Friday, January 28, 2011

Hvatning til að fara á fjall um helgina.

Mig langar að setja hér öðrum til hvatningar að fara á fjall, ég ætla að fara annan hvorn daginn um helgina á Esjuna. Mér finnst ég verða að fara aftur áður en janúarmánður er allur, hef aðeins farið einu sinni sem er mjög sérstakt.
Svolítð blaut spá fyrir laugardaginn en sunnudagur lítur fínt út ef einhverjir vilja fara þá. Maður klæðir sig bara eftir veðri. 
Það eru nokkur fjöll sem hægt er að skoða einnig  t.d Helgafell, Vífilfell,  Móskarðahnúkar og svo auðvitað Úlfarsfell. 
Hefjum strax  undirbúning yfir sigra ársins 2011 með því að byrja. Sigrarnir geta verið unnir á margvíslegan hátt fer alveg eftir því hvar við erum stödd, aðalatriðið að hafa vilja til að hefja strax undirbúning að eigin uppbyggingu við fjallgöngur og aðrar frístundargöngur.

Koma svo,
Jóhann

Tuesday, January 25, 2011

26. janúar miðvikudagsganga

Nú verður gegnið frá aðalskrifstofunni, fjölmennið og hafið með ykkur gesti . Farið er klukkan 17.15 af stað.


Stjórnin.

Everest og allt um ...............

66°NORÐUR og Félag Íslenskra Fjallalækna.
Bjóða (ókeypis) þér á fyrirlestur
um háfjallagöngur miðvikudaginn
26. janúar kl 20:00 í Háskólabíó

Fyrirlesarinn er: 
Peter Habeler mun reifa gönguna frægu á Everest og persónulega reynslu sína af því að halda lífi í hæð sem er flestum lífverum ofviða.

Peter Habeler er óumdeilanlega einn mesti fjallagarpur allra tíma. Frægastur er hann fyrir að ná toppi Everest án súrefnis árið 1978 fyrstur manna ásamt Reinhold Messner. Afrek þeirra þótti einstakt og vakti heimsathygli, enda höfðu margir vísindamenn talið það lífeðlisfræðilega ómögulegt að ná tindinum án viðbótarsúrefnis. Með afreki sínu brutu þeir félagar blað í sögu fjallaklifurs og háfjallalæknisfræði. Síðan lagði Habeler að baki marga af hæstu tindum heims og sló hraðamet á torfærum klifurleiðum eins og norðurvegg Eiger.

Hægt er að skoða myndband frá ferðinni hér

stjórnin.

Thursday, January 20, 2011

Tunglið tunglið taktu mig og berðu upp til skýja.......

Þessi mynd var tekin í gærkvöldi í tunglskinsgöngunni og sýnir svart á hvítu að tunglið var þarna. Það kom nokkrum sinnum undan skýjunum til að leyfa okkur að sjá hvað það getur lýst ef friður fæst fyrir skýjunum. Ég segi  við Svövu Björk og Gest fararstjóra okkar takk fyrir mig, þetta var æðislegt og mér heyrist á þeim sem ég hef hitt í morgun að skemmtun þeirra voru ekki mínir  eigin hugarórar. Þátttakendur voru en við vildum ekki nefna töluna 13, 11 þátttakendur og 2 fararstjórar. Myndin hér að ofan sýnir Svövu með vini sínum kallinum í tunglinu, eða  heimili hans.
Mig hlakkar til endurfunda og vil segja,  það væri  gaman  að fara stöku sinnum út fyrir bæinn á miðvikudags-seinni pörtum  og ganga í nágrenni Reykjavíkur, kemur með hækkandi sól og blóm í haga.

kveðja,
Jóhann

Tuesday, January 18, 2011

Stefnir einhverjir á toppinn, þá eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn ásamt 66 Norður að bjóða á kynningu.

J
p.s. Takið með ykkur gesti sem eru forvitnir líka fyrir þessu efni!
J

Á fimmtudagskvöld verður fræðslufundur um fatnað og næringu á fjöllum í 66 Norður versluninni  í Faxafeni 12, kl. 20:00.
Leifur Örn Svavarsson og Inga Dagmar Karlsdóttir munu fara yfir nauðsynlegan útbúnað í fjallaferðir og hvað hafa ber í huga þegar gengið er á fjöll.
Fundurinn er opinn öllum og ég hvet ykkur öll til þess að mæta, hvort heldur sem þið ætlið á Hnúkinn í vor eða ekki!

Monday, January 17, 2011

Tunglskinsgangan er miðvikudaginn 19. janúar klukkan 18.00 n.k.

Hér kemur fréttir frá Svövu og Gesti okkar fólki í tunglskinsgöngunni í janúar.


Við stefnum á tunglskinsgöngu miðvikudaginn 19 jan. - Hittingur við bæinn Elliðavatn hjá Skógræktinni kl. 1800
Hugmyndin er að taka hring í Heiðmörkinni, við göngum í rúman klukkutíma og tökum líka kaffipásu, fólk þarf því að reikna með ca. tveimur tímum í þetta. Þetta á að vera ganga á þægilegum hraða (ekki kraft ganga) og það verður lítið er um hækkanir,
(við tökum Búrfellsgjánna bara í vor þegar fer að birta.)
Við ætlum að hafa fínt veður og sjá tunglið skarta sínu fegursta líka þó það baði sig í skýjum.
Menn verða að klæða sig eftir veðri og reikna með öllu. Gott er að taka með sér ennisljós eða kyndla, einnig að taka með sér heita drykki og eitthvað að maula.
Þú gengur frá þessu fyrir okkur á netið er það ekki ? og lætur mig vita ef eitthvað vantar
Með kveðju
Göngugarpar

