Wednesday, December 22, 2010

Jólakveðjur

Við í stjórn Gönguklúbbs viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsælts komandi árs og þökkum móttökurnar og þáttökuna á fyrstu mánuðum klúbbsins okkar.
  Við munum skipuleggja nokkrar göngur á nýju gönguári, bæði verður farið á fjöll og eins verður gengið á láglendi. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp t.d gönguhelgi í samvinnu  við hlaupaklúbbinn í Þórsmörk í byrjun júní, og svo er það ákveðið að ganga með Golden Wings 13 ágúst n.k um Kerlingafjöll. Hvet ég alla til að fara inn á slóð þeirra á facebook og skoða hún úr: http://www.facebook.com/pages/Golden-Wings-Gongum-til-gods/132416306799204?ref=ts
   Miðvikudagsgöngurnar verða með öðru sniði þeir sem mæta ákveða sjálfir hvert skal haldið hverju sinni. Eins langar okkur að hvetja fólk til að nota sér það að senda til annarra gönguklúbbsmeðlima í Lotus Notes hvatningju að koma með sér undir kjörorðinu " Ertu til á fjall" en það er gert svona #Gönguklúbbur Icelandair group.
Gangi ykkur allt í haginn og njótið samverunar við ykkar fólk um hátíðarnar.

Jólakveðjur
f.h stjórnar
Jóhann Úlfarsson

Thursday, December 16, 2010

Jólagangan gekk frábærlega !!!

Það er óhætt að segja það að jólaganga GÖIG hafi gengið frábærlega vel, mæting með besta móti  26. manns. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fór á kostum, sagði okkur sögur úr holtinu,goðagötum,listigörðum, gólfum á líkhúsum og læknaaðgerðum og krufningum já og Þórsgötunni þar sem hann er alin upp og millinafnið hjá honum er í höfðuð á götunni. Sagði okkur að ekki væri gott að grafa holur við hliðna á húsinu sínu þegar maður væri bara 6 ára og einhver fullorðin sem ætti leið framhjá segði manni að húsið gæti dottið ofan í holuna. 
Veðrið var kalt en skaðaði engan og maður gleymdi sér alveg við sögurnar hans Hilmars.
Það er von mín og trú að þessi ganga verði endurtekin að ári, jú við enduðum svo á glæsilegum veitingarstað sem heitir Uppsalir og þar fengu menn sér súkkulaði með rjóma, kaffi, jólabjór, venjulegan bjór og hnallþórur á öllum stærðum og gerðum.
Mig langar að þakka ykkur sem komuð, Hilmari og Svönu fyrir frábært kvöld. Að lokum langar mig að óska ykkur öllum gönguklúbbsfélagar gleðilegra jóla og góðar óskir með nýtt gönguár. Kúbburinn fer vel af stað og það von mín og vissa að hann á eftir að dafna vel á komandi ári og árum.

fh. stjórnar
Jóhann Úlfarsson formaður

Monday, December 13, 2010

Jólagangan miðvikudaginn 15.desember n.k kl 19.00.

Jólagangan verður 15.desember. Við hittumst klukkan 19.00 á horni Vesturgötu og Aðalstrætis, framan við Kaffi Reykjavík og göngum um miðbæinn undir leiðsögn Hilmars Þ Björnssonar arkitekts. Hann er mikil áhugamaður um byggð í miðbænum okkar og kann að segja frá uppbyggingunni o.m.fl.
Að lokinni göngu (ca kl. 20:30) er stefnt að því að setjast niður, búið er að panta borð á barnum Uppsölum, sem er í Hotel Reykjavik Centrum, á horni Aðalstrætis og Túngötu (við hliðina á Fjalarkettinum). Hægt verður að panta sér eitthvað góðgæti og fagna komu jólanna við arineld og kertaljós.
Gaman verður að sjá sem flesta með, það er enginn skylda að fara og fá sér veitingar á eftir heldur er það bara til að auka jólastemminguna. Aðallega væri gaman að sjá ykkur ágætu gönguklúbbsfélagar.
Hlökkum mikið til þessarar göngu og það má bjóða mökum og vinafólki með,

fh stjórnar,
Jóhann Úlfarsson


Tuesday, December 7, 2010

Fjallamaðurinn með heimsmet-Ljósafoss-miðvikudags og jólagangan okkar.

Mér finnst ekkert af þessu erfitt, ég geng bara eitt skref í einu og ég eyði ekki nema bara broti af orku í að hugsa að ég eigi eftir að ganga upp á tindinn. Ég nýti hugarorkuna í stað og stund,“ segir Þorsteinn Jakobsson fjallagarpur sem hefur unnið það ótrúlega afrek að hafa klifið 360 fjallstoppa á árinu til styrktar Ljósinu.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Hann ætlar þó ekki að láta þar staðar numið því hann hefur heitið að klífa alls 365 toppa á árinu og síðasta fjallið mun hann ganga næstkomandi laugardag, þann 11. desember. Þá ætlar Þorsteinn að ganga upp á Esjuna í samfloti með björgunarsveitinni Kyndlinum og er markmiðið að mynda eins konar ljósafoss frá toppi Esjunnar og niður að rótum. (frá (hanna@dv.is)

innskot / Jóhann Úlfarsson
Ég hvet alla félaga í Gönguklúbbi Icelandair group til að vera með Steina Jakobs í þessari einstæðu göngu, það þarf fleira göngufólk en félaga í Kyndli til að mynda Ljósfossinn niður alla Esjuna. Komið með höfuðljós eða logandi kyndla og verið með. Við þekkjum öll einhvern sem hefur háð eða er í baráttuni við krabbamein og við vitum það er alltaf góð von um bata. Verum með og sýnum virðingu okkar fyrir góðu málefni eins og það sem Ljósið stendur fyrir.

Fréttaskot:
Munið gönguna á morgun miðvikudaginn 8.des, þar mun Sigríður Brynjúlfsdóttir verða göngustjóri okkar og við getum æft okkur fyrir Ljósfossgönguna um helgina 11.des.
Síðan styttist í jólagönguna okkar sem verður farinn miðvikudaginn 15.des klukkan 19.00 undir styrkri stjórn Hilmars Bjönssonar arkitekts, við förum með honum um bæinn og fræðumst um byggingar o.fl í miðbænum okkar. Endum síðan gönguna í Uppsölum - Austurstræti og fáum okkur eitthvað góðgæti, þar er pantað fyrir okkur þannig að væið ættum að fá borð. --  Verður nánar kynnt síðar, en takið dagsetninguna frá.

kveðja,
Jóhann Úlfarsson