Thursday, December 20, 2012

Gleðileg jól og gott farsælt komandi ár.

Við í stjórn gönguklúbbs Icelandair Group, óskum ykkur gleðilegra jóla og farsælt komandi nýtt ár, hlökkum til endurfunda og að ganga með ykkur á komandi ári. Við erum á fullu að skoða gönguferð næsta starfsárs, og nefið á okkur er á Suðurlandi áfram í þeim efnum.

Eigið yndilega stundir yfir hátíðarnar og  á nýju ári,

Stjórn  GÖIG


Friday, December 14, 2012

Jólaganga 2012 þann 12.12 tókst frábærlega.




Við fórum tæplega tuttugu saman hina árlegu jólagöngu, undir stjórn þeirra heiðurshjóna Svanhildar Sigurðardóttir og Hilmar Þ Björnssonar . Það kom í ljós að ég hafði engu logið með það að saga bæjarins er Hilmari mikið hugleikinn og getur sagt okkur bæði sögur af húsum og eins sögur af fólki sem bjó í mörgum  húsum borgarinnar. Við komum saman við Kaffi Reykjavík og gengum eins og  leið lá upp á Skólavörðuholtið,  Njálsgötu og uppá Snorrabraut og síðan niður Laugarveginn.
Læt hér fylgja nokkar myndir sem Svana tók á  göngunni.



Enduðum svo inn á Uppsölum á Hótel Reykavík Centrum og fengum okkur heit súkkulaði, eplaköku með ís og ávöxtum og nokkir fóru í bjór.
Takk fyrir okkur heiðurshjón fyrir samfylgdina þetta ágæta kvöld sem bar þessa skemmtilegu tölu 12.12.12,  við sem fórum þessa göngu skemmtum okkur vel
Ágætu gönguklúbbsfélagar eigið yndisleg jólahátíð,  við óskum ykkur og fjölskyldum gleðilegra jóla, farsælt komandi árs og hlökkum til samverustunda á næsta ári 2013.


Stjórn GÖIG.

Monday, December 10, 2012

Jólaganga verður miðvikudaginn 12.12.2012. klukkan 19.00

Jólaganga verður miðvikudaginn 12.desember n.k. Við hittumst klukkan 19.00 á horni Vesturgötu og Aðalstrætis, framan við Kaffi Reykjavík og göngum um miðbæinn undir leiðsögn Hilmars Þ Björnssonar arkitekts og Svanhildar Sigurðardóttir. Við erum svo heppinn að Hilmar og Svana eru tilbúin til að leiða jólagönguna okkar þetta árið.    Hilmar  er mikil áhugamaður  um miðbæinn okkar og kann frá svo mörgu að segja um hann.
Svo hefur Svana talað við þá hjá Uppsölum og   að   lokinni göngu (ca kl. 20:30) er stefnt að því að setjast niður, búið er að panta hjá Uppsölum en þeir eru til húsa í Hotel Reykjavik Centrum, á horni Aðalstrætis og Túngötu (við hliðina á Fjalarkettinum). Hægt verður að panta sér eitthvað góðgæti og fagna komu jólanna við arineld og kertaljós.
Látið þetta berast sem víðast félagar í GÖIG  og gaman væri að sem flestir kæmu og fögnuð með okkur komu jólanna og fá sér hressandi göngu um miðbæinn undir stjórn þeirra frábæru hjóna Svönu og Hilmars.
Hlökkum mikið til þessarar göngu bjóðum  mökum og vinafólki með.
 
með göngukveðjum
Stjórn GÖIG.
 
 

Tuesday, November 13, 2012

Fundargerð aðalfundar sem var haldinn 31.okt.sl.



Aðalfundur var haldinn 31.október 2012 klukkan 17.00 að Nauthólsvegi 50, 101 Reykjavík, Aðalskrifstofu Icelandair group í fundarherberginu Vogur á fyrstu hæðinni.


