Monday, March 28, 2011

Frábær ganga að baki.

Það var frábær hópur sem gekk af stað á laugardaginn var þann 26. mars,  veður var kalsi og gekk á með þéttum úða. Það átti eftir að breytast hratt, við fengum meira segja sól  þegar við vorum á niður leið. Hópurinn voru átta þegar lagt var að stað við stefndum á Steininn og ætluðum að skoða aðstæður þar hvort við færum alla leið upp. Niðurstaðan var svo yrði ekki, það var mikill snjór þarna upp við Þverfellshornið og þeir sem þagnað stefndu voru með ísaxir og fleira. Þessi göngutúr tók í heildina 3 klst og það var Sveinbjörn Egilsson sem tók tíman þannig að ég treysti þeirri miðurstöðu hundrað prósent. Við mættum alls konar fólki og Laufey úr cargo-inu með vinkonu og hundi hittum við og hér er mynd því til sönnunar.

Laufey  er þessi í rauðu úlpunni og við bjóðum henni og  vinkonu hennar í göngu næst en vinkonan  leitar alltaf uppi skemmtilegan félagsskap til að labba með og finnst okkur ekki vera til betri hópur en við í GÖIG.
Næsta ganga okkur verður laugardaginn 30 apríl og þá verður orðið svo gott veður að við ættum að geta valið úr mörgu , meðlimir hafa bent á allskonar göngur. Til nefna eitthvað eru það Grímsfjall, Móskarðahnúkar, Reykjanesleiðin, Hvergerðisganga inn að Kattarstjörnum, Hellisheiðinn inn að Skeggja svo eitthvað sé nefnt, svo þið sjáið að mörgu er að taka.

Ég hef verið að velta fyrir mig mætingunni, hvernig er hægt að stofna gönguklúbb upp á 100 manns og fá síðan bara 8 -12 manns til að taka þátt, jú tunglskinsgangan í janúar voru 16. Gaman væri að fá að sjá fleiri og hvað getur orðið til þess að auka áhuga, getur verið að borgi sig  að setja á Fimmvörðuhálsgöngu eins og Íslandspóstur er að fara gera í enda maí, og það var örugglega 25-30 manns í Esjunni á laugardaginn saman að æfa undir það, þurfum við að æfa undir eitthvað verkefni spyrjum okkur sjálf mætum við betur þá??
Þið munið sem á aðalfundinn komuð að ég gaf mér eitt ár í formennsku og við það mun ég standa, gaman væri að afhenda klúbbinn blómlegan í hendurnar á nýjum formanni en til þess verið þið að fara sýna áhuga. Vetrargöngur eru eitt að því skemmtilega sem ég stunda nú tala ég fyrir mig og skil ekkert í því hversvegna fólk mætir ekki í svona skemmtilega göngu eins og var  á laugardaginn var, smá kalsi pínulítil vindur svo það var smáhrollur í manni og viti menn eftir fyrstu brekkuna var allt orðið funheitt og æðislega gaman.

Jæja nóg um það og nú ætla ég hætta þessu tuði en mér finnst samt betra að segja þetta en segja það ekki. Göngur eru æðislegar þegar hressilegur hópur myndast og hefur gaman að verkefninu sem framundan er.

Hver vill taka að sér næstu skipulagningu á verkefni aprílmánaðar,  lýsi eftir þeim.
Hér kemur mynd frá laugardeginum,





Þarna er Rebekka úr flugdeildinni með tvær frá Íslandspósti sem týndu hópnum sínum og voru með okkur þá bara í staðin.


Með göngukveðjum
Jóhann Úlfars.

Thursday, March 24, 2011

3. Hluti framkvæmdáætlunar GÖIG, 26.mars n.k kl 10.00


           
Þarna eru bæði veðurspáin sem er mjög góð og kort af þeim stað sem við leggjum upp frá. Við leggjum í hann frá veitingarstaðnum við Esjurætur á laugardagsmorgunin næsta 26 mars n.k kl 10.00. Þetta er þriðja gangan á vegum gönguklúbbsins og lítur bara mjög vel út, við skoðum það þegar við erum kominn upp að Steini hvort hægt er fara upp á Þverfellshornið. Það væri mjög gaman, biðjum við ykkur að vera vel skóuð, vel klædd og vera með vatn já eða orkudrykki og svo eitthvað til að maula aðeins, brauð, súkkulaði eða eitthvað sem ykkur finnst gott að vera með í göngum.
Okkur félaganna hlakkar til að hitta ykkur og eiga með ykkur þessa göngu sem við gefum okkur eru 2-3 tímar fer alveg eftir hópnum.

fyrir hönd GÖIG
Sveinbjörn og Jóhann.
    

