Monday, July 16, 2012

Vífilsfellið laugardaginn 14. júní -Göngu og svifflugudagurinn

 Hópurinn sem fór á Vífilsfellið 19 manns lögðu leið sína upp, frábært.
 Lena Magg tók þessa mynd úr svifflugunni sem hún tók sér far í, frábær mynd Lena.
Sigga Brynjúlfs og Guðrún Tomm á leið sinni upp fellið, frábært stelpur.

kv / Jóhann Úlfars

Friday, July 13, 2012

Víflilsfellið - mæting- flott ganga í góðu veðri.

 

Það er mæting í gönguna á Vífilsfellið sem farinn er í tilefni af svifflugudegi STAFF klukkan 11.00 f.h. á morgun 14. júlí.   Við uppgönguna á fellið sjálft.  Leiðarlýsing er svona :  

Keyrt er upp fyrir  Sandskeið,  þá er afleggjari til hægri og hann er keyrður að grjótgarði sem lokar veginum. Þar leggjum við bílunum og hefjum gönguna klukkan 11.00. Oddný Árnadóttir er  göngustjóri.    Við förum með flagg og teygjum úr því þarna uppi og horfum á svifflugurnar svífa um loftið.

Síðan getur fólk farið niður á Sandskeið og farið í svifflugu og fengið að horfa á Víflilsfellið úr þeim, þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi.

Ef þetta er ekki ljóst hringið í mig endilega og ég lýsi leiðinni betur fyrir ykkur, það er oft sagt að staðurinn sem við leggjum upp frá eru Sandgryfjurnar við Víflilsfell, oft mikið að stórvirkum vinnuvélum á melunum þar sem við keyrum út af Suðurlandsveginum.

 

Jóhann Úlfars  formaður

s 8639011


 Þessar vélar eru oft á horninu sem við ökum út af veginum.


 Merking á gatnamótunum inn á Vífilsfells afleggjaran.


 Hópur að ganga á fellið

 Hilmar hennar Svönu á fellinu að leysa málinn á Stofunni.

 Gulla, Erna og Oddný sem verður göngustjóri á Víflilsfellið

Flugmann mættur að grípa tunglið !

Monday, July 9, 2012

"Fljúgðu eins og fuglinn - eða farðu á toppinn"


Hefur þig alltaf langað til að fljúga eins og fuglinn eða ganga á Vífilfellið með skemmtilegu fólki.
Nú er kjörið tækifæri fyrir starfsmenn Icelandair Group að gera annað hvort eða hvoru tveggja.

Gönguklúbbur Icelandair Group ætlar að ganga á Vífilfellið laugardaginn 14. júlí n.k. og flagga fána STAFF og Icelandair Group á toppnum.

Starfsfólki Icelandair Group gefst kostur á að prófa svifflug á Sandskeiði frá kl. 12 - 16.   

Svifflug með spilstarti kr. 3.000  5-15 mín
Svifflug með flugtogi   kr. 4.500  10-20 mín

Spáin lofar góðu fyrir laugardaginn.
Björgólfur Jóhannsson hyggur á svifflug og fleiri ætla að fylgja í fótspor hans.

Við minnum þá á sem hyggjast prófa svifflug að taka ID kortin með og skrá sig hjá Startstjóra á Sandskeiði (hann verður í rauðum jakka með Loftleiða derhúfu).  
Skráning hefst kl. 12:00.

Mætum og höfum gaman saman

STAFF og Gönguklúbbur Icelandair Group


Flugmann að grípa tunglið á toppi Vífilsfells 2010

Hópurinn sem fór 2010 í vígslugöngu GÖIG 2010.
Þannig að GÖIG er búinn að fara tvisvar á toppinn og stefnir í þriðja sinn upp n.k laugardag kl 12.00.
fh stjórnar
Jóhann Úlfars