1.     Fundurinn var löglega boðaður með rúmlega viku fyrirvara og var settur kl.17:10.  Mættir voru 8 manns,  Jóhann Úlfarsson var kjörinn fundarstjóri, fundarritari var kjörin Sigríður Helgadóttir,fjarsölu.
2.     Jóhann las fundargerð síðasta aðalfundar, samþykkt samhljóða.
3.     Jóhann las skýrslu stjórnar.  Félagar í klúbbnum eru 123 núna og mikið gengið á árinu í styttri ferðum en ferðin austur að Klaustri tókst líka einstaklega vel og mikil ánægja með hana.
4.     Gjaldkeri Sveinbjörn Egilsson gerði grein fyrir stöðu klúbbsins,  einu tekjurnar eru árgjöldin sem er 1000,- kr á mann þannig að inneignin í vor voru sem svaraði 2ja ára greiðslur.   Ferðin austur kostaði megnið af því en við erum ennþá í plús svo við erum í góðum málum. Félagsgjöld næsta starfsárs haldast óbreytt 1000.-
5.     Tillaga var lögð fram og samþykkt um lagabreytingar.  Nú verða aðeins 3 í stjórn og einn til vara.  2.grein mun hljóma sem hér segir;   Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn.  Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara.  Þeir skipta með sér verkum, forseti, skrásetjari og féhirðir.
6.     Stjórnin gaf kost á sér áfram og var endurkjörin,  Jóhann Úlfarsson, Sveinbjörn V. Egilsson og Svava Björk Benediktsdóttir.  Varamaður er Richard Hansen.
7.     Önnur mál voru reifuð svo sem tillaga um að opna Facebook síðu til að sem flestir félagar geti fylgst með,  það mun líka auðvelda innsetningu ljósmynda.  Ákveðið var að skoða það.   Einnig var fjallað um gönguferðir framundan og skorað á meðlimi að hafa samband og láta vita um sniðugar ferðir í sínu hverfi eða nágrenni.  Endilega ef vel horfir um veður að senda inn hugmyndir að laugardagsgöngu t.d á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni.  Það verða ekki miðvikudagsgöngur í vetur en stefnt er að jólagöngu í desember og  jónsmessuferð í vor og auðvitað styttri göngum um helgar.
8.     Fundi slitið kl. 18:00

Fundarritari Sigríður S Helgadóttir.


Hörkulið á ferð í Getrauna-göngunni s.l laugardag

Fréttaritara hefur borist ein mynd af göngunni og honum finnst gaman að fá myndir til að birta á síðunni. Þetta er hörkulið sem þarna er á myndinni,
frá hægri , Svava Björk, Svanhildur,Gestur fararstjóri ,  Rebekka,  og Richard og síðan tók myndina hann Hilmar hennar Svanhildar. Þetta fólk eru naglar ? Síðan má ekki gleyma,  þau standa við einn prestinn sem stígurinn  heitir eftir Prestastígur hefur ekkert með kirkjunarmenn að gera ?


Sendið okkur endilega myndir ef þið eruð að gera eitthvað í göngum til að sýna félögum okkar hvað þetta getur verið skemmtilegt að ferðast fótgangandi.
Takk fyrir Svava Björk og Gestur fyrir þetta frábæra framlag og ég veit að þið eigið meira ?

kv / forseti GÖIG.

Friday, November 9, 2012

Skýringar á vísbendingum - muna 10.30 laugardag á N1 Hafnarfirði

Ágætu göngufélagar í GÖGI

Margir hafa verið að velta fyrir sér og forvitnast við mig hvaða skýringar væru á bak við hverja vísbendingu í leiknum okkar.
Þær eru svona:

1.Vísbending
Myndin er tekin á Prestastígnum, dósin er sett til að sjá hve landið hefur látið á sjá í gegnum árin, enda fjölfarin þjóðleið.    Þarna komu mörg góð svör, bæði nokkrar góðar þjóðleiðir nefndar og Vífilsfell enda dósin komin úr herbúðum Vífilfells .


2.Vísbending
Myndin er tekin á leið heim frá Seattle til Kef. og því ekkert að gera með leiðina sem við ætlum Þó Icelandair fljúgi þar yfir á  leið sinni til og frá Evrópu.
Nú komu ótrúlega mörg góð svör bæði rétt og röng en frábær. Ljóst var að sumir rýndu vel í landslagið og spáðu í Heklu og Hengilsvæðið.  En þarna sjáum við St. Helenu.
Starfstéttin vaðist fyrir sumum en það komu margar góðar hugmyndir eins og síldarmenn og Síldarmannagata,  meðan aðrir áttuðu sig á að þarna var verið að vísa í prestastéttina.

