Tuesday, November 13, 2012

Fundargerð aðalfundar sem var haldinn 31.okt.sl.



Aðalfundur var haldinn 31.október 2012 klukkan 17.00 að Nauthólsvegi 50, 101 Reykjavík, Aðalskrifstofu Icelandair group í fundarherberginu Vogur á fyrstu hæðinni.


1.     Fundurinn var löglega boðaður með rúmlega viku fyrirvara og var settur kl.17:10.  Mættir voru 8 manns,  Jóhann Úlfarsson var kjörinn fundarstjóri, fundarritari var kjörin Sigríður Helgadóttir,fjarsölu.
2.     Jóhann las fundargerð síðasta aðalfundar, samþykkt samhljóða.
3.     Jóhann las skýrslu stjórnar.  Félagar í klúbbnum eru 123 núna og mikið gengið á árinu í styttri ferðum en ferðin austur að Klaustri tókst líka einstaklega vel og mikil ánægja með hana.
4.     Gjaldkeri Sveinbjörn Egilsson gerði grein fyrir stöðu klúbbsins,  einu tekjurnar eru árgjöldin sem er 1000,- kr á mann þannig að inneignin í vor voru sem svaraði 2ja ára greiðslur.   Ferðin austur kostaði megnið af því en við erum ennþá í plús svo við erum í góðum málum. Félagsgjöld næsta starfsárs haldast óbreytt 1000.-
5.     Tillaga var lögð fram og samþykkt um lagabreytingar.  Nú verða aðeins 3 í stjórn og einn til vara.  2.grein mun hljóma sem hér segir;   Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn.  Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara.  Þeir skipta með sér verkum, forseti, skrásetjari og féhirðir.
6.     Stjórnin gaf kost á sér áfram og var endurkjörin,  Jóhann Úlfarsson, Sveinbjörn V. Egilsson og Svava Björk Benediktsdóttir.  Varamaður er Richard Hansen.
7.     Önnur mál voru reifuð svo sem tillaga um að opna Facebook síðu til að sem flestir félagar geti fylgst með,  það mun líka auðvelda innsetningu ljósmynda.  Ákveðið var að skoða það.   Einnig var fjallað um gönguferðir framundan og skorað á meðlimi að hafa samband og láta vita um sniðugar ferðir í sínu hverfi eða nágrenni.  Endilega ef vel horfir um veður að senda inn hugmyndir að laugardagsgöngu t.d á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni.  Það verða ekki miðvikudagsgöngur í vetur en stefnt er að jólagöngu í desember og  jónsmessuferð í vor og auðvitað styttri göngum um helgar.
8.     Fundi slitið kl. 18:00

Fundarritari Sigríður S Helgadóttir.


No comments:

Post a Comment