Friday, April 26, 2013

Jónsmessuferð Gönguklúbbs Icelandair Group

Jónsmessuferð Gönguklúbbs Icelandair Group


Hraun – Fossar – Flúðir - Fjöll

                                                                                                                            
Brottför
Föstudaginn 21. júní kl. 17:00 með rútu frá höfuðstöðvunum
Fararstjóri
Gestur Kristjánsson og Einar Bárðarson verður honum til aðstoðar
Tengiliðir
Jóhann Úlfarsson, Sveinbjörn Egilsson og Svava Björk Benediktsdóttir
Áhugaverð og þægileg tveggja nátta ferð um fáfarnar söguslóðir með gistingu á Hörgslandi  ásamt veislukvöldverði að hætti IGS manna. 
Verð kr. 12.500 á mann fyrir þá sem gista í uppábúnu rúmi í tvær nætur. Auk þess er rútan, gangan, leiðsögn og kvöldverður/grillveisla á laugardagskvöldinu innifalið. Einnig er boðið upp á tjaldstæði og er verð á mann þá kr. 4.500.
Vinsamlegast athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður og er miðað við að gönguklúbbsfélagi geti tekið með sér maka/vin.
Skráning á work  síðunni okkar.
 




Dagur 1 -  Sveitin heillar                                           
Ekið verður sem leið liggur austur á Síðu í Vestur Skaftafellsýslu að Hörgslandi.  Ferðin austur mun taka um fjóra tíma og er reiknað með einu stoppi í sjoppunni á Hvolsvelli.  Á Hörgslandi munum við gista í tvær nætur, hvort sem er í uppábúnum rúmum í húsunum sem þar eru í boði eða hreiðra um okkur í tjaldi.  Þeir sem velja tjaldgistingu  hafa aðgang að eldunar- og snyrtiaðstöðu.  Hægt verður að kaupa morgunverð á staðnum.
Í hverju húsi er svefnaðstaða fyrir 6 manns.


Dagur 2 -  Hraun og fáfarnar slóðir
Lagt verður af stað frá Hörgslandi kl. 08:30 að morgni laugardags áleiðis að bænum Dalshöfða sem er um 20 mínútna akstur.  Þar mun gangan okkar hefjast í Eldhrauninu upp með Hverfisfljótinu.  Stefnan verður tekin á fjallið Hnútu sem er 539 metra hátt.  Á leið okkar munum við sjá stórkostlega fossa og flúðir, þröng gljúfur og gil.  Þegar Hálendisbrúninni verður náð við Hnútu munum við sjá hvar áin steypist niður í tveimur fossum með miklum hávaða. Þar verður gert hádegisstopp. Eftir góða pásu verður ferðinni haldið áfram yfir hraunið eftir vegaslóða sem nefnist Ráðherrabraut í áttina að bænum Þverá, þar sem rútan mun sækja okkur.
Gangan er um það bil 19 kílómetra löng í þægilegu göngulandi.  Áætlaður göngutími er um það bil 7 - 8 tímar  og hækkun um 300 - 350 metrar.
Um kvöldið munu IGS menn bera fram kvöldverð og síðan verður söngur, grín og gaman.


Dagur 3 -  Home, sweet home
Brottför verður á sunnudagsmorgni.  Það fer svolítið eftir veðri hvenær lagt verður í hann, en hugmyndin er að gera stutt stopp á leiðinni, annars vegar í sjoppunni á Hvolsvelli og síðan ætlar fararstjórinn að sýna okkur perlu á leiðinni.  Eitthvað óvænt sem hann á ekki von á að margir hafi skoðað, perla sem er alveg við þjóðveginn.    Forvitnilegt það. 
Áætluð koma til Reykjavíkur er á milli kl. 15:00 og 16:00.

Stjórn Gönguklúbbs Icelandair Group.
 Myndir frá því Jónsmessuferð GÖIG 2012  ásamt leiðarkorti 2013 .















Wednesday, April 24, 2013

Fellin heilla - næsta ganga er 1 maí n.k

FELLIN HEILLA

Þá er komið að verkalýðsgöngunni  okkar -  1. Maí.
Nú skundum við á Búrfell í Þingvallasveit.

Búrfell er 783 m. að hæð en hækkun okkar er um 600m.
Þetta er um 12 km. ganga um fjölbreytilegt landslag mest gróið land.

Kortið góða sýnir leiðina og við förum nánast þá sömu til baka.
Leiðin er því ca. x2



Þeir sem ekki hafa farið á þetta Búrfell fá hér kjörið tækifæri að bæta því í safnið.
Því þeir sem safna Búrfellum vita að þau eru ummmm 49 um landið.

Það er líka komin upp góð hugmynd,  þ.e. safna myndum.
Besta myndin tekin úr fellaferð árið 2013  - Myndakeppni -  Hver veit ??

Við sem söfnum fellum drífum okkur líka,  að sjálfsögðu
Þetta telur allt.
Hittingur er við OlÍS bensínstöðina í Mosfellsbæ.
Brottför þaðan verður kl. 10.30
Gengan hefst frá bæinn Brúsastöðum  kl. 11.00  Göngutími er ca. 4 tímar.


Hlökkum til að sjá ykkur öll  með göngukveðju
Gestur  farastjóri ODR og Svava ritari GÖIG



Wednesday, April 17, 2013

Vetur konungur ríkti í síðustu göngu Fellin heilla.

Það var VETUR-KONUNGUR sem tók á móti hópnum sem skellti sér á Skálafell sunnan Hellisheiðar.
Hópurinn lét það ekki stoppa sig  og ekki heldur að Gestur farastjóri  var lasinn,
Svava Björk og Einar Bárða tóku að sér hlutverkið hans í þetta skiptið – Tóm gleði hjá okkur – Kveðja frá göngugörpum.


Wednesday, April 3, 2013

Fellin heilla - tveggja fella sýn.

Fellaganga apríl mánaðar  --  Tveggja fella sýn
Skálafell sunnan Hellisheiðar og Stóra Sandfell

Eins og áður hefur komið fram, þá höldum við næst á tvö fell. laugardaginn 06. apríl.  
Hittingur verður við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni og þaðan höldum við kl. 10.30 
í sameiningu til upphafstaðar göngunnar sem er við Smiðjulaut á Hellisheiði.

Þetta er um 3-4 tíma gangur á mosagrónu hrauni og aflíðandi brekkur,  gæti verið smá snjór.
Skálafellið er 574 metrar.  Við þurfum því að hækka okkur um 280 metra.
Síðan förum við yfir á Stóra Sandfell sem er 424 metrar.

Við tökum því smá lækkun og síðan smá hækkun til að klára bæði fellin í sömu ferð.
Í heildina mælist gangan ca. 10 km.

                                 Gönguleiðin

                                 Skálafell sunnan Hellisheiðar      
                                   Stóra Sandfell
 Hér kemur smá sýnishorn hvernig þetta lítur út.
Spurning hvað göngugarparnir okkar ná að festa á mynd. Við sjáum það seinna.
Þetta verður spennandi  -  Veðurspáin lofar góðu,  það er því bara að drífa sig.
Taka fram gönguskóna, hlý föt og gott nesti.





Sjáumst á laugardaginn
Með göngukveðju frá Gesti farastjóra ODR og Svövu ritara GÖIG