3.Vísbending
Þessi mynd er tekin á Preststígnum, en hér var verið að vísa til vegpresta eins og skilti voru kölluð fyrst eftir að þau tóku við af vörðum.
Enn fengum við frábær svör  bæði með gamlar þjóðleiðir bæði á Hellisheiði og suður með sjó.
Ásamt fleiri stéttum,  stéttir eins og póstmenn,  verðir og steinsmiðir,  það var úr nógu að taka.


4.Vísbending sem fór ekki í loftið
Þessi mynd er líka tekin á Prestastígnum, ef hún hefði farið í loftið þá hefði verið betri lýsing af leiðinni
En þar sem GÖGI félagar eru svo frábærir í að þekkja landið sitt og að taka þátt,  þá var ákveðið að stytta leikinn.

Við hjónin þökkum ykkur kærlega fyrir frábæra þáttöku og forseta vorum (Jóa) fyrir aðstoðina.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn.

Passið bara að klæða ykkur vel, spáin segir bjart og kalt, sem er frábært á þessum stað og þessum tíma.

Höldum í fótspor farastjórans  -  Með kærri kveðju   Svava Björk ritari (skrásetjari ) GÖIG

Thursday, November 8, 2012

Laugardagsgangan 10 nóv. 2012 -næsti laugardagur.



Kæru gönguklúbbsfélaga,  þá er niðurstaðan fengin frá nokkrum göngufélögum í þessum leik okkar og var frábært að taka þátt i þessu með ykkur.


Niðurstaðan: leiðin heitir Prestastígur sem liggur milli Hafnar og Grindavíkur. Þeir sem unnu fá svo verðlaunin afhent í göngunni.

Við ætlum  að hittast við N1 bensínstöðina í Lækjargötu í Hafnarfirði. Þar geta menn sameinast í bíla.  Við ætlum að leggja af  stað frá Hafnarfirði kl.10.30 stundvíslega því við eigum þá eftir að keyra til Grindavíkur þar hefst svo gangan kl. 11 
Farið verður frá golfvellinum í Grindavík, ef einhverjir vilja mæta þangað.

Þetta er létt gönguleið lítil hækkun eða ca. 50m. við göngum í rúman klukkutíma að Eldvörpum ægifögrum,  þar tökum við okkur kaffi-pásu og  fer þá  fram verðlaunaafhengingin margumtalaða.
Við  göngum svo aftur  til baka sömuleið.  Það má því reikna með að gangan taki okkur ca. 3 klukkustundir.


Hlökkum til að sjá sem flesta – Hressa og káta.  Fyrir hönd stjórnar Svava Björk og Gestur farastjóri


Hér er Gestur prestur – Hann ætlar að taka að sér farastjórnina – myndin er tekin á Prestastígnum árið 2011



Tuesday, November 6, 2012

Þá er komið að þriðju vísbendingu – og enn eru stig í pottinum

Þessi myndlega varða verður á leið okkar á laugardaginn,
það má segja að hún sé forveri stéttarinnar sem ber sama nafn og leiðin
sem við ætlum að fara.

Koma svo  ???  Hvað heitir leiðin.




Fyrir hönd stjórnar:  Svava Björk og Gestur farastjóri

Þá er komið að annari vísbendingu og enn er spurt um leið.

Við erum hér á leiðinni  -  Það er heil starfstétt sem heitir sama nafni og leiðin sem við förum á laugardaginn.

Hvað heitir leiðin ??  Við fengum góðar undirtektir við fyrstu vísbendingu en haldið endilega áfram, það verður ekkert gefið upp strax.




Fyrir hönd stjórnar:  Svava Björk og Gestur farastjóri

Monday, November 5, 2012

Ágætu klúbbfélagar nú er komið að fyrstu gönguferð á nýju starfsári

Fyrsta gangan hefst eins og í fyrra með nokkrum vísbendingum
hér kemur sú fyrsta.

Á hvað leið er þessi Coke Cola dós, en við komum til með að fara þessa leið
næsta laugardag.

Sendið okkur endilega svör, all sem ykkur dettur í hug.
það verða vegleg verlaun í boði.


