Tuesday, February 26, 2013

Regndropaher á Geitafelli

Það var enginn regndropaher sem lagði á Geitafellið á laugardaginn

Það var þessi hressi hópur sem lagði í hann frá Litlu kaffistofunni að Litla Sandfelli
þar sem gangan á Geitafell hófst. Veðrið lék við hópinn,  þurrt og smá sólarglenna í upphafi ferðar.

  Þess má get að Lára frá Vita var eini GÖIG félaginn  sem hafði áður farið á Geitafell.






Sjáumst hress á næsta felli  -  Gestur fararstjóri







Wednesday, February 20, 2013

Gönguferð á laugardaginn 23.febrúar mæting 10.15 við litlu kaffistofuna

 Svava leiðsögumaður í göngunni á laugardaginn, á ekki almennilega mynda af betri helming hennar honum Gest.
Hópur sem tók þátt í göngu um strandlengjuna hjá Straumsvík í mars 2012, skyldu margir mæta sem þarna eru.

Fell í nágrenni Reykjavíkur svo að mörgu er að taka ágætu GÖIG félagar.

·         Mosfell
·         Úlfarsfell
·         Geitafell
·         Kvíindisfell
·         Skálafell SH.
·         Húsfell
·         Helgafell í Hf.
·         Grímannsfell
·         Vífilsfell
·         Helgafell í Ms.
·         Sandfell
·         Búrfell í Þs.
·         Búrfell í Hf.
·         Lambafell
·         Reykjafell
·         Stóra Kóngsfell
·         Kistufell
·         Oddafell
·         Þorbjarnarfell
·         Ármannsfell
·         Fanntófell
·         Þverfell
·         Hvalfell
·         Meðalfell
·         Vörðufell
Keilufell 22, 111 Reykjavík.



Við komum ekki til með að fylgja þessari röð, hvert skal haldi í næstu ferð.  Við komum til með að velja það eftir árstíðum og verðurhorfum í hvert skipið  -  Fylgist því vel með  -  Fellakveðja.

Fellin heilla

Ágæti gönguklúbbsfélagi og aðrir göngufélagar nú eru það fellin sem heilla.  Við höfum því tekið saman lista yfir þau fell sem eru í nágrenni Reykjavíkur.  Þessi listi er örugglega ekki tæmandi og eru því allar ábendingar vel þegnar.    
Nú stefnum við ótrauð á þessi fell á árinu og hvetjum ykkur að koma með og safna fellum.  Gaman væri að sjá í lokin hver fer með vinninginn.  Þið bara skráið það hjá ykkur á hvaða fell þið fóruð með okkur og svo skoðum við þetta allt í lokin, spennandi það.

Við stefnum á næsta fell, laugardaginn 23. febrúar.  -  Fyrir valinu varð Geitafell.
Geitafell er vestan við Þrengslaveginn og því stutt að fara.  Það er ekki algeng gönguleið  en gangan er auðveld og síðan er flott útsýni í boði þegar á toppinn er komið.
Geitafell er 509m.  hátt en hækkunin hjá okkur er ekki nema 300m. eftir að við höfum rölt yfir hraunið í átt að fellinu.  Við reiknum  með að þetta taki okkur um 3,5 klst.  og það er líka gert ráð fyrir  kaffipásu.
Hittingur verður við Litlu Kaffistofuna kl. 10:15.  Þar geta þeir sem vilja sameinast í bíla og svo höldum við öll saman þangað sem við byrjum gönguna.  Það þarf því enginn að vera hræddur um að rata ekki.

Með göngukveðju
Fyrir hönd stjórnar  Svava ritari og Gestur farastjóri


PS.
Fyrir þá áhugasömu og vonandi forvitnu þá látum við listann yfir fellin fylgja hér með.
Þið getið þá prentað hann út og merkt við ykkar fell og skilað svo til okkar í lokin. Þegar búið er að fara á öll fellin.
Þess má geta að við erum nú þegar búin að fara á Mosfell og Úlfarsfell.  Þau sem þangað fóru geta stax byrjað að merkja við hjá sér. J

Varðandi verðurspá og vangaveltur
Þá er okkar markmið að mæta alltaf á þann stað sem er gefin upp sem hittingur, hvernig sem viðrar.  Þar er svo ákveðið hvort við fylgjum plani A eða breytum yfir í plan B.  Við fylgjum skynseminni og höfum gaman af þessu.  Því er full ástæða að mæta – drífa sig. -  ekki missa af góðri göngu í góðra vina hópi. J J