Thursday, February 9, 2012

Kallinn í tunglinu lét ekki sjá sig.

Þarna er tunglið sem lét ekki sjá sig í gærkvöldi, ég átti mynd af því yfir Esjunni einn fallegan dag í fyrrasumar þegar framkvæmdir stóðu sem hæst hér fyrir utan höfuðstöðvarnar.
Undirritaður kom aðeins of seint og ráfaði um allan dalinn að leit að fólki með kyndla, en fann engan. Svava Björk  sendi mér í morgun eftirfarandi skýringu á göngunni og mig langar að deila henni með ykkur flottu GÖIG félagar.
Svava fær orðið:
En við vorum tíu og þetta var fín ganga vorum inni í skóginum sem er sennilega ástæðan fyrir að þú sást okkur ekki, Við fórum yfir litla göngubrú strax eftir að við komum yfir í dalinn og þaðan til vinstri inn í skóginn, héldum skógarstíg þar til við vorum komin að samkomuhúsinu þá fylgdum við veginum niður að gömlu stöðinni og síðan yfir stífluna og í átt að bílunum, þetta tók okkur vel rúman klukkutíma. Við lentum í hálku en þetta fór allt vel, sungum Stóð ég úti í tunglsljósti, stóð ég úti í skó...... Þegar við vorum þarna inni í miðjum skógi en það dugði ekki karlinn lét ekki sjá sig.
En allir hressir og kátir með þetta
kv Svava Björk og Gestur.

kveðja ;
Jóhann Úlfars
ps það verður ekki langt í næstu göngu, hvert ættum við að halda ?
Komiði með tillögu sendið mér e mail.

Wednesday, February 8, 2012

Tunglskinsgangan er í kvöld, klukkan 19.00 hittast hjá Sprengisandi.


Ég tók eina mynd af tunglinu í morgun á leiðinni í vinnuna, svona leit það út þá,  lofar góðu fyrir kvöldið, þarna er það fullt.

Já já myndin er ekki góð enda tekin í morgunumferðinni, hvet ykkur til að mæta með Svövu Ben og Gesti. Veðurspáin lofar góðu 4 stiga hiti og 5 metrar á sekúndu, og við ofan í Elliðárdal bara skjól.

Sjáumst,
Jóhann

Monday, February 6, 2012

Tunglskinsganga miðvikudaginn n.k 8.febrúar klukkan 19

Tunglskinsganga í Elliðaárdalnum



Tunglskinsganga gönguklúbbsins verður að þessu sinni í Elliðaárdalnum
Hittingur er við Sprengisand Kl. 19.00 og haldið þaðan í dalinn.. Hugmyndin er að ganga góðan hring þar sem veðurspáin lofar góðu
Við ætlum  að hitta karlinn í tunglinu - við sömdum við hann síðast um að hann léti sjá sig aftur í ár.
 
Þið bara takið með ykkur einhver ljós, góða gönguskó og stafi þeir sem eiga þá. - Reiknum með að þetta taki ca. einn og hálfan tíma.
Hlökkum til að sjá sem flesta - gott væri ef þið létuð okkur í stjórninni vita hvort við megum reikna með ykkur.
 
Svava, Gestur og karlinn í tunglinu.

Saturday, February 4, 2012

Myndir úr starfinu 2011,

Ég á ekki margar myndir úr starfinu 2011 en mig langar að birta hérna nokkrar ykkur til gamans. Gönguferðir á Esjuna og Nyrðri Eldborg  undir leiðsögn Gests og Svövu Ben  Fjárvakri , síðan fræðslu og gönguferð um Nesjavelli undir leiðsögn Grétars hennar Önnu Dísar í flugdeild.



































Vonandi hafið þið gaman að þessum myndum, því oft segja þær meira en nokkur frásögn. Hlakka til næstu göngu og vonandi verður aftur svona getraunaganga. Hafið samband ef einhverjar hugmyndir vakna, GÖIG er ekkert annað en félagarnir.

með GÖIG kveðjum
Jóhann Úlfars

Wednesday, February 1, 2012

Myndir úr starfinu 2010, kemur síðar svo 2011.

Hugurinn  fer af stað og góðar myndir eru gulls í gildi, langar að senda nokkrar úr  ferðum 2010 og láta sig dreyma.





















með GÖIG-kveðjum
Jóhann Úlfars