Fyrir hönd stjórnar:  Svava Björk og Gestur farastjóri

Thursday, October 25, 2012

Aðalfundur verður haldinn 31.október 2012, klukkan 17.00

Góðan daginn ágætu gönguklúbbsfélagar

Stjórn klúbbsins boðar til aðalfundar miðvikudaginn 31.október 2012 klukkan 17.00, fundurinn verður haldinn á aðalskrifstofu félagsins að Nauthólsvegi 50, 101 Reykavík.
Það sem verður tekið fyrir eru venjuleg aðalfundarstörf.

Ein breytinga á lögum hefur borist hún er svona :

Grein tvo verði þannig

2. Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara.  Þeir skipta með sér verkum, forseti, ritari og gjaldkeri.

Stuðningsmenn  er stjórn klúbbsins.






Thursday, October 18, 2012

Aðalfundur verður haldinn í október - blásum nú lífi í síðuna.

Stjórnin er búinn að koma nokkrum sinnum saman og við höfum ákveðið að halda aðalfund núna í október og við boðum fundinn  með löglegum fyrirvara.
Við höfum verið að skoða sumargöngu næsta árs og við höfum ákveðið að panta svefnpláss í kringum Vík Mýrdal og fara up í Þakgil o.fl verður auglýst síðar og kynnt á aðalfundinum betur.
Spurning er hvort við blásum ekki til einnar göngu núna í okt eða nóv byrjun,  í fyrra fórum við í  Prins Polo göngu og daginn eftir kom veturinn í öllu sínu veldi. komið með hugmynd  um hvert skal halda?

Læt ykkur vita af dagsetningunni á aðalfundinnum betur næstu daga !!





Þessar myndir voru teknar fyrir ári síðan í Prins Polo göngunni þegar var gengið á Nyðri Eldborg með frábærum leiðsögumönnum Svövu Björk og honum Gesti.


kveðja
Jóhann Úlfarsson

Monday, July 16, 2012

Vífilsfellið laugardaginn 14. júní -Göngu og svifflugudagurinn

 Hópurinn sem fór á Vífilsfellið 19 manns lögðu leið sína upp, frábært.
 Lena Magg tók þessa mynd úr svifflugunni sem hún tók sér far í, frábær mynd Lena.
Sigga Brynjúlfs og Guðrún Tomm á leið sinni upp fellið, frábært stelpur.

kv / Jóhann Úlfars

Friday, July 13, 2012

Víflilsfellið - mæting- flott ganga í góðu veðri.

 

Það er mæting í gönguna á Vífilsfellið sem farinn er í tilefni af svifflugudegi STAFF klukkan 11.00 f.h. á morgun 14. júlí.   Við uppgönguna á fellið sjálft.  Leiðarlýsing er svona :  

Keyrt er upp fyrir  Sandskeið,  þá er afleggjari til hægri og hann er keyrður að grjótgarði sem lokar veginum. Þar leggjum við bílunum og hefjum gönguna klukkan 11.00. Oddný Árnadóttir er  göngustjóri.    Við förum með flagg og teygjum úr því þarna uppi og horfum á svifflugurnar svífa um loftið.

Síðan getur fólk farið niður á Sandskeið og farið í svifflugu og fengið að horfa á Víflilsfellið úr þeim, þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi.

Ef þetta er ekki ljóst hringið í mig endilega og ég lýsi leiðinni betur fyrir ykkur, það er oft sagt að staðurinn sem við leggjum upp frá eru Sandgryfjurnar við Víflilsfell, oft mikið að stórvirkum vinnuvélum á melunum þar sem við keyrum út af Suðurlandsveginum.

 

Jóhann Úlfars  formaður

s 8639011


 Þessar vélar eru oft á horninu sem við ökum út af veginum.


 Merking á gatnamótunum inn á Vífilsfells afleggjaran.


 Hópur að ganga á fellið

 Hilmar hennar Svönu á fellinu að leysa málinn á Stofunni.

 Gulla, Erna og Oddný sem verður göngustjóri á Víflilsfellið

Flugmann mættur að grípa tunglið !

Monday, July 9, 2012

"Fljúgðu eins og fuglinn - eða farðu á toppinn"


Hefur þig alltaf langað til að fljúga eins og fuglinn eða ganga á Vífilfellið með skemmtilegu fólki.
Nú er kjörið tækifæri fyrir starfsmenn Icelandair Group að gera annað hvort eða hvoru tveggja.

Gönguklúbbur Icelandair Group ætlar að ganga á Vífilfellið laugardaginn 14. júlí n.k. og flagga fána STAFF og Icelandair Group á toppnum.

