Friday, January 17, 2014

Fréttir frá stjórn - tekið af facebook síðunni - á meðan allir eru ekki komnir þangað inn.


Við ætlum að hafa þorragönguna 8. febrúar klukkan 11.00 og gengið verður á Úlfarsfell. Hlökkum til að sjá ykkur, takið frá laugardaginn áttunda febrúar. Bjóðum upp á súran hval, hákall og auðvitað verður eitthvað brennivínstár með. Finnum líka eitthvað sæt með - okey.

Síðan verður Jónsmessugangan um Jónsmessuna helgina 20 - 22 júní 2014, við erum að finna leiðir og húsaskjól fyrir okkur öll. Látum heyra í okkur fljótlega varðandi hvert haldið verði.

 
kveðja stjórnin.
 
facebook slóðin er:
https://www.facebook.com/groups/577186039018652/
Búinn að setja inn tæpar 500 myndir þangað og er ekki búinn að setja inn allt sem til er.
kv/joulf

Wednesday, January 15, 2014

Það gengur vel að félagar komi á Facebook-ar síðu Gönguklúbbs IG.

Endilega skráið ykkur þar inn búinn að setja mikið af myndum þangað og á eftir að bæta einhverju meiru þar inn.

https://www.facebook.com/#!/groups/577186039018652/

Þetta er slóðin

sjáumst

Jóhann Úlfars.

Monday, January 13, 2014

Gönguklúbburinn er kominn á Facebook.

Nýja stjórnin ákvað að klára þessa umræðu um hvort við ættum að vera á Facebook með því að opna á leynihóp.
Nú þurfum við finna leið hvernig við getum komið sem flestum þar inn en samt að vera með leynihóp, þangað inn hafa bara þeir einir aðgang sem eru meðlimir Gönguklúbbs Icelandair Group. Kannski ekki ástæða að allir yrðu mínir vinir og síðan inn í hópinn, við erum að skoða þessi mál í þaula. Látum ykkur vita niðurstöðuna hérna áður en við færum okkur alfarið yfir.

Það er kominn tillaga að þorragöngu þann 25. janúar klukkan 11.00 - við færum á Úlfarsfell eða Helgafell í Mosfellsbæ.

Það er stjórnarfundur á fimmtudaginn 16. janúar n.k og ef þið vilduð koma einhverjum tillögum inn,  getið sent mail til okkar stjórnarmanna sem eru :
Guðfinna Hafsteinsdóttir
Guðrún Birgisdóttir.
Jóhann Úlfarsson
Sveinbjörn V Egilsson
Oddný F Árnadóttir


Eins ef þið eruð komin á Facebook síðuna - komið endilega með tillögur gerum þá síðu svolítið lifandi með umræðum og tillögum. Síðan væri hægt að skipuleggja göngur með mjög stuttum fyrirvara. Við erum farinn að skoða Jónsmessugönguna 2014 þurfum að ákveða sem fyrst.

Gleðilegt ár allir félagar og vinir.
Hlökkum til samgöngu  á komandi ári.

Jóhann Úlfarsson