Við tökum upp þráðinn aftur eftir jól og nýjár. Nú setur fólk sér upp markmið fyrir árið, hóflega finnst mér í lagi að setja að minnsta kosti 20 göngur út í náttúrunni og/eða til fjalla.
Miðvikudagsgöngurnar verða á dagskrá, með örlítlu breyttu sniði, allir geta gengið að því sem vísu að miðvikudagar klukkan 17.15 er ganga frá aðalskrifstofunni. Þeir sem mæta hverju sinni ákveða hvert skal haldið og hversu langt verður gengið, en þó aldrei minna en klukkustundarganga.
Við ætlum að vera með tunglskinsgöngu í Heiðmörkinni núna í janúar og mun Svava Björk og Gestur maðurinn hennar stjórna því, enda þrælvön að skipuleggja og stjórna gönguferðum.
Síðan í febrúar göngum við saman, til fjalla eða á láglendi látum veðrið aðeins stjórna því.
Gönguferðum er aldrei aflýst heldur verður haldið annað ef veðrið vill vera í aðalhlutverki.
Eins hvet ég gönguklúbbsmeðlimi að senda email á gönguklúbbsfélaga ef þeim vantar félaga með sér til fjalla undir heitinu " Ertu með á fjall " Get alveg séð það fyrir mér að það gæti orðið vinsælt,það er hægt í Lotus Notes og finnið með því að gera svona #Gönugklúbbur I. Ef einhverjum langar að senda eitthvað inn á bloggið, hafið samband við okkur í stjórn, þið sjáið allt um okkur á forsíðunni.
Ekki meira í bili en munið það vel, verið alltaf klædd eftir veðri þegar haldið er í gönguferð og gleymið aldrei að vera með pínlítið súkkulaði í vasanum.
Eigið yndilegt upphaf að farsæli og skemmtilegu gönguári.
Jóhann Úlfarsson
No comments:
Post a Comment