Thursday, January 13, 2011

Göngufréttir 13 janúar 2011

Við vorum fjögur ( hin fjögur fræknu)  sem fórum frá aðalskrifstofunni í gær klukkan 17.15,  það var æðislegt gönguveður. Gengin  var stór hringur um  Öskjuhlíðina sem skilaði 4.6 km  á 48 mínútum. Hún Rebekka úr flugdeildinni hvíslaði að mér að hún hafi bætt um betur þegar heim var komið og vinkonur hennar úr Árbæjarholtinu bönkuðu upp á hjá henni og skoruðu á hana að koma Elliðárdalshring auðvitað hafi hún látið tileiðast og farið með, já Rebekka úr flugdeild gekk 10-11 km samtals í gærkvöldi. 
   Betur má en dug skal segir einhversstaðar upp með þátttökuna á miðvikudögum,  skora ég á þá sem eru alltaf að tala um að koma að koma og vera með. Skemmtilegt ganga, skemmtilegt fólk og fullt af súrefni eftir erfiði dagsins áður en heim er haldið.
   Við erum að búa okkur undir tunglskinsgöngu núna í janúar og hefur Svava Björk og hennar betri helmingur Gestur tekið að sér að vera leiðsögumenn, hugsanlegt að sú ganga verið n.k miðvikudag 19 janúar en þó ekki klukka 17.15. Látum ykkur heyra meira frá okkur varðandi hana.
   Hlaupaklúbburinn hefur reyfað aðeins við okkur í Gönguklúbbnum að hafa sameiginlega gönguhelgi inn í Þórsmörk í júníbyrjun, líst okkur vel á þessa hugmynd gætum fengið að gista annað hvort hjá Útivist eða Ferðafélaginu  og þeir frökkustu gætu gist í tjöldum. Dagskráin yrði einhvern veginn þannig þegar við kæmum á föstudagskvöldið,  gengið á Valahnúk og dagskrá gönguhelgarnir yrði kynnt þar. Hugmyndir um að eyða laugardeginum í Goðheimum, þar er möguleiki á ýmsum útgáfum að göngum, á sunnudeginum myndum við ganga upp á Kattarhryggina, uppá Morinsheiðina og upp Bröttufönn og að ný runnu hrauninu. Kæmi samt betur í ljós,  hugsanlegt að ganga yfir Fimmvörðuhálsin og láta sækja okkur í Skóga og þaðan síðan heim??
   Síðan er það ákveðið að fara með Golden Wings á ágúst og þá er gengið  inn í Kerlingafjöllum , veit ekki mikið um þá ferð en fínt  að fólk  merki  þessar göngur á göngualmanakið sitt og  allar hinar sem á framkvæmdaáætlun 2011 eru.  Fyrirfram ákveðnir göngudagar eru góðir fyrir alla skipulagningu á manns eign dagskrá.
    Látum þetta gott heita í bili og hvet ég ykkur að taka þátt í því sem er boðið upp á þannig vex og dafnar gönguklúbburinn best.

Með gönguklúbbskveðjum,
Jóhann Úlfarsson.

Tuesday, January 11, 2011

Framkvæmdaáætlun 2011

Framkvæmdaáætlun Gönguklúbbs Icelandair Group fyrir starfárið 2011.
Gönguplan-miðvikudagar og fjallgöngur einu sinni í mánuði.
 Jan.Feb.Mar.apr.maí.jún.júl.ágú.sept.okt.nóv.
tungl26 fja26 fja30fja21fja18fja23fja20fja24fja22fja26fja
Fræðslumánuðir einhver kæmi og væri með fræðslu 
xxxx
Verkefnið "Ertu til á fjall "  getur verið hvenær sem er einhver vill.
Muna að kalla fram hópinn svona #Gönguklúbbur IG

Gleðilegt gönguár - smáfréttir í upphafi ársins.

Við tökum upp  þráðinn aftur eftir jól og nýjár.   Nú setur fólk sér upp markmið fyrir árið, hóflega finnst mér í lagi að setja að minnsta kosti 20 göngur út í náttúrunni og/eða til fjalla.
Miðvikudagsgöngurnar verða á dagskrá, með örlítlu breyttu sniði,  allir geta gengið að því sem vísu að miðvikudagar klukkan 17.15 er ganga frá aðalskrifstofunni. Þeir sem mæta hverju sinni ákveða hvert skal haldið og hversu langt verður gengið, en þó aldrei minna en klukkustundarganga.
Við ætlum að vera með tunglskinsgöngu í Heiðmörkinni núna í janúar og mun Svava Björk og Gestur maðurinn hennar stjórna því, enda þrælvön að skipuleggja og stjórna gönguferðum.
Síðan í febrúar göngum við saman, til fjalla eða á láglendi látum veðrið aðeins stjórna því.
Gönguferðum er aldrei  aflýst heldur verður haldið annað ef veðrið vill vera í aðalhlutverki.
Eins hvet ég gönguklúbbsmeðlimi að senda  email á gönguklúbbsfélaga ef þeim vantar félaga með sér til  fjalla   undir heitinu " Ertu með á fjall " Get alveg séð það fyrir mér að það gæti orðið vinsælt,það er hægt í Lotus Notes og finnið með því að gera svona #Gönugklúbbur I.   Ef einhverjum langar að senda eitthvað inn á bloggið, hafið samband við okkur í stjórn, þið sjáið allt um okkur á forsíðunni.
Ekki meira í bili en munið það vel, verið alltaf klædd eftir veðri þegar haldið er í gönguferð og gleymið aldrei að vera með pínlítið súkkulaði í vasanum.
Eigið yndilegt upphaf að farsæli og skemmtilegu gönguári.

Jóhann Úlfarsson