Monday, June 25, 2012

Jónsmessuhelgin frábæra, gangan,fólkið og veðrið klikkaði ekki.

Það var frábær hópur sem hélt á af stað frá aðalskrifstofu okkar að Nauthólsvegi 50 föstudaginn 22. júní 2012 klukkan 17.00.
Ævintýrið var að hefjast, við keyrðum sem leið lá alla leið á Hvolsvöll og stoppuðum að Hlíðarenda sem svo margir gera sem eiga framhjá þeim fróma stað. Fólk fékk sér eitthvað að borða og fóru á postulínið eins og Svava Björk kallar það að fara á salerni.
Síðan ókum við að stað og keyrðum alla leið á Hörgslandið á Síðu þar sem við gistum.





Þegar þarna var komið sögu var kominn galsi í mannskapin og allir fengu lykil af sínum húsum og herbergjum og komu sér fyrir skoðuðu herbergisfélaga og húsfélaga og reyndu að komast að niðurstöðu hvort þetta væri ekki fólk sem var skemmtilegt, menn stofnuðu matarklúbb strax á fyrsta kvöldi en sá klúbbur stal fólki úr næsta húsi og gerðu að formanni,ritara,gjaldkera og yfirstallara, allt í sömu manneskjunni til að örugglega einhver myndi muna að klúbburinn væri stofnaður. Nóg um það við byrjum að syngja strax og partið hófst með stæl og stóð talsvert fram eftir nóttu.



Strax næsta morgun um klukkan sjö var ræs á Hörgslandi, fólk fór að gera sig klárt í gönguna og það var smurt og teipaðar tær og hné og ég veit ekki hvað og hvað.  


                                  
Við héldum af stað,  byrjað var að fara  í Fjaðurárgljúfur  það var sýnishornið að því sem koma skal, þessi gljúfur er stórkostlega að sjá. margir fara í mynni þeirra og ganga inn eftir þeim og vaða ána á mörgum stöðum til að komast innst  í þau.





Yfirleiðsögumaðurinn Gestur Kristjánsson og aðstoðarleiðsögumaðurinn Svava Björk stjórnuðu að röggsemi, fengu til liðs við sig hann Einar Bárðarson björgunarsveitamann af svæðinu. Það var gert ráð fyrir öllu hjá þeim hjúum.   Keyrt var að Fagrafossi sem eru einir 22 km af 49 km  inn í Laka.

Þarna eru hófst hin eiginlega gönguferð og gaman var að sjá hvað fólk var allt spennt ,  veðrið þannig að við getum varla lýst því veðurguðirnir ákváðu að vera æðislegir við okkur í einu orði sagt, þeir sem fóru ekki  geta ekkert verið annað en öfundsjúkur.   Myndir segja miklu meira en mörg orð svo núna kemur myndasyrpa sem blaðamaður bloggsins tók á símann sinn, ég bendi fólki að fara á facebook og sjá miklu fleiri myndir sem GÖIG félagar byrjuðu að birta  strax eftir heimkomu á sunnudagskvöld.











Það er óhætt að segja  að ferðin niður eftir Geirlandsánni hafi gengið frábærlega, sumum fannst hallinn mikill og lofthræðsla gerði lítilsháttar var við sig. En það má segja að  eitt "haft" hafi verið  á leiðinni og var það síðasta gljúfrið og við förum yfir það á tveim til þrem stöðum og allir komust heilir yfir. Ég var einn af þeim sem fóru niður í mikið gljúfur og urðum við að vaða ánna, sem kældi heita og bólna fætur og menn líktu því við SPA meðferð. En því miður á ég engar myndir, gleymdist að taka þær.  Þegar við komum niður í Mörtungu og gengum í gengum bæjarhlaðið stóð bóndin þar  tók í hönd mína og bauð okkur velkominn. Já  hann Gestur hafði hringt í kallinn og bað  um leyfi að ganga þarna og fékk það að sjálfsögðu og þarna þrömmuðu í gegn hjá Óla í Mörtungu 74 GÖIG-félagar,makar og vinir.
Rúturnar biðu okkar og keyrðu okkur niður í Hörgslandið, þar fóru menn í heita potta sumir lögðu sig til að gera klárt fyrir kvöldið.
Jón Vilhjálms og Halli frá IGS biðu okkar og höfðu verið að gera klárt hálfan daginn.  En á meðan biðin  varði  dóu þeir ekki ráðalausir,  þeir  höfðu haft með sér reiðhjól og hjóluðu nokkra tugi kílómetra um allar sveitir þennan fagra dag.
Veitingarnar sem þeir báru fram voru  frábærar, fiskiforréttur,2 gerðir af salat,3 tegundir af sósum ,kjúklingur,lambakjöt og í lokin var súkkulaðikaka með jarðaberjum og rjóma. Þetta eru bara snillingar sem reiða fram slíka veislu  fyrir þreytta göngufélaga. Við þökkum þeim æðislega fyrir þeirra þátt og var svona punkturinn yfir frábærri ferð.  Myndir á ég ekki úr veislunni en vísa en og aftur á myndir á facebook og svo ætlum við að biðja fólk að gefa okkur sínar myndir og komum þeim í albúm á Work síðunni okkar þegar Siggi Anton kemur úr fríi í næstu viku. ( sendið mér myndir endilega sem hægt er að nota þar göngufélagar )
Það getur verið erfitt að lýsa upplifun hvers eins en brosandi, þreytt andlit á laugardagskvöldinu sagði alla þá sögu sem segja þarf, við sungum og skemmtun okkur langt fram eftir nóttu þessa Jónsmessnunótt. Ég veit ekki til þess að nokkur  hafi rúllað sér upp úr dögginni en nóg var að dögg. Margt gátu menn gert t.d sungið undir flottum undirleik Rikka Hansen og síðan komu tveir nýjir gítarleikarar í ljós vantaði bara fleiri gítara.  Aðrir  fóru og sungu Caroky og dönsuðu Zumba dans hjá frú Gang sem er annar af vertunum á Hörgslandi. Menn sungu og trölluðu langt inn í Jónsmessunóttina ................................





