Tuesday, December 7, 2010

Fjallamaðurinn með heimsmet-Ljósafoss-miðvikudags og jólagangan okkar.

Mér finnst ekkert af þessu erfitt, ég geng bara eitt skref í einu og ég eyði ekki nema bara broti af orku í að hugsa að ég eigi eftir að ganga upp á tindinn. Ég nýti hugarorkuna í stað og stund,“ segir Þorsteinn Jakobsson fjallagarpur sem hefur unnið það ótrúlega afrek að hafa klifið 360 fjallstoppa á árinu til styrktar Ljósinu.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Hann ætlar þó ekki að láta þar staðar numið því hann hefur heitið að klífa alls 365 toppa á árinu og síðasta fjallið mun hann ganga næstkomandi laugardag, þann 11. desember. Þá ætlar Þorsteinn að ganga upp á Esjuna í samfloti með björgunarsveitinni Kyndlinum og er markmiðið að mynda eins konar ljósafoss frá toppi Esjunnar og niður að rótum. (frá (hanna@dv.is)

innskot / Jóhann Úlfarsson
Ég hvet alla félaga í Gönguklúbbi Icelandair group til að vera með Steina Jakobs í þessari einstæðu göngu, það þarf fleira göngufólk en félaga í Kyndli til að mynda Ljósfossinn niður alla Esjuna. Komið með höfuðljós eða logandi kyndla og verið með. Við þekkjum öll einhvern sem hefur háð eða er í baráttuni við krabbamein og við vitum það er alltaf góð von um bata. Verum með og sýnum virðingu okkar fyrir góðu málefni eins og það sem Ljósið stendur fyrir.

Fréttaskot:
Munið gönguna á morgun miðvikudaginn 8.des, þar mun Sigríður Brynjúlfsdóttir verða göngustjóri okkar og við getum æft okkur fyrir Ljósfossgönguna um helgina 11.des.
Síðan styttist í jólagönguna okkar sem verður farinn miðvikudaginn 15.des klukkan 19.00 undir styrkri stjórn Hilmars Bjönssonar arkitekts, við förum með honum um bæinn og fræðumst um byggingar o.fl í miðbænum okkar. Endum síðan gönguna í Uppsölum - Austurstræti og fáum okkur eitthvað góðgæti, þar er pantað fyrir okkur þannig að væið ættum að fá borð. --  Verður nánar kynnt síðar, en takið dagsetninguna frá.

kveðja,
Jóhann Úlfarsson

No comments:

Post a Comment