Starfsfólki Icelandair Group gefst kostur á að prófa svifflug á Sandskeiði frá kl. 12 - 16.   

Svifflug með spilstarti kr. 3.000  5-15 mín
Svifflug með flugtogi   kr. 4.500  10-20 mín

Spáin lofar góðu fyrir laugardaginn.
Björgólfur Jóhannsson hyggur á svifflug og fleiri ætla að fylgja í fótspor hans.

Við minnum þá á sem hyggjast prófa svifflug að taka ID kortin með og skrá sig hjá Startstjóra á Sandskeiði (hann verður í rauðum jakka með Loftleiða derhúfu).  
Skráning hefst kl. 12:00.

Mætum og höfum gaman saman

STAFF og Gönguklúbbur Icelandair Group


Flugmann að grípa tunglið á toppi Vífilsfells 2010

Hópurinn sem fór 2010 í vígslugöngu GÖIG 2010.
Þannig að GÖIG er búinn að fara tvisvar á toppinn og stefnir í þriðja sinn upp n.k laugardag kl 12.00.
fh stjórnar
Jóhann Úlfars


Monday, June 25, 2012

Jónsmessuhelgin frábæra, gangan,fólkið og veðrið klikkaði ekki.

Það var frábær hópur sem hélt á af stað frá aðalskrifstofu okkar að Nauthólsvegi 50 föstudaginn 22. júní 2012 klukkan 17.00.
Ævintýrið var að hefjast, við keyrðum sem leið lá alla leið á Hvolsvöll og stoppuðum að Hlíðarenda sem svo margir gera sem eiga framhjá þeim fróma stað. Fólk fékk sér eitthvað að borða og fóru á postulínið eins og Svava Björk kallar það að fara á salerni.
Síðan ókum við að stað og keyrðum alla leið á Hörgslandið á Síðu þar sem við gistum.





Þegar þarna var komið sögu var kominn galsi í mannskapin og allir fengu lykil af sínum húsum og herbergjum og komu sér fyrir skoðuðu herbergisfélaga og húsfélaga og reyndu að komast að niðurstöðu hvort þetta væri ekki fólk sem var skemmtilegt, menn stofnuðu matarklúbb strax á fyrsta kvöldi en sá klúbbur stal fólki úr næsta húsi og gerðu að formanni,ritara,gjaldkera og yfirstallara, allt í sömu manneskjunni til að örugglega einhver myndi muna að klúbburinn væri stofnaður. Nóg um það við byrjum að syngja strax og partið hófst með stæl og stóð talsvert fram eftir nóttu.



Strax næsta morgun um klukkan sjö var ræs á Hörgslandi, fólk fór að gera sig klárt í gönguna og það var smurt og teipaðar tær og hné og ég veit ekki hvað og hvað.  


                                  
Við héldum af stað,  byrjað var að fara  í Fjaðurárgljúfur  það var sýnishornið að því sem koma skal, þessi gljúfur er stórkostlega að sjá. margir fara í mynni þeirra og ganga inn eftir þeim og vaða ána á mörgum stöðum til að komast innst  í þau.





Yfirleiðsögumaðurinn Gestur Kristjánsson og aðstoðarleiðsögumaðurinn Svava Björk stjórnuðu að röggsemi, fengu til liðs við sig hann Einar Bárðarson björgunarsveitamann af svæðinu. Það var gert ráð fyrir öllu hjá þeim hjúum.   Keyrt var að Fagrafossi sem eru einir 22 km af 49 km  inn í Laka.

Þarna eru hófst hin eiginlega gönguferð og gaman var að sjá hvað fólk var allt spennt ,  veðrið þannig að við getum varla lýst því veðurguðirnir ákváðu að vera æðislegir við okkur í einu orði sagt, þeir sem fóru ekki  geta ekkert verið annað en öfundsjúkur.   Myndir segja miklu meira en mörg orð svo núna kemur myndasyrpa sem blaðamaður bloggsins tók á símann sinn, ég bendi fólki að fara á facebook og sjá miklu fleiri myndir sem GÖIG félagar byrjuðu að birta  strax eftir heimkomu á sunnudagskvöld.