Ákveðið var að fara heim um hádegisbil á sunnudeginum við höfðum spurnir að því að önnur rútan gæti ekki komist inn að Hverfisfljóti, þar er of snarpar beygjur o.fl fyrir stærri rútuna.
Stoppuðum við  hjá Laufskálavörðum á heimleiðinn og segir sagan að þessar vörður hafi verið svokallað heilavörður fyrir þá sem lögðu á sandanna í gamla daga. Fólk heldur að ferðmenn nútíman hafi byrjað á því en það er öðru nær, jú ferðlangar gerðu það en heimildir fyrir þessum vörðum eru mjög gamlar.
Að lokum langar mig til að þakka snillingunum Svövu Björk og Gesti svo að sjálfsögðu líka aðstoðarmanni þeirra Einar Bárðarsyni fyrir skemmtilega og yndislega  leiðsögn í "gengið niður Geirlandsá " Jónsmessuhelgina. 
Þetta var fyrsta langa ferð GÖIG og var hún frábær,  við í stjórn viljum þakka öllum þeim sem komu að  göngunni  fyrir frábæra daga á  Hörgslandi þessa Jónsmessuhelgi sumarið 2012.

Þið eruð öll frábær,
Jóhann Úlfarsson formaður en verðandi forseti GÖIG.



Friday, June 22, 2012

Ferðin er í dag. - Here we come Geitlandsá.

Góðan daginn og gleðilega gönguhelgi.

Rétt að minnast á að mæting er klukkan 16.30 og farið verður af stað klukkan 17.00 frá aðalskrifstofu IG að Nauthólsvegi 50, Reykjavíkurflugvelli.
Muna: eftir öllu sem er minnst er á í gátlista leiðsögumanna.
           Góða skapinu sem hann minntist líka á.
Munið einnig að hafa með ykkur plástur og sérstaklega ef fólk á það til,  að fá hælsæri eða annað fótmein að hafa með sér gerfiskinn og nú er það líka til sem hægt er nota aftur og aftur.

Okkur hlakkar mikið til sem að þessari ferð stöndum, erum  kvíðin  sem fylgir alltaf svona skipulagningu en það er góð tilfinning  og einnig viljum þakka velvilja yfirmanna okkar í garð þessarar ferðar.

Veðurspáin er bara frábær, samkvæmt þeirri norsku !!

Sé ykkur á eftir,
Jóhann Úlfarsson.


Friday, June 15, 2012

Dagskrá Jónsmessugöngur -Gengið niður Geirlandsá.

Dagskrá Jónsmessuferðar GÖIG

Brottför frá höfuðstöðvum Icelandair Group, Reykjavíkurflugvelli,  föstudaginn 22 júní  kl. 16:50
Keyrum sem leið liggur að Hörgslandi í Vestur Skaftafellssýslu, tökum smá vegasjoppu-stopp á leiðinni.

Laugardaginn 23. Júní kl. 08:30 verður lagt af stað í gönguferðina.
Við keyrum leiðina inn að Laka og skoðum áhugaverða staði á leiðinni en hefjum síðan gönguna við Fagrafoss og höldum  niður með Geirlandsánni.  Gönguferðin tekur 5-6 klst.  Þetta er um 16 km. leið og 300 m. lækkun.   Athugið að þarna er ekki göngustígur og því oft einhver hliðarhalli, einnig eru hækkanir og lækkanir á leiðinni.
Rútan mun síðan sækja okkur á leiðarenda, við Mörtungu á Síðu, og keyra okkur að Hörgslandi. 
Þá tekur við frjáls tími þar til IGS menn verða tilbúnir með grillmatinn fyrir okkur.  Þó ekki drykki, þá verður hver og einn að sjá um sjálfur.
Við höfum frétt að Rikki hjá ITS ætli að taka með sér gítarinn og söngtexta – það verður því bara fjör.
Aðrir tónlistamenn í hópnum,  endilega takið með ykkur hljóðfæri og texta.

