Tuesday, November 13, 2012

Fundargerð aðalfundar sem var haldinn 31.okt.sl.



Aðalfundur var haldinn 31.október 2012 klukkan 17.00 að Nauthólsvegi 50, 101 Reykjavík, Aðalskrifstofu Icelandair group í fundarherberginu Vogur á fyrstu hæðinni.


1.     Fundurinn var löglega boðaður með rúmlega viku fyrirvara og var settur kl.17:10.  Mættir voru 8 manns,  Jóhann Úlfarsson var kjörinn fundarstjóri, fundarritari var kjörin Sigríður Helgadóttir,fjarsölu.
2.     Jóhann las fundargerð síðasta aðalfundar, samþykkt samhljóða.
3.     Jóhann las skýrslu stjórnar.  Félagar í klúbbnum eru 123 núna og mikið gengið á árinu í styttri ferðum en ferðin austur að Klaustri tókst líka einstaklega vel og mikil ánægja með hana.
4.     Gjaldkeri Sveinbjörn Egilsson gerði grein fyrir stöðu klúbbsins,  einu tekjurnar eru árgjöldin sem er 1000,- kr á mann þannig að inneignin í vor voru sem svaraði 2ja ára greiðslur.   Ferðin austur kostaði megnið af því en við erum ennþá í plús svo við erum í góðum málum. Félagsgjöld næsta starfsárs haldast óbreytt 1000.-
5.     Tillaga var lögð fram og samþykkt um lagabreytingar.  Nú verða aðeins 3 í stjórn og einn til vara.  2.grein mun hljóma sem hér segir;   Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn.  Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara.  Þeir skipta með sér verkum, forseti, skrásetjari og féhirðir.
6.     Stjórnin gaf kost á sér áfram og var endurkjörin,  Jóhann Úlfarsson, Sveinbjörn V. Egilsson og Svava Björk Benediktsdóttir.  Varamaður er Richard Hansen.
7.     Önnur mál voru reifuð svo sem tillaga um að opna Facebook síðu til að sem flestir félagar geti fylgst með,  það mun líka auðvelda innsetningu ljósmynda.  Ákveðið var að skoða það.   Einnig var fjallað um gönguferðir framundan og skorað á meðlimi að hafa samband og láta vita um sniðugar ferðir í sínu hverfi eða nágrenni.  Endilega ef vel horfir um veður að senda inn hugmyndir að laugardagsgöngu t.d á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni.  Það verða ekki miðvikudagsgöngur í vetur en stefnt er að jólagöngu í desember og  jónsmessuferð í vor og auðvitað styttri göngum um helgar.
8.     Fundi slitið kl. 18:00

Fundarritari Sigríður S Helgadóttir.


Hörkulið á ferð í Getrauna-göngunni s.l laugardag

Fréttaritara hefur borist ein mynd af göngunni og honum finnst gaman að fá myndir til að birta á síðunni. Þetta er hörkulið sem þarna er á myndinni,
frá hægri , Svava Björk, Svanhildur,Gestur fararstjóri ,  Rebekka,  og Richard og síðan tók myndina hann Hilmar hennar Svanhildar. Þetta fólk eru naglar ? Síðan má ekki gleyma,  þau standa við einn prestinn sem stígurinn  heitir eftir Prestastígur hefur ekkert með kirkjunarmenn að gera ?


Sendið okkur endilega myndir ef þið eruð að gera eitthvað í göngum til að sýna félögum okkar hvað þetta getur verið skemmtilegt að ferðast fótgangandi.
Takk fyrir Svava Björk og Gestur fyrir þetta frábæra framlag og ég veit að þið eigið meira ?

kv / forseti GÖIG.

Friday, November 9, 2012

Skýringar á vísbendingum - muna 10.30 laugardag á N1 Hafnarfirði

Ágætu göngufélagar í GÖGI

Margir hafa verið að velta fyrir sér og forvitnast við mig hvaða skýringar væru á bak við hverja vísbendingu í leiknum okkar.
Þær eru svona:

1.Vísbending
Myndin er tekin á Prestastígnum, dósin er sett til að sjá hve landið hefur látið á sjá í gegnum árin, enda fjölfarin þjóðleið.    Þarna komu mörg góð svör, bæði nokkrar góðar þjóðleiðir nefndar og Vífilsfell enda dósin komin úr herbúðum Vífilfells .


