Friday, May 24, 2013

FELLIN HEILLA - FELLIN HEILLA

FELLIN HEILLA  -  FELLIN HEILLA

Í byrjun sumars er tilvalið að skella sér lengra út fyrir borgina.
Því varð Þverfell í Borgarfirði fyrir valinu sem fell júní mánaðar.
Þangað höldum við  laugardaginn 1.júní.

Fellið er 655m. á hæð en ekkert mál við þurfum bara að hækka okkur um 350m.
Þetta er þægileg gönguleið eftir greiðfærum melum og stuttum vegarspotta.
Við reiknum með ca. 9  km. leið  og að gangan taki okkur ca. 4 tíma með kaffipásu.
Tilvalin æfing fyrir þá sem ætla í Jónsmessuferðina.

Við höfum  ákveðið að hafa hitting hjá Olís í Mosfellsbæ Kl. 10 
Klukkan 10.10 höldum síðan á Þingvöll og þaðan á upphaf gönguleiðar.



Þverfellið er inn af botni Lundarreykjadals í Borgarfirði.
Þetta er allstót móbergsfell giljum grafið,  hæsta bunga þess heitir Högnhaugur.
Til gamans má nefna að undir fellinu að vestan er bærinn Þverfell þar sem
rithöfundurinn Kristmann Guðmundsson fæddist  árið 1901.


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Munið að þið eruð  að safna fellum  og síðar meir söfnum líka myndum 
Spennandi verlaun í boði J


Göngukveðja:  Svava Björk - stjórn GÖIG  og Gestur farastjóri - ODR


Friday, May 3, 2013

Fellin heilla - 1 maí gangan var frábær.

FELLIN HEILLA – KRÖFUGANGAN OKKAR

Hún var heldur betur flott kröfugangan okkar og á þjóðlegum slóðum.
Búrfell í Þingvallarsveit skartaði sínu fegursta og ekki skemmdi allt útsýnið sem var í boði
Flottir göngugarpar skunduðu á fellið  1.Maí og allir nutu dagsins þó að smá kuldaboli tæki á móti okkur á toppnum. Það er kalt á toppnum.







Já,  við brostum öll hringinn – veðrið var svo geggjað og útsýnið líka.
Með bestu kveðjum frá farþegum og farastjórahjónum  - Gesti eldhnetti, hver talaði um sólarvörn ?