Sunnudaginn 24. júní kl. 09:00  verður lagt af stað að Lambafossi í  Hverfisfljóti.    Við komum síðan til baka að Hörgslandi um kl. 13:00
Brottför frá Hörgslandi til Reykjavíkur verður kl. 14:00.   Áætlaður komutími að höfuðstöðvum IG á milli kl. 18:00 og 19:00


Munið að hafa með ykkur:

·         Góða gönguskó sem styðja vel um ökklann
·         Göngustafi  (þeir sem eiga þá)
·         Góðan göngufatnað og gera ráð fyrir íslensku veðri, vonandi verður sól, en vera með regnfatnað ef það fer að rigna.
·         Gott er að hafa dagpoka með auka sokkum, húfu og vetlingum ásamt góðu nesti eins og hverjum og einum  listir,
einnig eitthvað til að svala þorstanum yfir daginn.
·         Sjúkravörur eins og hver og einn þarf.  Munið eftir hælsæris-plástrunum.
·         Síðast en ekki síst góða skapinu.

Samkvæmt upplýsingum sem við höfum frá Hörgslandi þá er hægt að kaupa hjá þeim:
·         Morgunmat  kr. 1.500.-
·         Nestispakka fyrir daginn  kr. 1.050.-

Það er lítil eldunaraðstaða í húsunum og aðgengi að slíku er líka fyrir tjaldbúa.


Með kærri kveðju
Fararstjórinn og stjórn GÖIG


Tuesday, June 12, 2012

Síðasta ganga fyrir Jónsmessugönguna !!

Hæ allir

Nú fer að verða kátt í höllinni og nálgast hratt gangan okkur "Gengið niður með Geirlandsá " en  áður ætlum  við að ganga saman á fimmtudaginn 14 júní og ætlar Lára hjá Vita og systir hennar hún Guðmunda að stjórna því.
Þeirra tillaga er að ganga í Maríuhelli og Bláfellsgjána  í Heiðmörk, það er spennandi.  Komið verður saman klukkan 18.00 á bílstæðinu við Heiðmörk, Vífilstaðamegin.
Lýsing er svona, keyrt er framhjá Vífilstöðum og Golfskála GKG í Garðabæ þegar komið er á gatnamótin við Vífilstaðavatn er tekin stefnan upp í Heiðmörkina í átt að Hafnarfirði, keyrt er framhjá bílstæðinu við Vífilstaðavatn og næsta bílastæði er það sem við ætlum að koma saman á. Þar munu stelpurnar leiðbeina okkur áfram.
Nú koma allir og klæða sig eftir veðri þetta verður bara gaman.

Hér kemur kortið þið stefnið á Heiðmerkurvegur neðst á kortinu en bílastæðið er aðeins nær samt.


Það gæti verið að stelpurnar fari þangað, þetta er Bláfellsgjáin.



með GÖIG - kveðjum

Stjórnin

Friday, June 8, 2012

Gangan í gærkvöldi var skemmtileg !

Við fórum í Undirhlíðarskóg og gengum þar góðan hring undir stjórn Guðfinnu, Sigríðar og ekki má gleyma forustusauðnum honum Pétri hennar Guðfinnu. Við gengum 12 saman í frábæru veðri, ég hélt að rigninginn léti sjá sig svo var aldeilis ekki.  Læt nokkrar myndir fylgja með til að þið sjáið stemminguna, okkur langar til að sjá fleiri á næstu æfingu á fimmtudaginn og mér er alvara þegar ég segi það. Við verðum að sjá í hvernig hópurinn er samansettur.

     Við fyrsta stopp þarna eru fólk skrafa saman, Sigrún, Rebekka, Óli, Lára, Sigga og Munda.
 Rebekka í flugdeild að segja okkur að hún hafi fengið miða á 9 sinfóníuna í Hörpuna og ætli að snúa  við þeim langaði með Sveinbirni,Rikka, Óla og Siggu
  Hér eru þær stöllur sem skipulögðu þessa göngu Guðfinna til vinstri og Sigríður til hægri.
              Séð niður með skóginum sem ég held að heiti Undirhliðarskógur
   Hér er fólk búið að finna borð og forustusauðurinn Pétur við borðsendann, ásamt Guðfinnu og Óla
       Það var kominn tími að ég fengi að vera með á mynd hjónin Sigga og Rikki með mér.
         Fjallagarparnir, Perúfararnir, Toppfaranir og m.m. þau Rikki og Sigga
          Hópurinn mínus Rebekka og ég en eins og áður sagði fór hún í Hörpuna.
                                                  Minningarsteinn í Undirhlíðarskógi
                                                            Fjallagarpar á leið niður

                   Sveinbjörn gjaldkeri GÖIG ásamt spússu sinni henni  Sigrúnu


                                     
              Þeim þykir ekki leiðinlegt að láta mynda sig þeim  hjónum  Siggu  og Óla.


Hlakka til að hitta ykkur öll, hún Lára í Vita og systir hennar Guðmunda ætla að skipuleggja næstu göngu.  Þær heimtuðu það í gærkvöldi og hvað gerir maður ekki fyrir konurnar leyfir þeim að blómstra ?



Bæ í bili /  Jóhann