Tuesday, July 23, 2013

Fanntófell laugardaginn 20. júlí s.l


Fanntófell.

 

Við vorum sjö í sjöunda mánuði sem lögðum á Fanntófellið

 

Það var ekki búið að malbika fyrir okkur – þarna hafði hamfarahlaup farið yfir
Það var svo áð fyrir átökin

Upp var farið á jaxlinum  - Tvö skref upp og eitt niður


Síðan tók sæluvíman við


Og gleðin meðan við horfðum á þokuna æða yfir okkur
 

Þegar niður var komið hvarf þokan eins og hendi væri veifað
 
 
 
Farastjórinn okkar.
Gestur átt lítinn skrýtinn skugga, eftir að sól fór að skína á ný.

 
Þetta var frábær ganga í uppi á Kaldadal í þurru og í 14 stiga hita – Ekki slæmt það.

 
Allir í sjöunda himni.
Kveðja til göngufélaga  -  Gestur og Svava

 

Sunday, July 14, 2013

Fellin heilla í júlí

Fellin heilla í júlí  

Hver mánuður hefur sinn sjarma og er júlí  ekkert undanskilinn
Því ætlum við að leggja land undir fót og skella okkur á Fanntófell 20. Júlí.

Fanntófell stendur utan í Okinu.  Við byrjum því gönguna frá Kaldadalsvegi.
Gangan að þessu fáfarna og fallega útsýnisfelli er um mela og því auðveld yfirferðar.

Sjón er söguríkari.



Gönguleiðin er um 12 km.
Göngutími ca.  4-5. Klst.
Við byrjum gönguna í 530 m hæð og náum 901 m þegar á toppinn er komið.
Sjá göngukort.





Við höfum  ákveðið að hafa hitting hjá Olís í Mosfellsbæ Kl. 10  
Klukkan 10.10 höldum síðan á Þingvöll og þaðan á upphaf gönguleiðar.




Með göngukveðju

Gestur farastjóri og Svava Björk ritari GÖIG
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest  -  Hér fyrir neðan má sjá myndir úr júní ferðinni okkar.