Wednesday, December 28, 2011

Gleðilegt ár og þökkum gamla árið !

Stjórn gönguklúbbsins óskar GÖIG félögum gleðilegs árs og þökkum ánægjulegar göngustundir á árinu sem er að líða. Gerum okkur göfug markmið  til bættrar heilsu á nýju ári 2012.

Við leitumst við að skipuleggja eitthvað sem félagar ættu að hafa gaman að, við skorum á GÖIG félaga að setja á markmiðalistan að koma með í tunglskinsgöngu, miðvikudagsgöngu eða á einhvern tindinn sem verður skipulagður þegar veðrið býður til slikrar ferðar. Eins væri gaman að fá ábendingar ef félagar hafa sérstakar óskir um einhverjar ferðir.  Eigið ánæguleg áramót og komið heil inn í nýtt ár 2012.

fh stjórnar
Jóhann Úlfars.

Monday, December 19, 2011

Stjórn Gönguklúbbsins óskar félögum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.

 

Um leið við óskum GÖIG- félögum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, viljum við þakka sérstaklega hjónunum Svanhildi og Hilmar fyrir frábæra jólagöngu í miðbæ Reykjavíkur. Þarna fór Hilmar á kostum hafði frá miklu að segja og að fara á kaffihús á eftir með snarkandi arineld minnkaði ekki stemminguna. Mig langar að þakka einnig öðrum frábærum hjónum sem eru dugleg að fá hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd en það eru Svava og Gestur, gangan á Nyrði Eldborg var frábær og mætti segja það hafi verið síðasta helgi áður en þessi frábæri snjór féll.
Gönguklúbbur sem hefur jafn frábæra félaga og við þarf ekki að kvíða framtíðinni hugmyndir af göngum og eru óþrjótandi. Næst er tunglskinsgangan, hvenær hún verður farinn er ekki alveg vitað, verður skellt á þegar veður er tunglbjart í janúar.
Farið varleg um jólin og njótið þess allra besta og látum  okkur hlakka til næsta gönguárs.

f.h Gönguklúbbs IG
Jóhann Úlfars.

Wednesday, December 7, 2011

Jólagangan 2011 verður þann 14.des klukkan 19.00

Jólagangan verður miðvikudaginn 14.desember n.k. Við hittumst klukkan 19.00 á horni Vesturgötu og Aðalstrætis, framan við Kaffi Reykjavík og göngum um miðbæinn undir leiðsögn Hilmars Þ Björnssonar arkitekts og Svanhildar Sigurðardóttir.   Hann er mikil áhugamaður um byggð í miðbænum okkar og kann að segja frá ýmsu sem fyrir augu ber.
Að lokinni göngu (ca kl. 20:30) er stefnt að því að setjast niður, búið er að panta borð á barnum Uppsölum, sem er í Hotel Reykjavik Centrum, á horni Aðalstrætis og Túngötu (við hliðina á Fjalarkettinum). Hægt verður að panta sér eitthvað góðgæti og fagna komu jólanna við arineld og kertaljós.
Gaman verður að sjá sem flesta með, það er enginn skylda að fara og fá sér veitingar á eftir heldur er það bara til að auka jólastemminguna. Aðallega væri gaman að sjá ykkur ágætu gönguklúbbsfélagar.
Hlökkum mikið til þessarar göngu bjóðum  mökum og vinafólki með.
Stjórn GÖIG
  

Ljósaganga 2011 hans Steina Jak, er á laugardaginn 10.desember frá 13.00 -17.00

Mæting við Esjustofu klukkan 13.00, lagt af stað upp klukkan 14.30 og niður aftur klukkan 16.15 og fólk ætti að vera komið niður aftur um klukkan 17.00.  Allir komast í veilsurnar um kvöldið.  Þeir sem vilja styrka Ljósið er bent á reikning númer 0130-26-410420 kt 590406-0740. Verið endilega með, það er svo gaman að sjá fossin sem myndast þegar allir eru með einhver ljósfæri, kyndla, ennisljós, vasaljós og ýmislegt annað sem gefur frá sér ljós sem  myndar þennan fallega Ljósafoss.
Þorsteinn Jakobsson eða Steini Jak er búinn að ganga á 400 tinda í ár og hann gekk á 365 tinda í fyrra, það er þrekvirki í mínum augum, fjölmennum og styðjum hann og Ljósið í þessu frábæra verkefni.
Sé ykkur sem flest á laugardaginn kemur.

fh. stjórnar
Jóhann Úlfars