Monday, March 21, 2011

Munið laugardaginn 26. mars klukkan 10.00

Þann dag ætlum við í göngu og stefnum á fjall einhversstaðar í nágrenni Reykjavíkur. Nú bíðum við eftir veðurspánni og ákveðum á fimmtudaginn hvert skal haldið.
Einnig höfum við hvatt fólk til að taka þátt í göngum á miðvikudögum klukkan 17.15 frá aðalskrifstofu og það verefni fór vel af stað, en ekki verið mjög fjölmennt undanfarna miðvikudag. Nú griðum við belti á brók og drífum okkur af stað.

Aðalatriði er þó laugardagurinn 26. mars 2011 klukkan 10.00 takið hann frá.

f.h GÖIG
Sveinbjörn Egils og Jóhann Úlfars.

                                                   Félagi Ársæll fyrir tæpu ári síðan á toppi Helgarfells

Friday, March 18, 2011

Árbærinn á morgun, laugardag

Þetta er orðsending frá miklum áhugamanni með göngum, hann sendi mér þessa boð í morgun á fésbókinni. Langar mig að deila þessu með ykkur ágætu félagar, það eru allir velkomnir mjög áhugaverðar göngur sem drengur stendur fyrir og hann heitir Magnús Hákon Axelsson Kvaran.
 
Auglýsinginn hans:
Góðan daginn.

Eitthvað er búið að breyta Fésbókinni núna, og ég get ekki sent neinum nema mínum eigin vinum boð í gönguna sem er á morgun. Möguleikinn "Invite members of Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni" er semsagt horfinn, í það minnsta á atburð sem er til nú þegar. Ekki veit ég hvort þetta er til frambúðar, en tek þá það til bragðs núna að senda ykkur póst, það er ennþá hægt í það minnsta.

Á morgun stendur semsagt Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands fyrir gönguferð um Árbæinn undir yfirskrifinni "Þorpið í bænum".

Eggert Þór Bernharðsson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiðir göngu um Árbæinn og fjallar um vöxt Reykjavíkur og fyrsta úthverfið austan Elliðaáa. Gönguferðin hefst við Árbæjarsafn kl. 14:00 og er hún farin í samvinnu við Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn.

Vonast til að sjá sem flesta, og vona ég þurfi ekki að skrifa ykkur póst í hvert skipti framvegis :)

kveðja, Magnús

Wednesday, March 9, 2011

Hvað skyldu mæta margir í kvöld. miðvikudagur kl 17.15 frá aðalskrifstofunni

Boða til göngu í dag miðvikudag fyrir alla þá sem langa. Gangan hefst eins og venjulega frá aðalskrifstofunni Reykjavíkurflugvelli klukkan 17.15
Ferðinni er heitið þangað sem hópurinn vill fara, sjáumst hress.

Jóhann


                                                    Sveinbjörn gjaldkeri og tvær sprækar
                                                    gönguklúbbskonur á Móskarðahnúkum.

Wednesday, March 2, 2011

Það er kominn miðvikudagur ligga ligga lá.........................

Það verður ganga frá aðalskrifstofunni í dag klukkan 17.15. Hvet sem flesta að taka þátt í göngunum. Hér að ofan er mynd úr vígslugöngunni á Vífilsfellið í haust.   Hvetjum, maka, vini og fjölskyldu að vera með á miðvikudögum þetta  er  tækifæri fyrir þá sem langar svo mikið að byrja að ganga reglubundið. Við höfum verið að fara frá 4-9 km í þessum göngum,  margskonar gönguleiðir eru  hér í kringum aðalskrifstofuna á Reykjavíkurflugvelli, af nógu er að taka.

Sjáumst kl 17.15 í dag,
Jóhann.

Tuesday, March 1, 2011

Gönguferðin í Búrfellsgjá 26.febrúar gekk vel.

Hér kemur frétt frá göngustjóra laugardagsins, ég spurði hann hvernig hefði gengið. Ég var því miður fjarri góðu ganni á laugardaginn var sjálfur.   Því miður var myndavélin skilin eftir heima, munum það næst ekki gleyma henni, setja hana á gátlistan.

Frá Richard.

Já, þetta var fín og hressandi ganga í góðu veðri, gerði að vísu smá hríð í nokkrar mínútur en annars gott.. Við vorum 9 stk og rúma 2 tíma í göngunni. Gengum hringinn á gígbarminum.
Því miður var enginn með myndavél og því engin mynd tekinn. Allir ánægðir eftir hressa göngu.
Göngukveðja
Rikki