Monday, December 9, 2013

Jólaganga Gönguklúbbs Icelandair Group GÖIG - þann 12 des n.k kl 18.30






Jólaganga er á fimmtudag 12.des.  ætlar gönguklúbburinn að rölta hring um gamla bæinn í Hafnarfirði.  Mæting á bílastæði  fyrir framan Dominos Pizza   Fjarðargata 11,  þetta er hús við hliðina á FIRÐI,  verslunarmiðstöð  Hafnfirðinga.  Leiðsögumaður að þessu sinni er hún Sigríður Helgadóttir í þjónustuverinu.

Gangan hefst kl.18:30, síðan  endum við  á kaffihúsi í miðbænum í Hafnarfirði.

Fjölmennum og eigum yndislega göngu saman á aðventunni.

Monday, November 4, 2013

Aðalfundur Gönguklúbbs Icelandair GÖIG - fundargerð. Með birtingu hennar er hún samþykkt samkvæmt ákvörðun aðalfundar.

Aðalfundur haldinn þann 30. október 2013 klukkan 17.15 á aðalskrifstofu Icelandair Group að Nauthólsvegi 50, 101 Reykjavík.



1.    Fundur settur kl.18:20 í Sal Þjórsá

            Mættir voru 8 :  Jóhann,  Sveinbjörn,  Svana, Oddný, Sigríður, Guðfinna,  Ásgerður og Elín Steinþórs

 

2.    Fundarstjóri kosinn Jóhann Úlfarsson og ritari Sigríður S. Helgadóttir

 

3.    Lesin skýrsla stjórnar.  Það var ein mjög vel heppnuð stór ganga á Suðurlandinu,  Fellagöngur urðu 10 og í þær mættu 8-20 manns í hvert sinn,  Þorraganga og Desember rölt í bænum allt mjög vel heppnað. 

 

 

4.    Skýrsla gjaldkera fyirfarin,  Tekjurnar eru  árgjaldið sem er 1000,- á mann en 145 eru skráðir í gönguklúbbinn.  Stefnt er að því að eyða bara eins og aflað er og eiga smá sjóð til að grípa í þegar þarf og hefur þetta gengið vel upp þar sem FI hefur styrkt okkur rausnalega td í Jónsmessugöngunni. 

 

5.    Samþykkt var að hafa áfram óbreytt félagsgjöld

 

 

6.    Framtíðin:  Lagðar voru til lagabreytingar um að fjölga úr 3 í 5 stjórnarmeðlimi. 

 

 

                  Lög gönguklúbbs Icelandair Group   lagabreyting fyrir aðalfund þann 30 október  2013.

 

1.       Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group (GÖIG)  starfar undir merkjum Starfsmannafélags Icelandair group, eða STAFF. Er opin öllum starfsmönnum samstæðunar.

2.       Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja fimm  félagsmenn.  Þeir skipta  með sér verkum, forseti,féhirðir,skrásetjari og tveir meðstjórnendur.

3.       Félagsmenn greiða árgjald  sem ákveðið er á aðalfundi.

4.       Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn ,maka og vini.

5.       Aðalfund skal halda ár hvert en þó aldrei seinna en 31 okt. ár hvert.

6.       Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

 

Neðanmáls við lög.

Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

 

 

Lagabreytingin var borin upp og samþykkt samhljóða.   Ákveðið var að halda áfram þessum helstu göngum og hvetja meðlimi áfram til að stinga uppá dagsgöngum og bjóða með sér,  ef veðurspáin er góð endilega senda á hópinn. Innanbæjar eða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins yfir veturinn en hugsa lengra kannski á sumrin.   Facebook síðan sem átti að stofna er ekki gleymd og kemst hún vonandi í gagnið fljótlega

 

7.    Kosið var í nýja stjórn og eftirfarandi kosnir,  Jóhann Úlfarsson,  Sveinbjörn Egilsson,  Guðrún B.Birgisdóttir  og  Oddný Árnadóttir  öll hjá Icelandair og Guðfinna Hafsteinsdóttir Flugfélagi Íslands Samþykkt einróma.

