Thursday, February 24, 2011

Búrfellsgjá 26.febrúar klukkan 10.00, drífum okkar.


Hér er leiðarlýsinginn af göngunni komum  saman í Vatnsmýrinni, stendur í túnjaðri Vífilstaðahælisins og  er beint á móti Golfvelli GKG.   Veðurspáin er góð en samt má fólk búast við einhverri úrkomu, klæðið ykkur eftir veðri, áætlað er að þessi ganga taki 2.5 - 3 klst. Ekki verra að hafa með sér eitthvað að drekka,  hnetur og súkkulaði í plastpoka. Sumir eru með þurrkaða ávexti og er það vel. Göngustjóri er Richard Hansen sem er einn mesti reynslubolti okkar gönguklúbbs. Síðan er það getraunin það rétt eins komið hefur fram þetta er Búrfellsgjá og dregið var úr svörunum og ákveðið var að það yrði dregið þrír út af þeim mikla fjölda sem sendu inn svör. Vinningshafar eru Anna Dís Sveinbjörnsdóttir flugfreyja, Oddný Árnadóttir hópadeild og Vilborg Sigurðardóttir söluskrifstofu, vinningshafar eru beðnir um að vita vinningsins hjá undirrituðum sem allra fyrst.
Drífum okkur af stað,  veðurspáin ætti ekki að hræða neinn frá þátttöku, komið og verið með í byrjun og sýnum hvað klúbburinn okkar er öflugur.

fh stjórnar GÖIG
Jóhann Úlfarsson

Wednesday, February 16, 2011

Hvert skal haldið þann 26.febrúar 2011 kl 10.00


Þetta er staðurinn sem stefnt er á 26 febrúar n.k klukkan 10.00 undir styrkri stjórn af okkar mestu reynsluboltum klúbbsins Richard Hansen. Nú er spurning vikurnar hvar er þetta, dregið verður úr réttum lausnum og að launum fær sá útdregni gönguhúfu svarta að lit merkt Icelandair. Sendið með því að commentera með lausn, nafni og gsm númeri.

kveðja,
joulf

Tuesday, February 15, 2011

26. febrúar klukkan 10.00 er frátekin hjá ykkur ágætu GÖIG félagar.

Um leið og við minnum á miðvikudagsgönguna  kl 17.15 frá aðalskrifstofu.  Biðjum við ykkur að taka frá  þann 26 febrúar n.k  það er annar   göngudaginum á þessu ári. Fyrsta var tunglskinsganga sem tókst mjög vel. vonumst við eftir góðri þátttöku í þessa göngu. Þetta verður spennandi ganga og göngustjóri er einn mesti reynsluboltinn í klúbbnum Richard Hansen og við vonumst eftir góðri þátttöku frá ykkur ágætu félagar. Hér á  myndinni má sjá þá sem gengu á Vífilsfell sem var vígsluganga klúbbins s.l. haust.
Göig félagar á toppi Vífilsfells.

með kveðjum joulf.

Thursday, February 3, 2011

Miðvikudagar og miklu meira................

Við gengum frá aðalskrifstofunni mjög fáir einstaklingar í gær og hrepptum frábært gönguveður. Það var logn til að byrja með en byrjaði svo aðeins að snjóa. Gaman væri ef fleiri myndu slást í hópinn og gera ráð fyrir þessum göngum frá aðalskrifstofunni á miðvikudögum klukkan 17,15. Það verður að myndast þéttur kjarni  í kringum þessar göngur  svo þær lognist ekki út af.  Dagur er byrjaður heldur betur að lengja og við leggjum oftast af stað núna í birtu og endum í myrkri en þegar snjór liggur yfir er svo flott að ganga. Nóg um það og tökum okkur tak og setjum markmiðið hátt og  mætum,  það er svo gott fyrir sálartetrið og lyftir manni upp í skammdeginu. Það hafa komið til mín einstaklingar sem hafa spurt hvernig á maður að stefna fólki með sér í verkefnið "Ertu með á fjall" það er gert svona. Þú opnar Lotus Notes póstkerfið hjá félaginu og finnur hóp með því að setja í stað nafns kæmi  #Gönguklúbbur Icelandair group.  Félagar nefndu stað,dagsetningu og klukkan hvað.
Gönguklúbburinn er með á dagskrá sinni göngudag 26 febrúar og er það laugardagur og við munum stefna eitthvað sniðugt látum samt veðurspá ákveða hvert við förum. Langar mig að biðja ykkur ágætu félagar að taka þennan dag frá og vera með. Ég sagði á  aðalfundi að gönguklúbburinn væri ekki bara þeir sem væru í stjórn svo þyrfti stjórn að finna fyrir áhuga á verkefninu.
Ég birti hérna mynd sem var tekin á síðasta ári þegar hópurinn sem langaði að setja á stað gönguklúbb hjá félaginu gekk á Móskarðahnúka sem síðan margfaldaðist í kringum stofnun GÖIG,  þetta er hugsað sem hvatning að brátt mun  birta  verða meiri  en myrkrið og þá verður gaman.

með hvatingarkveðjum
Jóhann Úlfarsson formaður.