kostakjörum er einstakt og kemur þar til góður stuðningur fyrirtækis okkar.

ATH:  Menn verða að skrá sig hvort sem gist er í húsi eða tjöldum.

Skeyti Hörgslands.

Sæl verið þið,

Verð fyrir gistingu uppbúin rúm er 5.200.- per nótt hvort sem gist er í húsi eða herbergjum miðað við að það sé 4 í hverju húsi og 2 í herbergi, þið getið séð þetta allt á www.horgsland.is verð og aðstöðu á öðrum þáttum svo sem morgunmat tjaldstæði er 1000.- per mann og innifallin er aðgangur að sturtu.

Skráning er á work síðunni okkar, hvetjum ykkur til að taka ákvörðun fljótlega. Finnið hnapp þar merktan "Gönguferð á Jónsmessu".

Kveðja stjórn GÖIG,

Svava Björk, Sveinbjörn og Jóhann,



Tuesday, April 10, 2012

Miðvikudagsganga verður frá aðalskrifstofu.

Hæ hæ

Gangan á morgun miðvikudag verður frá aðalskrifstofu Icelandair group við hlið Htl Natura. Gengið verður hringurinn í kringum flugvöllinn, þetta tekur um það bil eina klst.

Sjáumst
Stjórn.

Við munum kynna gönguferðina í sumar næstu daga.

Það er allt í lagi að segja frá því að gangan í sumar verður farinn á Kirkjubæjarklaustursvæðinu, gangan mun heita Gengið niður með Geirlandsá, við byrjum efst og göngum niður með ánni eins heitið ber með sér. Okkur hlakkar til að segja ykkur meira fljótlega, er bara spennandi mál ?

GÖÖIG - kveðjur

stjórnin

Wednesday, April 4, 2012

Það verður enginn ganga í dag, páskafrí framundan.

Hæ GÖIG- félagar !
Við ákváðum að hafa enga miðvikudagsgöngu allir svo uppteknir í sínu. En skorum á þá sem vilja að fara út og hreyfa sig í dag. Veðurspá páskanna er þannig að fólk ætti að setja sér markmið að fara alla daganna eitthvað út að ganga og æfa sig fyrir átök sumarsins. Svava og Gestur er að fara norður og ætla að vera með í Píslargöngunni í Mývatnssveit á föstudaginn langa, góða skemmtun bæði tvö.
Ég hef hugsað mér að ganga mína píslargöngu milli nokkra kirkjubygginga  á Reykjavíkursvæðinu, gaman væri að ganga milli þeirra allra eitthvert árið.
Við í stjórn GÖIG óskum ykkur öllum gleðilegra páska og njótið hátíðanna sem best.

fh stjórnar
Jóhann Úlfars.

Úr síðustu miðvikudagsgöngu þá skipulagði Sigríður Einarsdóttir gönguna og fékk til liðs við sig Guðfinnu  og Ingigerði GÖIG félaga hjá flugfélaginu og úr varð mjög áhugaverð ganga um flugskýlið og þar var Fokker í pörtum á gólfinu. Stóð yfir stærsta skoðunin á henni. Látum myndirnar tala sínu máli. Það er allt að gerast hjá gönguklúbbnum þið sjáið það ?  Takk fyrir okkur stelpur hjá flugfélaginu.