Thursday, November 25, 2010

Miðvikudagsgangan 24. nóvember

Við vorum átta sem mættum í  gönguna í gær. Göngustjórarnir Erna og Vilborg ákváðu að farið skyldi niður í bæ. Við gengum nýja Nauthólsveginn í áttina að Umferðamiðstöðinni inn á Sóleyjargötu og svo inn í tjarnargarðinn meðfram tjörninni/  Bjarkargötu og Tjarnargötu. Síðan gengum við fram hjá Ráðhúsinu en þar var greinilega eitthvað spennandi að gerast.  Menn og konur voru ekki alveg viss um hvort það var sjálfur borgarstjórinn eða þeir Spaugstofumenn sem þar voru í aðalhlutverkum. Svo héldum við áfram eftir Vonarstrætinu og fórum svo austur Laufásveg og aftur Nauthólsveginn til baka. Þetta var stórfín ganga í góðu veðri. Við vorum u.þ.b.  eina klukkustund í göngunni og vegalengdin rétt um 5 KM. 

Kveðja,

Sveinbjörn

Tuesday, November 23, 2010

Miðvikudagurinn 24.nóvember 2010 , klukkan 17.15

                                          Þarna eru Gulla, Erna Ingólfs og Oddný Árna á Vífillfellinu í haust.
Nú er komið að frábærri göngu á miðvikudegi, við erum ánægð yfir því hvað þessar göngur hafa farið vel á stað. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit og því skorum við á ykkur að koma og vera með, færð er alltaf afstætt hugtak klæðum og skóum okkur eftir veðrinu og færðinni.
Erna Ingólfsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir ætla að vera göngustjórar þennan miðvikudaginn og samanlögð reynsla þeirra í gönguferðum er ekki hægt að mæla.

Sjáumst hress og kát,
Jóhann Úlfarsson

Thursday, November 18, 2010

Miðvikudagsgangan, aðventan o.fl.


Við fórum 8 göngufélagar í gær, hálkan lék svolítið stórt hlutverk í göngunni. Farið var í kringum flugvöllinn en gengið var í gegnum báðar Skerjafjarðarbyggðirnar litla og stóra Skerjó og Gulla var með smáleiðsögn í  litla Skerjó, hún er alin upp stelpan í húsi þar sem heitir Garður. Þetta gekk fínt og gengnir voru 6.5 km og vorum við 1 klst 18 mín að því, allir komnir heim fyrir kl 19.00.
Komið hefur beiðni frá lögreglunni bæði fyrir hlaupa og eins við göngufólkið getum tekið það til okkar líka og hlýtur að umferðareglum og endurskinsmerkum eða merkingum á fatnaði. Læt ég fylgja slóð inn á frétta mbl.is um málið:  
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/17/logreglan_aminnir_hlaupara/

Við höfum fengið hann Hilmar Þ Björnsson arkitekt manninn hennar  Svanhildar Sigurðardóttir flugdeild, til að vera með leiðsögn í jólagöngu okkar sem verður farin 15 desember n.k klukkan 19.00 niður í miðbæ (staðsetning auglýst síðar). Hann Hilmar er arkitekt og mikill áhugamaður um byggð og hús, hann ætlar að gefa okkur aðeins innsýn inn í þann  heim, okkur hlakkar til gönguferðarinar og ætlum að fara á kaffihús á eftir og gæða okkur á súkklaði  o.fl.
og viljum við biðja ykkur að taka þetta kvöld frá í þessa frábæru ferð.

Tuesday, November 16, 2010

Miðvikudagurinn 17.nóvember n.k kl 17.15

Guðrún Birgisdóttir eða Gulla eins og flest þekkja hana  ætlar að stjórna þessari miðvikudagsgöngu og við erum á hennar gönguleið þennan miðvikudaginn. Ég hvet sem flesta að koma og við förum á stað klukkan 17.15 frá aðalskrifstofunni á Reykjavíkurflugvelli.
Það hefur verið góð mæting á þessar göngur enda mjög skemmtilegar. Þetta er frábær hópur sem hefur mætt og ég veit líka það eru fleiri góðir sem langar að vera með, drífið ykkur bara. Klæðum okkur eftir veðri, ég hvet þá sem eiga göngustafi að koma og prófa þá. Þarna er fólk sem hefur farið á göngustafanámskeið sem getur sýnt undirstöðuna.
Það var frekar fámennt á laugardaginn hópurinn sem fór á Úlfarsfellið, þetta fell er frábær byrjun ef maður vill prófa að fara á fjöll. Við eigum eftir að fara þangað aftur,  ekki verða fleiri fjallgöngur fyrir áramót. Framkvæmdaáætlun verður svo birt um mánaðmótinn og þá verður til gönguáætlun fyrir allt næsta ár,  vil ég hvetja fólk til að setja áætlaða göngudaga inn í sína dagbók og vera með.
Eins vil ég biðja fólk að taka frá 15.desember, til að ganga saman um miðbæinn og það verður  leiðsögn, við erum að finn þann aðila og getum ekki beint birt dagsetninguna staðfesta fyrr en samningar nást við þann aðila og verður það  auglýst upp þá.

með göngukveðjum,
Jóhann Úlfarsson

Wednesday, November 10, 2010

Hellisheiðagangan verður Úlfarsfellsganga, hittumst við Skógræktina.