 

8.    Fundargerð staðfest

 

9.    Fundi slitið kl. 18:00

 

 

Thursday, October 24, 2013

Aðalfundur 30.október klukkan 17.15 - fundarstaður Hvalfjörður - fundarherbergi 1 hæð á aðalskrifstofu Nauthólsveg 52 - Lagabreyting.


Lög gönguklúbbs Icelandair Group   lagabreyting fyrir aðalfund þann 30 október  2013.

 

1.       Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group (GÖIG)  starfar undir merkjum Starfsmannafélags Icelandair group, eða STAFF. Er opin öllum starfsmönnum samstæðunar.

2.       Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja fimm  félagsmenn.  Þeir skipta  með sér verkum.

3.       Félagsmenn greiða árgjald  sem ákveðið er á aðalfundi.

4.       Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn ,maka og vini.

5.       Aðalfund skal halda ár hvert en þó aldrei seinna en 31 okt. ár hvert.

6.       Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

 

Neðanmáls við lög.

Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

 

 

Núgildandi lög sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi.

 

 

1.       Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group starfar undir merkjum Starfsmannafélags Icelandair Group, eða STAFF. Er opin öllum starfsmönnum samstæðunar.

2.       Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara. Þeir skipta  með sér verkum.

3.       Fellur út.  4 verður 3 o.s.frv.

4.       Félagsmenn greiða árgjald  sem ákveðið er á aðalfundi.

5.       Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn ,maka og vini.

6.       Aðalfund skal halda ár hvert en þó aldrei seinna en 31 okt. ár hvert.

7.       Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

 

Neðanmáls við lög.

Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

 

 

Monday, October 21, 2013

Fellin heilla - Búrfell í Grímsnesi


 

Góðir garpar í upphafi göngu – Síðustu Fella göngu gönguársins.


 
 
Óvæntur atburður

VERÐLAUNA AFHENDING -- KÓNGUR FELLANNA frá ODR OG DROTTNINGIN frá Víta -GÖIG
 

 

 


Útsýnið var geggjað og berin líka

 


Við höfum sjaldan verið í öðru eins útsýni  -  VÁ
 


 

Við blessum þetta – ekki spurning.


Fararstjórinn sá um að við skráðum okkur öll.    Yes Yes Yees.




Kóngur og drottning Fellanna  -  Flottust


Glæsilegur hópur á toppnum á leið í vöffluboð  í tilefni síðustu dagsins


 
Þetta gæti ekki verið betra


 
Geggjað svona ætti þetta alltaf að vera

 

Svo sjáið þið það var þarna sem Örlygisstaðabardagi  átti sér stað.
 

 

Vöfflur – sögustund – sól – skógarrjóður og paradís - Hvað er hægt að biðja um betra
 
Fellin  heilla -   og þau  HEILLA



Þökkum kærlega fyrir okkur  - Með sultu og rjóma J

Gestur farastjóri ODR  og Svava Björk ritari GÖIG


 
 
 

Monday, September 30, 2013

Mynd segir meira en mörg orð - Búrfell 28.sept 2013.

Hér er mynd frá ferð helgarinar þegar farið var á Búrfell í Grímsnesi eins og fellið er oftast kallað. Þar uppi er vatn sem sagt er að sé veiði í og einnig nátengt Kerinu sem er þarna í Grímsnesinu. Eitthvað hefur verið minnst á Nykur í því sambandi.



Takk takk  Gestur og Svava Björk þið eruð yndislega dugleg. Framtaksemi er ykkur í blóð borin.

með kveðjum
Jóhann Úlfarsson
forseti GÖIG.

Thursday, September 19, 2013

Hittingur laugardaginn 28 september klukkan 10.00 - litlu Kaffistofunni á Sandskeiði.


Fellin heilla í september

 

Kæru göngufélagar nú er komið að næstu fellaferð

Búrfell í Grímsnesi varð fyrir valinu að þessu sinni.

 

Búrfell í Grímsnesi er forn gígur með vatni í sem myndast hefur við þeytigos.

Þjóðsögur herma að göng séu milli gígsins á Búrfellsfjalli og Kersins í Grímsnesi

 og þar þar búi Nykur, en það er grár hestur í sem hófarnir og eyrun snúa öfugt á.
 