2.Vísbending
Myndin er tekin á leið heim frá Seattle til Kef. og því ekkert að gera með leiðina sem við ætlum Þó Icelandair fljúgi þar yfir á  leið sinni til og frá Evrópu.
Nú komu ótrúlega mörg góð svör bæði rétt og röng en frábær. Ljóst var að sumir rýndu vel í landslagið og spáðu í Heklu og Hengilsvæðið.  En þarna sjáum við St. Helenu.
Starfstéttin vaðist fyrir sumum en það komu margar góðar hugmyndir eins og síldarmenn og Síldarmannagata,  meðan aðrir áttuðu sig á að þarna var verið að vísa í prestastéttina.

3.Vísbending
Þessi mynd er tekin á Preststígnum, en hér var verið að vísa til vegpresta eins og skilti voru kölluð fyrst eftir að þau tóku við af vörðum.
Enn fengum við frábær svör  bæði með gamlar þjóðleiðir bæði á Hellisheiði og suður með sjó.
Ásamt fleiri stéttum,  stéttir eins og póstmenn,  verðir og steinsmiðir,  það var úr nógu að taka.


4.Vísbending sem fór ekki í loftið
Þessi mynd er líka tekin á Prestastígnum, ef hún hefði farið í loftið þá hefði verið betri lýsing af leiðinni
En þar sem GÖGI félagar eru svo frábærir í að þekkja landið sitt og að taka þátt,  þá var ákveðið að stytta leikinn.

Við hjónin þökkum ykkur kærlega fyrir frábæra þáttöku og forseta vorum (Jóa) fyrir aðstoðina.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á laugardaginn.

Passið bara að klæða ykkur vel, spáin segir bjart og kalt, sem er frábært á þessum stað og þessum tíma.

Höldum í fótspor farastjórans  -  Með kærri kveðju   Svava Björk ritari (skrásetjari ) GÖIG

Thursday, November 8, 2012

Laugardagsgangan 10 nóv. 2012 -næsti laugardagur.



Kæru gönguklúbbsfélaga,  þá er niðurstaðan fengin frá nokkrum göngufélögum í þessum leik okkar og var frábært að taka þátt i þessu með ykkur.


Niðurstaðan: leiðin heitir Prestastígur sem liggur milli Hafnar og Grindavíkur. Þeir sem unnu fá svo verðlaunin afhent í göngunni.

Við ætlum  að hittast við N1 bensínstöðina í Lækjargötu í Hafnarfirði. Þar geta menn sameinast í bíla.  Við ætlum að leggja af  stað frá Hafnarfirði kl.10.30 stundvíslega því við eigum þá eftir að keyra til Grindavíkur þar hefst svo gangan kl. 11 
Farið verður frá golfvellinum í Grindavík, ef einhverjir vilja mæta þangað.

Þetta er létt gönguleið lítil hækkun eða ca. 50m. við göngum í rúman klukkutíma að Eldvörpum ægifögrum,  þar tökum við okkur kaffi-pásu og  fer þá  fram verðlaunaafhengingin margumtalaða.
Við  göngum svo aftur  til baka sömuleið.  Það má því reikna með að gangan taki okkur ca. 3 klukkustundir.


Hlökkum til að sjá sem flesta – Hressa og káta.  Fyrir hönd stjórnar Svava Björk og Gestur farastjóri


Hér er Gestur prestur – Hann ætlar að taka að sér farastjórnina – myndin er tekin á Prestastígnum árið 2011



Tuesday, November 6, 2012

Þá er komið að þriðju vísbendingu – og enn eru stig í pottinum

Þessi myndlega varða verður á leið okkar á laugardaginn,
það má segja að hún sé forveri stéttarinnar sem ber sama nafn og leiðin
sem við ætlum að fara.

Koma svo  ???  Hvað heitir leiðin.




Fyrir hönd stjórnar:  Svava Björk og Gestur farastjóri

Þá er komið að annari vísbendingu og enn er spurt um leið.

Við erum hér á leiðinni  -  Það er heil starfstétt sem heitir sama nafni og leiðin sem við förum á laugardaginn.

Hvað heitir leiðin ??  Við fengum góðar undirtektir við fyrstu vísbendingu en haldið endilega áfram, það verður ekkert gefið upp strax.




Fyrir hönd stjórnar:  Svava Björk og Gestur farastjóri

Monday, November 5, 2012

Ágætu klúbbfélagar nú er komið að fyrstu gönguferð á nýju starfsári

Fyrsta gangan hefst eins og í fyrra með nokkrum vísbendingum
hér kemur sú fyrsta.

Á hvað leið er þessi Coke Cola dós, en við komum til með að fara þessa leið
næsta laugardag.

Sendið okkur endilega svör, all sem ykkur dettur í hug.
það verða vegleg verlaun í boði.


Fyrir hönd stjórnar:  Svava Björk og Gestur farastjóri