Þessi mynd var tekin í gærkvöldi í tunglskinsgöngunni og sýnir svart á hvítu að tunglið var þarna. Það kom nokkrum sinnum undan skýjunum til að leyfa okkur að sjá hvað það getur lýst ef friður fæst fyrir skýjunum. Ég segi við Svövu Björk og Gest fararstjóra okkar takk fyrir mig, þetta var æðislegt og mér heyrist á þeim sem ég hef hitt í morgun að skemmtun þeirra voru ekki mínir eigin hugarórar. Þátttakendur voru en við vildum ekki nefna töluna 13, 11 þátttakendur og 2 fararstjórar. Myndin hér að ofan sýnir Svövu með vini sínum kallinum í tunglinu, eða heimili hans.
Mig hlakkar til endurfunda og vil segja, það væri gaman að fara stöku sinnum út fyrir bæinn á miðvikudags-seinni pörtum og ganga í nágrenni Reykjavíkur, kemur með hækkandi sól og blóm í haga.
kveðja,
Jóhann
No comments:
Post a Comment