Thursday, April 10, 2014

Þakgil 2014 – Jónsmessuganga Gönguklúbbs Icelandair Group.


Þakgil  2014 – Jónsmessuganga Gönguklúbbs Icelandair Group.

 

Brottför :  föstudaginn 20.  júní klukkan 17:00 frá höfuðstöðvunum.

Fararstjórar:  Verða tveir,   Einar Bárðarson og félagi hans með honum.

Tengiliðir :  Stjórn GÖIG - Guðfinna – Guðrún Birgis – Jóhann – Oddný Árna  og Sveinbjörn Egils.

Gönguferðin verður  helgina 20. - 22. júni.   Gist verður í Þakgili og er boðið upp á gistingu í smáhýsum, en um er að ræða svefnpokagistingu fyrir 4 í hverju húsi (2 tvíbreið rúm). Við verðum með 9 hús, en 4 geta gist í hverju húsi.

Pakkaverðið er : 13.000 kr  á mann í húsum og  6.000 kr  á mann í  tjaldstæði.

Innifalið er:  Rúta,   gisting í tvær nætur,  leiðsögn og grillveisla á laugardagskvöldinu sem IGS menn sjá um að venju.  

Vinsamlegast athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður og er miðað við að gönguklúbbsfélagi geti tekið með sér maka/vin.

Fyrstir koma fyrstir fá í gistingu  í húsi, þar eru 4 saman í húsi.

Við sendum  fljótlega út bankaupplýsingar til þeirra sem skrá sig í  Jónsmessuferðina 2014.

Skráning er á Work síðunni  - hnappur sem stendur Jónsmessuganga í Þakgil – skráning.

Gengið verður í nágrenni Mýrdalsjökuls og við munum kynna leiðina  betur þegar nær dregur.

Slóð í Þakgil er   http://www.thakgil.is/
 
 

 

Friday, February 28, 2014

Örganga - fyrsta ferð verður upp að Steini á Esjunni.

1 Örganga. (2 til 2.5 klst)
Leiðin upp er nokkuð greiðfær en eiithvað um snjó og klaka, verið með mannbrodda ( eða ísbrodda) , göngustafi og útbúin eftir veðrinu. Getur verið kalt þegar upp fyrir 250 - 300 metra er komið. Drífum okkur í Örgönguna, eigum við útbúa viðburð þegar kemur að svona örgöngum ? Mín skoðun er held ekki. Farið verður á réttum tíma af stað klukkan 12.00 frá veitingarstaðnum við Esjurætur. kveðja Jóhann

Wednesday, February 26, 2014

Örganga á laugardaginn 1 mars klukkan 1230 frá Esjurótum.

Ég er að hugsa um að fara örgöngu á laugardaginn kemur 1 mars og starta því að fólk getur stofnað til örgöngu sjálft og sent út boð á facebook síðu GÖIG - farið verður frá Esjurótum - veitingarstaðnum sem þar er, læt veðurspá laugadagsins fylgja.




með kveðjum
Jóhann Úlfarsson

Friday, February 7, 2014

Þorraganga er á Úlfarsfellið á morgun 8 febrúar klukkan 11.00

Hæ allir

Við höfum verið að auglýsa þorragöngu GÖIG á facebook. Hún er á morgun 8.febrúar klukkan 11.00 ætlum að koma saman við skúr Skógræktarinnar við Vesturlandsveg.

Veðurspá morgundagsins er svona:

 
Við ætlum að koma saman við Hamrahlíð - Skógræktarskúrinn við Vesturlandsveg.
 

 
Sjáumst hress og kát, farið endilega á facebook og gerist félagar á síðunni okkar. Er búinn að setja fullt af myndum og fleira þar.  
 
kveðja - Jóhann Úlfarsson
forseti GÖIG
 

Friday, January 17, 2014

Fréttir frá stjórn - tekið af facebook síðunni - á meðan allir eru ekki komnir þangað inn.


Við ætlum að hafa þorragönguna 8. febrúar klukkan 11.00 og gengið verður á Úlfarsfell. Hlökkum til að sjá ykkur, takið frá laugardaginn áttunda febrúar. Bjóðum upp á súran hval, hákall og auðvitað verður eitthvað brennivínstár með. Finnum líka eitthvað sæt með - okey.

Síðan verður Jónsmessugangan um Jónsmessuna helgina 20 - 22 júní 2014, við erum að finna leiðir og húsaskjól fyrir okkur öll. Látum heyra í okkur fljótlega varðandi hvert haldið verði.

 
kveðja stjórnin.
 
facebook slóðin er:
https://www.facebook.com/groups/577186039018652/
Búinn að setja inn tæpar 500 myndir þangað og er ekki búinn að setja inn allt sem til er.
kv/joulf

Wednesday, January 15, 2014

Það gengur vel að félagar komi á Facebook-ar síðu Gönguklúbbs IG.

Endilega skráið ykkur þar inn búinn að setja mikið af myndum þangað og á eftir að bæta einhverju meiru þar inn.

https://www.facebook.com/#!/groups/577186039018652/

Þetta er slóðin

sjáumst

Jóhann Úlfars.

Monday, January 13, 2014

Gönguklúbburinn er kominn á Facebook.

Nýja stjórnin ákvað að klára þessa umræðu um hvort við ættum að vera á Facebook með því að opna á leynihóp.
Nú þurfum við finna leið hvernig við getum komið sem flestum þar inn en samt að vera með leynihóp, þangað inn hafa bara þeir einir aðgang sem eru meðlimir Gönguklúbbs Icelandair Group. Kannski ekki ástæða að allir yrðu mínir vinir og síðan inn í hópinn, við erum að skoða þessi mál í þaula. Látum ykkur vita niðurstöðuna hérna áður en við færum okkur alfarið yfir.

Það er kominn tillaga að þorragöngu þann 25. janúar klukkan 11.00 - við færum á Úlfarsfell eða Helgafell í Mosfellsbæ.

Það er stjórnarfundur á fimmtudaginn 16. janúar n.k og ef þið vilduð koma einhverjum tillögum inn,  getið sent mail til okkar stjórnarmanna sem eru :
Guðfinna Hafsteinsdóttir
Guðrún Birgisdóttir.
Jóhann Úlfarsson
Sveinbjörn V Egilsson
Oddný F Árnadóttir


Eins ef þið eruð komin á Facebook síðuna - komið endilega með tillögur gerum þá síðu svolítið lifandi með umræðum og tillögum. Síðan væri hægt að skipuleggja göngur með mjög stuttum fyrirvara. Við erum farinn að skoða Jónsmessugönguna 2014 þurfum að ákveða sem fyrst.

Gleðilegt ár allir félagar og vinir.
Hlökkum til samgöngu  á komandi ári.

Jóhann Úlfarsson