Tuesday, June 25, 2013

Jónsmessuferð Gönguklúbbs Icelandair group var farinn helgina 21 - 23 júní 2013

Jónsmessuferð GÖIG

Myndir segja meira en mörg orð, upplifun af göngum eru oftast mjög sterkar og félagsskapurinn skapar stemminguna. Af öllum þessu upptöldu er óhætt að segja að þetta var æðisleg ferð, allt gekk eins og í sögu það meiddist enginn, allir komu þeir aftur, veðrið lék nokkarar tóntegundir en endaði með frábærum endi, maturinn frábær,  kvöldvakan var eitthvað sem maður man lengi lengi stemminginn var slík.   Hvað er hægt að fara fram á meira, ágætu GÖIG félagar og gestir þið voruð æðisleg, takk leiðsögumenn Gestur Kristjánsson sem á fáa sína líka og Einar Bárðarson hann kann að slá taktinn drengurinn sá.   IGS menn komu sáu og sigruðu í eldhúsinu þið eruð frábærir drengir slóuð í gegn.   Svo vil ég líka sem forseti þakka mínu stjórnarfólki Svövu Björk og Sveinbirni fyrir frábært starf og dugnað.
Stjórn  hlakkar  til næstu gönguferða á þessu eða næsta starfsári. Birti hér myndir sem nokkrir félagar og ég  tókum í ferðinni og ætla síðan að biðja  Sigga Anton voðalega vel að  birta meira á Work síðunni okkar.

 Þarna er hópurinn upp á 76 manns, fremst er karlpeningurinn og kvennþjóðin fyrir aftan í miklum meirihluta.
 Áslaug á Hverfisfljótsbrú ekki veit ég hvað hún er að reyna segja - hún segir okkur frá því næst.
 Brúinn yfir Hverfisfljót - þar bullaði fljótið  undir fótum okkar.
 Kominn á upphafsstað þarna skyldi  ferðin hefjast.
 Sigga Toll og Hildur mjög ánægðar - hlægjandi og brosandi alla ferðina, gaman að vera með slíku fólki á ferð.
 Halldóra forsetafrú,  Sveinbjörn féhirðir ásamt Sigrúnu spússu sinni  !
 Halarófan að liðast áfram upp eftir Hverfisfljóti !
 Sigga Brynjólfs og Guðrún Tómasar  heldur betur ánægðar með fólkið og veðrið !
 Hvar er mitt fólk gæti hún verið að segja þegar hún sneri sér við.
 Hverfisfljót var vatnsmikið núna, bullaði í hverjum fossi með krafti.
 Þessi kemur frá Iceland travel og á afa sem er mikill fjallageit og kenndi stúlkunni slíkt í frumbernsku og hefur hún  sko engu gleymt. Enda er hún barnabarn keppunar Guðmundur Kærnested skipherra úr þorskastríðunum.
 Þessar tvær voru fyrstar á toppinn á henni Hnútu- fjallinu sem við skruppum á. Sigga Brynjólfs og Halldóra Viðars
 Flottar konur á toppi Hnútu.
 Gulla í fjarsölu ásamt Farmallinum sínum eins og Hörður kallar sig sjálfur.
 Aldís og hún Hekla sem var starfsmaður okkar lengi hér í den
 Söludeildir á fyrstu hæðinni blandaðar saman á toppnum hvar annarsstaðar.
 Jæja þarna eru Helga, Anton og Sigga Helga.
 Sumir voru ánægðir þegar þeir sáu rútuna birtast.
 Gott að teygja og gera nokkrar jógaæfingar, þarna er Sigga og Gulla í fjarsölu , Hörður hjá Sundssambandinu og Halldóra Matískona.
 Gott að kæla lúna fætur í lokinn, þarna var áin tilbúin eins og pöntuð fyrir okkur ísköld og nærandi.
 Hörgsland á Síðu - húsin sem við gistum í.
 Þennan fjallgarð fór Oddný í hópadeild og Sveinbjörn hjá IG á  14 og 13  mínútum.
 Hópmynd það vantaði að vísu þarna einvherja sem nenntu ekki út úr rútunni, sleppum öllum nöfnum.

 Einar Bárðarson, Gestur Kristjánsson , Svava Björk, Sveinbjörn og ég forsetinn sjálfur.
 Þessi kunnu að skemmta sér og fengum við sem inni vorum ekki að heyra neitt, en sem betur fer komu þau inn að lokum og úr varð stemming með stóru S-i.
 Eftirrétturinn góði frá IGS - kokkunum , kvennfólkið sagði mmmmmmmmmmmmmm lengi !! Það þýðir að hann er rosalega góður.
Leyfum henni Áslaug í fjarsölunni að borða þennan yndislega eftirrétt sem IGS menn með Ægir í broddi fylkingar göldruðu fram í kvöldverði okkar að lokinni göngu.

Takk fyrir góðan og skemmtilegan félagsskap og það er yndislegt að vera hluti að þessum hópi sem þið eruð.

fh stjórnar GÖIG

Jóhann Úlfarsson