Thursday, September 29, 2011

Hér er aðalfundargerðin og ný lög fyrir GÖIG sem samþykkt voru á aðalfundinum.


1. Fundur var settur í Cockpit salnum á 3ju hæð Aðalskrifstofu kl.17:40. Mættir voru Jóhann Úlfarsson, Richard Hansen, Sveinbjörn V. Egilsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Sigríður S. Helgadóttir
2. Jóhann Úlfarsson var kosinn fundarstjóri og Sigríður Helgadóttir ritari fundarins.
3. Skýrsla stjórnar var lesin af fundarstjóra og farið yfir árið sem gengið hefur vel og samkvæmt áætlun með miðvikudagsgöngum , innanbæjargöngum og fjallgöngum. Ýmist boðaðar með stuttum eða löngum fyrirvara.
Bloggsíðan er mikið lesin og góður kostur fyrir þá sem vilja fylgjast með. Mæting í göngurnar eru allavega, allt frá 1 uppí 20+
4. Skýrsla gjaldkera var lesin af Sveinbirni og hún er einföld, árgjaldið fyrir síðasta árs er til, engu verið eytt.
5. Félagsgjöldin voru samþykkt óbreytt, 1000,- kr á mann fyrir árið
6. Lög félagsins voru endurskoðuð og einfölduð, samþykkt samhljóða. Aðalbreytingin er að fækkað var í stjórn enda þótti erfitt að ná svo mörgum saman á fund.
7. Nú eru 3 í stjórn og 1 til vara. Þau voru kosin sem aðalmenn, Jóhann Úlfarsson, Sveinbjöfn V. Egilsson, Svava Benediktsdóttir og Richard Hansen til vara.
8. Framtíðin er bara björt og stefnt á að halda áfram á sömu braut. Ganga áfram á miðvikudögum, líka út frá öðrum vinnustöðum grúbbunnar, útí útverfum, Reykjanes og jafnvel lengri göngu næsta sumar og voru Sveinstindar nefndir í því sambandi
9. Allar hugmyndir eru vel þegnar í gönguklúbbinn og þeir sem vilja skipuleggja göngu í hverfi eða héraði þar sem fólk þekkir til endilega láti heyra í sér.
10. Fundi slitið kl.18:30
 
LÖG FÉLAGSINS: Samþykkt 27.sept.2011
1. Klúbburinn heitir Gönguklúbbur Icelandair Group starfar undir merkjum Sarfsmannafélags Icelandair group eða STAFF. Er opinn öllum starfsmönnum samstæðunnar.
2. Aðalfundur kýs stjórn til eins árs í senn. Í stjórn sitja þrír félagsmenn og einn til vara. Þeir skipta með sér verkum.
3. Félagsmenn greiða árgjald sem ákveðið er á aðalfundi
4. Klúbburinn stendur fyrir gönguferðum fyrir félagsmenn, maka og vini.
5. Aðalfund skal halda árlega,  aldrei seinna en 31.okt.
6. Lög félagsins skulu vera staðfest á aðalfundum.

Neðanmáls við lög.
Allir þeir sem ganga á vegum Gönguklúbbs Icelandair group ganga á eigin ábyrgð,í öllum viðburðum og göngum sem klúbburinn kann að boða til nú eða í framtíðinni.

með kveðjum
ný kjörin stjórn.

Wednesday, September 14, 2011

Boðun aðalfundur GÖIG núna í september.

Stjórn boðar til aðalfundar hjá Gönguklúbbi Icelandair group, fundurinn  verður haldin þriðjudaginn 27 september 2011 klukkan 17.30 á  aðalskrifstofu félagsins að Nauthólsvegi 52 við Reykjavíkurflugvöll. Á dagskrá er venjuleg aðalfundarstörf, t.d skýrsla stjórnar, skýrsla gjaldkera, kosning til stjórnar.
Fyrir liggur tillaga til breytingar á lögum er varðar kosningar í stjórn.
Hún hljóðar svo að í stjórn skuli kjósa 3 manna stjórn og einn til vara.


fh stjórnar,
Jóhann Úlfarsson formaður

ps það eru spennandi tímar framundan margar góðar hugmyndir hafa komið fram og við erum alltaf tilbúin að hlusta á fleiri nýjar, ef einhverjir vilja bjóða sig fram til einhverskonar starfa fyrir klúbbinn er það opið á fundinum.   Það þarf alltaf gott fólk til að taka að sér meira en stjórnarsetu, heldur líka verkefnastjórnun og m.m.fl.
fh okkar í stjórn
Jóhann Úlfarsson