Wednesday, December 22, 2010

Jólakveðjur

Við í stjórn Gönguklúbbs viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsælts komandi árs og þökkum móttökurnar og þáttökuna á fyrstu mánuðum klúbbsins okkar.
  Við munum skipuleggja nokkrar göngur á nýju gönguári, bæði verður farið á fjöll og eins verður gengið á láglendi. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp t.d gönguhelgi í samvinnu  við hlaupaklúbbinn í Þórsmörk í byrjun júní, og svo er það ákveðið að ganga með Golden Wings 13 ágúst n.k um Kerlingafjöll. Hvet ég alla til að fara inn á slóð þeirra á facebook og skoða hún úr: http://www.facebook.com/pages/Golden-Wings-Gongum-til-gods/132416306799204?ref=ts
   Miðvikudagsgöngurnar verða með öðru sniði þeir sem mæta ákveða sjálfir hvert skal haldið hverju sinni. Eins langar okkur að hvetja fólk til að nota sér það að senda til annarra gönguklúbbsmeðlima í Lotus Notes hvatningju að koma með sér undir kjörorðinu " Ertu til á fjall" en það er gert svona #Gönguklúbbur Icelandair group.
Gangi ykkur allt í haginn og njótið samverunar við ykkar fólk um hátíðarnar.

Jólakveðjur
f.h stjórnar
Jóhann Úlfarsson

No comments:

Post a Comment