Monday, November 4, 2013

Aðalfundur Gönguklúbbs Icelandair GÖIG - fundargerð. Með birtingu hennar er hún samþykkt samkvæmt ákvörðun aðalfundar.

Aðalfundur haldinn þann 30. október 2013 klukkan 17.15 á aðalskrifstofu Icelandair Group að Nauthólsvegi 50, 101 Reykjavík.



1.    Fundur settur kl.18:20 í Sal Þjórsá

            Mættir voru 8 :  Jóhann,  Sveinbjörn,  Svana, Oddný, Sigríður, Guðfinna,  Ásgerður og Elín Steinþórs

 

2.    Fundarstjóri kosinn Jóhann Úlfarsson og ritari Sigríður S. Helgadóttir

 

3.    Lesin skýrsla stjórnar.  Það var ein mjög vel heppnuð stór ganga á Suðurlandinu,  Fellagöngur urðu 10 og í þær mættu 8-20 manns í hvert sinn,  Þorraganga og Desember rölt í bænum allt mjög vel heppnað. 

 

 

4.    Skýrsla gjaldkera fyirfarin,  Tekjurnar eru  árgjaldið sem er 1000,- á mann en 145 eru skráðir í gönguklúbbinn.  Stefnt er að því að eyða bara eins og aflað er og eiga smá sjóð til að grípa í þegar þarf og hefur þetta gengið vel upp þar sem FI hefur styrkt okkur rausnalega td í Jónsmessugöngunni. 

 

5.    Samþykkt var að hafa áfram óbreytt félagsgjöld

 

 

6.    Framtíðin:  Lagðar voru til lagabreytingar um að fjölga úr 3 í 5 stjórnarmeðlimi. 

 

 

                  Lög gönguklúbbs Icelandair Group   lagabreyting fyrir aðalfund þann 30 október  2013.

 

1.       Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group (GÖIG)  starfar undir merkjum Starfsmannafélags Icelandair group, eða STAFF. Er opin öllum starfsmönnum samstæðunar.

2.       Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja fimm  félagsmenn.  Þeir skipta  með sér verkum, forseti,féhirðir,skrásetjari og tveir meðstjórnendur.

3.       Félagsmenn greiða árgjald  sem ákveðið er á aðalfundi.

4.       Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn ,maka og vini.

5.       Aðalfund skal halda ár hvert en þó aldrei seinna en 31 okt. ár hvert.

6.       Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

 

Neðanmáls við lög.

Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

 

 

Lagabreytingin var borin upp og samþykkt samhljóða.   Ákveðið var að halda áfram þessum helstu göngum og hvetja meðlimi áfram til að stinga uppá dagsgöngum og bjóða með sér,  ef veðurspáin er góð endilega senda á hópinn. Innanbæjar eða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins yfir veturinn en hugsa lengra kannski á sumrin.   Facebook síðan sem átti að stofna er ekki gleymd og kemst hún vonandi í gagnið fljótlega

 

7.    Kosið var í nýja stjórn og eftirfarandi kosnir,  Jóhann Úlfarsson,  Sveinbjörn Egilsson,  Guðrún B.Birgisdóttir  og  Oddný Árnadóttir  öll hjá Icelandair og Guðfinna Hafsteinsdóttir Flugfélagi Íslands Samþykkt einróma.

 

8.    Fundargerð staðfest

 

9.    Fundi slitið kl. 18:00