Útsýnið af Búrfelli er frábært

Maður sameinar Þingvallavatn, Sogið, Ingólfsfjall, Hengilinn , Botnssúlur, Skjaldbreið,

Lyngdalsheiði, Laugavatn svo ekki sé minnst á Heklu, Tindfjöll, Þríhyrning og Eyjafjallajökul.

 

Það er ekki hægt að biðja um meira eftir:

Aðeins 430 m hækkun

Göngulengd um 7 km.

Göngutíma um 4. Klukkustundir  og eitthvað rúmlega með  smá kaffi stoppi

Það er því bara að leggja í hann, koma og vera með.

 

Sjá göngukort.


 

Við höfum  ákveðið að hafa hitting á litlu Kaffistofunni  Kl 10

Klukkan 10.10 höldum síðan  þar sem við hefjum gönguna.

Sem er við línuveginn skammt frá túnfæti Búrfellsbæjarinns.

                                                        

 
Sjáumst á laugardaginn  28.09 n.k. í litlu Kaffistofunni  kl. 10.00
 
Með göngukveðju
Gestur fararstjóri og Svava Björk ritari GÖIG
 
hér sjáið þið Nykur og lýsingu á honum.
 

 
 
 

Meðfylgjandi eru myndir frá fellagöngunni okkar frá því í ágúst

Meðalfell á menningarnótt laugardaginn 24.08

 

Það var fámennur en góður hópur sem skellti sér úr suddanum í Reykjavík

Í góða verðrið á Miðfell í Kjós – Sjón er sögu ríkari.



                             Svona tók fellið á móti okkur – Ekki til ský og engin úrkoma – Veðrið hvað.

Það skal tekið fram að þessi mynd er tekin úr bílnum á ferð.



                                                     Toppnum náð -  Tími til að næra sig.

 


                            Ekki hægt annað en að setjast niður og horfa á dýrðina – Þvílík sveit

 


Glæsilegt útsýni af ekki hærra felli – Maður vill helst ekki fara aftur niður.


Kærar þakkir fyrir okkur  Gestur farastjóri og Svava Björk ritari GÖIG og ljósmyndarinn

 
 
 

 


Monday, August 19, 2013

Fellin heilla í ágústmánuði


Fellin heilla í ágústmánuði

 

Menningarganga í tilefni dagsins, góð upphitun fyrir kvöldið.

Þetta skiptið höldum við á Meðalfell í Kjós,  laugardaginn 24.ágúst

 
Meðalfell í Kjós er aflangt frá norðvestri til suðausturs og skiptir Kjósinni í tvo dali.

Fellið er tæpir fimm km. að lengd og auðvelt uppgöngu

 

Sjón er söguríkari.


Hækkun á göngu er um 310 m

Vegalengd er um 8 km.  Reiknum með 3 – 4 tímum með nestisstoppi

Upphaf göngu er við bæinn Meðalfell

 

Sjá göngukort.

 



Við höfum  ákveðið að hafa hitting hjá Olís í Mosfellsbæ Kl. 10 

Klukkan 10.10 höldum síðan að bænum Meðalfelli þar sem við hefjum gönguna.

 



Með göngukveðju á menningardegi borgarinnar.

 

Gestur farastjóri og Svava Björk ritari GÖIG

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Tuesday, July 23, 2013

Fanntófell laugardaginn 20. júlí s.l


Fanntófell.

 

Við vorum sjö í sjöunda mánuði sem lögðum á Fanntófellið

 

Það var ekki búið að malbika fyrir okkur – þarna hafði hamfarahlaup farið yfir
Það var svo áð fyrir átökin

Upp var farið á jaxlinum  - Tvö skref upp og eitt niður


Síðan tók sæluvíman við


Og gleðin meðan við horfðum á þokuna æða yfir okkur
 

Þegar niður var komið hvarf þokan eins og hendi væri veifað
 
 
 
Farastjórinn okkar.
Gestur átt lítinn skrýtinn skugga, eftir að sól fór að skína á ný.

 
Þetta var frábær ganga í uppi á Kaldadal í þurru og í 14 stiga hita – Ekki slæmt það.

 
Allir í sjöunda himni.
Kveðja til göngufélaga  -  Gestur og Svava