Thursday, November 18, 2010
Miðvikudagsgangan, aðventan o.fl.
Við fórum 8 göngufélagar í gær, hálkan lék svolítið stórt hlutverk í göngunni. Farið var í kringum flugvöllinn en gengið var í gegnum báðar Skerjafjarðarbyggðirnar litla og stóra Skerjó og Gulla var með smáleiðsögn í litla Skerjó, hún er alin upp stelpan í húsi þar sem heitir Garður. Þetta gekk fínt og gengnir voru 6.5 km og vorum við 1 klst 18 mín að því, allir komnir heim fyrir kl 19.00.
Komið hefur beiðni frá lögreglunni bæði fyrir hlaupa og eins við göngufólkið getum tekið það til okkar líka og hlýtur að umferðareglum og endurskinsmerkum eða merkingum á fatnaði. Læt ég fylgja slóð inn á frétta mbl.is um málið:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/17/logreglan_aminnir_hlaupara/
Við höfum fengið hann Hilmar Þ Björnsson arkitekt manninn hennar Svanhildar Sigurðardóttir flugdeild, til að vera með leiðsögn í jólagöngu okkar sem verður farin 15 desember n.k klukkan 19.00 niður í miðbæ (staðsetning auglýst síðar). Hann Hilmar er arkitekt og mikill áhugamaður um byggð og hús, hann ætlar að gefa okkur aðeins innsýn inn í þann heim, okkur hlakkar til gönguferðarinar og ætlum að fara á kaffihús á eftir og gæða okkur á súkklaði o.fl.
og viljum við biðja ykkur að taka þetta kvöld frá í þessa frábæru ferð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment