Thursday, January 31, 2013

Þorragangan verður á laugardaginn 2.febrúar 2013 kl 13.15

Förum frá Skyggnisbraut - skoðið póstinn sem ég sendi ykkur. Það er eitthvað að hérna inni á blogginu !!

kv Jóhann

Monday, January 21, 2013

Ganga gekk fínt á laugardaginn - veður hvað !!

Gangan á laugardaginn gekk vel það mættu 20 manns ,  veður var bara fínt aðeins vindur að sögn. Hér átti vera mynd með hún verður birt síðar vegna tæknilegra örðuleika.

Munið Þorragönguna svo 2 febrúar - þar verður hákall o.fl með í för. Látum vita síðar hvert verður haldið.

jóhann.

Wednesday, January 16, 2013

Mosfell á laugardaginn 19. janúar með Svövu og Gesti.

Við hjónin ætlum að skella okkur  á Mosfell í Mosfellssveit laugardaginn 19. janúar. n.k
Þetta er þægileg ganga á auðgengið fell í  nágrenni  höfuðborgarinnrar mælist 285m hátt.
Allir velkomnir að slást í för með okkur.
 Við leggjum í hann frá  Mosfellskirkju  kl.10.30 og reiknum með að gangan með nestistíma  taki ca. 2 klukkutíma.
                                                               Svava og Gestur á Nesjavöllum hér um árið.


Vonandi sjáum við sem flesta
Með göngukveðju  Gestur og Svava

Friday, January 11, 2013

Þorraganga heldur velli

Hæ allir og gleðilegt ár,

Við erum að undirbúa árlega Þorragöngu 2013 eins og í fyrra,   hún verður haldinn  laugardaginn 2 febrúar klukkan 13.00 - Við erum ekki alveg búin að ákveða hvar en Úlfarsfellið er alltaf hentugt. Við munum hafa í farteski okkar hákall að minnsta kosti og brennivínstár.

Takið daginn frá GÖIG félagar, auglýsum síðar nákvæmari staðsetningu á göngunni.

kv
forsetinn.