Við vorum átta sem mættum í gönguna í gær. Göngustjórarnir Erna og Vilborg ákváðu að farið skyldi niður í bæ. Við gengum nýja Nauthólsveginn í áttina að Umferðamiðstöðinni inn á Sóleyjargötu og svo inn í tjarnargarðinn meðfram tjörninni/ Bjarkargötu og Tjarnargötu. Síðan gengum við fram hjá Ráðhúsinu en þar var greinilega eitthvað spennandi að gerast. Menn og konur voru ekki alveg viss um hvort það var sjálfur borgarstjórinn eða þeir Spaugstofumenn sem þar voru í aðalhlutverkum. Svo héldum við áfram eftir Vonarstrætinu og fórum svo austur Laufásveg og aftur Nauthólsveginn til baka. Þetta var stórfín ganga í góðu veðri. Við vorum u.þ.b. eina klukkustund í göngunni og vegalengdin rétt um 5 KM.
Kveðja,
Sveinbjörn
No comments:
Post a Comment