Við munum breyta göngunni sem sett hefur verið á n.k laugardag 13 nóv, förum  á Úlfarsfell.   Allir mæta við skógræktarskúranna við Vesturlandsveginn klukkan 10. Lýsing að svæðinu er svona: Mikil skógrækt við rætur Úlfarsfellsins,  keyrt er út úr öðru hringtorgi frá Reykjavík að telja strax til hægri.( alltaf selt jólatré þarna í gengum tíðina)
Hvet ég sem flesta að vera með og vera klæddir eftir veðrinu og hafa eitthvað til að hressa sál og líkama með heitu og/eða sætu. Munið húfurnar og vettlinganna líka.
Smáinnskot:
Það voru 15 hressir Gönguklúbbsmeðlimir sem gengu frá aðalskrifstofunni klukkan 17.15, Sigríður Helgadóttir í fjarsölunni stýrði göngunni og farið var inn í Kópavoginn og tekin krókur þar, síðan var gengið inn í  Fossvoginn stefnan tekin um síðir á Perluna og síðan yfir Öskjuhlíðina og niður að aðalskrifstofunni. Þessi ferð tók 1.klst 13 mín og gengin var 7.2 km. Glæsilegt Sigga og takk fyrir mig.
Við óskum eftir göngustjóra eða stjórum fyrir næsta miðvikudag, þetta er allt að festast í sessi og hressleikinn í hópnum alltaf að verða meiri og meiri.
kv / Gönguhrólfurinn.

Monday, November 8, 2010

Miðvikudagurinn 10 nóvember. kl 17.15

Góðir gönguklúbbsmeðlimir nú n.k miðvikudag ætlar Sigga og Gulla í fjarsölunni að leiða okkur í göngunni. Hvað þær ætla að bjóða upp á verður að koma í ljós. Það er spenningurinn við að ganga og eins líka hverjir mæta.  Spurninginn er  ætlar þú að vera hluti af hópnum á miðvikudögum, það er ekkert veður það vont að ekki sé hægt að ganga munið það. Gönguhópurinn er aldrei sterkari en það sem félagarnir leggja til, þessi sterki andi sem myndaðist á stofnfundinn verður að halda, gerum sterkan klúbb sterki með því að mæta.

með gönguklúbbs kveðjum,
Jóhann Úlfarsson

Thursday, November 4, 2010

Flott miðvikudagsganga.

Sveinbjörn Egilsson valdi leiðina sem var farinn, við gengum upp í Menntaskólan við Hamrahlíð og Listabrautina og síðan stökkinn inn að Réttarholtsvegi og niður í Fossvogsdalinn til baka, það var gullfallegt veður fyrsti snjórinn ný fallin og birtan var æðisleg og nánast logn hitastigið rétt um 0 stig.
Þetta voru 8.2 km og göngutíminn var um 1.30 klst sem var hrein snilld , veðrið var svo flott að við hreinlega gleymdum okkur.
Búið er að útnefna göngustjóra miðvikudagsins næsta, það eru  Sigríður Helgadóttir og Guðrún Birgisdóttir úr fjarsöludeildinni, hlakka til þess.

kveðja
Jóhann Úlfars

Tuesday, November 2, 2010

Miðvikudagurinn 3. nóvember klukkan 17.15

Langaði að minna á miðvikudagsgönguna , 3 nóvember  klukkan 17 . 15 frá aðalskrifstofu. Ef fólki finnst að við eigum að seinka  um 15 mín til að ná hingað niður eftir er það ekkert mál, látið í ykkur heyra.
 Kíkið endilega hingað  inn reglulega og við munum á einhverjum tímapunkti þegar framkvæmdaáætlun er kominn út skipta alfarið yfir í að birta hér tilkynningar.
Venjið ykkur á að kíkja reglulega inn og takið þátt í að gera þessa síðu skemmtilega og lifandi, það geta allir skrifað eða bloggað látið Signý ritara vera tengilið.

gönguklúbbskveðjur
Jóhann Úlfarsson