Það er óhætt að segja  að ferðin niður eftir Geirlandsánni hafi gengið frábærlega, sumum fannst hallinn mikill og lofthræðsla gerði lítilsháttar var við sig. En það má segja að  eitt "haft" hafi verið  á leiðinni og var það síðasta gljúfrið og við förum yfir það á tveim til þrem stöðum og allir komust heilir yfir. Ég var einn af þeim sem fóru niður í mikið gljúfur og urðum við að vaða ánna, sem kældi heita og bólna fætur og menn líktu því við SPA meðferð. En því miður á ég engar myndir, gleymdist að taka þær.  Þegar við komum niður í Mörtungu og gengum í gengum bæjarhlaðið stóð bóndin þar  tók í hönd mína og bauð okkur velkominn. Já  hann Gestur hafði hringt í kallinn og bað  um leyfi að ganga þarna og fékk það að sjálfsögðu og þarna þrömmuðu í gegn hjá Óla í Mörtungu 74 GÖIG-félagar,makar og vinir.
Rúturnar biðu okkar og keyrðu okkur niður í Hörgslandið, þar fóru menn í heita potta sumir lögðu sig til að gera klárt fyrir kvöldið.
Jón Vilhjálms og Halli frá IGS biðu okkar og höfðu verið að gera klárt hálfan daginn.  En á meðan biðin  varði  dóu þeir ekki ráðalausir,  þeir  höfðu haft með sér reiðhjól og hjóluðu nokkra tugi kílómetra um allar sveitir þennan fagra dag.
Veitingarnar sem þeir báru fram voru  frábærar, fiskiforréttur,2 gerðir af salat,3 tegundir af sósum ,kjúklingur,lambakjöt og í lokin var súkkulaðikaka með jarðaberjum og rjóma. Þetta eru bara snillingar sem reiða fram slíka veislu  fyrir þreytta göngufélaga. Við þökkum þeim æðislega fyrir þeirra þátt og var svona punkturinn yfir frábærri ferð.  Myndir á ég ekki úr veislunni en vísa en og aftur á myndir á facebook og svo ætlum við að biðja fólk að gefa okkur sínar myndir og komum þeim í albúm á Work síðunni okkar þegar Siggi Anton kemur úr fríi í næstu viku. ( sendið mér myndir endilega sem hægt er að nota þar göngufélagar )
Það getur verið erfitt að lýsa upplifun hvers eins en brosandi, þreytt andlit á laugardagskvöldinu sagði alla þá sögu sem segja þarf, við sungum og skemmtun okkur langt fram eftir nóttu þessa Jónsmessnunótt. Ég veit ekki til þess að nokkur  hafi rúllað sér upp úr dögginni en nóg var að dögg. Margt gátu menn gert t.d sungið undir flottum undirleik Rikka Hansen og síðan komu tveir nýjir gítarleikarar í ljós vantaði bara fleiri gítara.  Aðrir  fóru og sungu Caroky og dönsuðu Zumba dans hjá frú Gang sem er annar af vertunum á Hörgslandi. Menn sungu og trölluðu langt inn í Jónsmessunóttina ................................





Ákveðið var að fara heim um hádegisbil á sunnudeginum við höfðum spurnir að því að önnur rútan gæti ekki komist inn að Hverfisfljóti, þar er of snarpar beygjur o.fl fyrir stærri rútuna.
Stoppuðum við  hjá Laufskálavörðum á heimleiðinn og segir sagan að þessar vörður hafi verið svokallað heilavörður fyrir þá sem lögðu á sandanna í gamla daga. Fólk heldur að ferðmenn nútíman hafi byrjað á því en það er öðru nær, jú ferðlangar gerðu það en heimildir fyrir þessum vörðum eru mjög gamlar.
Að lokum langar mig til að þakka snillingunum Svövu Björk og Gesti svo að sjálfsögðu líka aðstoðarmanni þeirra Einar Bárðarsyni fyrir skemmtilega og yndislega  leiðsögn í "gengið niður Geirlandsá " Jónsmessuhelgina. 
Þetta var fyrsta langa ferð GÖIG og var hún frábær,  við í stjórn viljum þakka öllum þeim sem komu að  göngunni  fyrir frábæra daga á  Hörgslandi þessa Jónsmessuhelgi sumarið 2012.

Þið eruð öll frábær,
Jóhann Úlfarsson formaður en verðandi forseti GÖIG.