Tuesday, November 16, 2010

Miðvikudagurinn 17.nóvember n.k kl 17.15

Guðrún Birgisdóttir eða Gulla eins og flest þekkja hana  ætlar að stjórna þessari miðvikudagsgöngu og við erum á hennar gönguleið þennan miðvikudaginn. Ég hvet sem flesta að koma og við förum á stað klukkan 17.15 frá aðalskrifstofunni á Reykjavíkurflugvelli.
Það hefur verið góð mæting á þessar göngur enda mjög skemmtilegar. Þetta er frábær hópur sem hefur mætt og ég veit líka það eru fleiri góðir sem langar að vera með, drífið ykkur bara. Klæðum okkur eftir veðri, ég hvet þá sem eiga göngustafi að koma og prófa þá. Þarna er fólk sem hefur farið á göngustafanámskeið sem getur sýnt undirstöðuna.
Það var frekar fámennt á laugardaginn hópurinn sem fór á Úlfarsfellið, þetta fell er frábær byrjun ef maður vill prófa að fara á fjöll. Við eigum eftir að fara þangað aftur,  ekki verða fleiri fjallgöngur fyrir áramót. Framkvæmdaáætlun verður svo birt um mánaðmótinn og þá verður til gönguáætlun fyrir allt næsta ár,  vil ég hvetja fólk til að setja áætlaða göngudaga inn í sína dagbók og vera með.
Eins vil ég biðja fólk að taka frá 15.desember, til að ganga saman um miðbæinn og það verður  leiðsögn, við erum að finn þann aðila og getum ekki beint birt dagsetninguna staðfesta fyrr en samningar nást við þann aðila og verður það  auglýst upp þá.

með göngukveðjum,
Jóhann Úlfarsson

1 comment:

  1. http://wikiloc.com/wikiloc/home.do skemmtilegur linkur fyrir gönguglatt fólk
    Bestu kveðjur
    sissa

    ReplyDelete