Tuesday, April 26, 2011

Búið að skipuleggja 30 apríl n.k

Komiði sæl öll.

Hún Signý Einarsdóttir ritari klúbbsins tók að þér að vera göngustjóri fyrir næstu göngu, Hún hefur ákveðið það verði  fjallið Þorbjörn við Grindavík, hún er gjörkunnug þessu svæði bjó þarna einu sinni. Signý vill að við mætum á N1 bensínstöðina við Reykjanesbraut,hún er hér,

 Allir verða mættir klukkan 10.00, safnast saman í bíla og skundað verður í átt að Grindavík. Þeir sem aka fá sanngjarnt verð fyrir skutlið. Þeir sem ætla að fara af Suðurnesjum geta hittst við Þorbjörn, Grindavíkurmegin eins Signý orðaði það og farið verður þarna í kring og síðan aftur að bílunum. Áætlaður göngutími er svona 2-3 klst.
Hérna er kort af Þorbirni og nágreni.


Fyrir þá sem vilja koma sér sjálfir á staðin, geta hringt í Signý göngustjóra hún hefur gsm 894 0383. Veðurspáin er bara góð fyrir laugardaginn þá er bara muna að klæða sig eftir veðri og hafa eitthvað góðgæti með sér heit á brúsa og / eða súkkulaði í vasa.
Okkur hlakkar til þess að hitta ykkur, fjölmennum núna og reimum á okkur gönguskóna og göngum á stað saman.
Sjáumst hress.
Stjórnin.