Wednesday, March 28, 2012

Flott miðvikudagsganga hjá Flugfélaginu í dag klukkan 17.30 mæting


Góðan daginn,
Miðvikudagsgangan í dag 28.03.12 verður í boði Flugfélag Íslands og brottför verður frá  krúttlegu flugstöðinni okkar á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:30.  Við munum byrja á því að skoða flugvallarsvæðið og höfuðstöðvar Flugfélagsins og síðan verður boðið uppá skemmtilega skoðunarferð um Skýli 4 þar sem einn af Fokkerunum okkar er í C skoðun.  Við munum  síðan ganga góðan hring í vesturbænum og áætlum við að gangan verði um klukkutíma löng.  Hlökkum til að sjá sem flesta göngufélaga.

Flugfélagskveðjum
Sigríður Einarsdóttir

Monday, March 26, 2012

Gangan með Straumsvíkurfjörum gekk vel.












Þessi ganga í Prins Polo gönguröðinni gekk vel, nokkrir verðlaunahafar létu sjá sig og fengu sitt súkkulaði, hinir sem  svöruðu rétt  en mættu ekki fá ekki neitt. Taka þátt næst og vinna  bara aftur. Veðrið var gott á laugardaginn aðeins vindur en maður tók varla eftir honum, svo þegar sólin lét sjá sig hitnaði bara og útkoman var góð ganga um svæði sem er þrungið sögu og söguminjum. Ég birti nokkar myndir af göngufólki, þær segja oft miklu meira en mörg orð.
Hlökkum  til næstu göngu með GÖIG við látum okkur detta í hug eitthvað voðalega sniðugt. Ég bið félaga að taka frá 23 júní en þá verður sumarganga okkar, við förum talsvert austur til að ganga hana, mjög spennandi kostur sem Svava Björk og Gestur stungu uppá, klúbburinn er að vinna að fjárhags og  framkvæmdaáætlun vegna göngunar og birtum við mjög fljótlega eitthvað um hana.
Munið 23 júní 2012 er frátekin.

með GÖIG - kveðjum
stjórnin.

Thursday, March 22, 2012

Svar við getrauninni er Lambafellsgjá á Höskuldarvöllum við Trölladyngju.

 Þarna er undirritaður niður í Lambafellsgjánni, ég varð hugfanginn að þessari nátturuperlu.
Við lofuðum ferð þangað um n.k helgi nánar tiltekið á laugardaginn, en hana verður við að eiga inni. Þar er allt fullt að snjó og ekkert gaman að þeirri upplifun sem maður verður fyrir að koma þarna.
En við deyjum ekki ráðalaus, ætlum að breyta aðeins til og ganga með fram strönd, takið nú vel eftir, við keyrum að Straumi í Straumsvík sem er bærinn við hliðina á Álverinu sem allir þekkja. Leggjum bílum okkar við Straum ( bakvið ) og göngum eftir strandlengjunni og út með nesinu, þar er talsvert af mannvistarleyfum að margskonar tagi sem gaman er að skoða. Að vísu mjög mörg ár síðan ég fór þarna um, en man það þó hvað ég var hissa á fegurðinni sem kemur fram í margskonar myndum. Við hjálpumst öll að með leiðsögn,  því sagan þarna út með er mögnuð á margan hátt, baráttusögur af fólki sem barðist við þröng kjör en vildi búa við sjó vegna sjávarfangsins, treysti ekki alveg á lambakjötið.
Ok
Mæting er klukkan 11.00 laugardaginn 24.mars n.k,  eins og áður hefur komið fram einhversstaðar,  við Straum í Straumsvík.
Getraunaverðlaunahafar fá að minnsta kosti Prins Polo við upphaf göngunnar, ég hvet ykkur öll að taka þátt og eins að leggja í púkkið með tímasetningar á göngum.

með GÖIG - kveðjum
Jóhann Úlfars

Vel mætt í miðvikudagsgöngu frá Vita ferðum undir stjórn Láru.


Ég verð að birta tvær myndir til að ná öllum sem tóku þátt í miðvikudagsgöngunni, Oddný var stungin af áður ég fattaði að taka hópmynd, en átti hana á mynd frá því á Móskarðahnúkum hér um árið. Hins vegar átti ég enga mynd af mér sem ég sjálfur var  ánægður með.  Jæja við komum saman á Suðurlandsbrautinni og gengum stóran og  góðan hring sem tók um það bil eina klukkustund. Fólk var mjög  ánægt að vera byrjað og það er fyrir öllu.
Okkur hlakkar til að heimsækja Sigríði út á Flugfélag sem verður næsti göngustjóri  og þá hefur hún Ingigerður enga afsökun að mæta ekki, tekur með sér stóran hóp sem gengur með okkur  n.k miðvikudaginn  þann 28.mars klukkan 17.30.

Með göngukveðjum,
Jóhann Úlfars.
  ps muna að teygja eftir göngur það skiptir öllu !!

Wednesday, March 21, 2012

Miðvikudagsgöngur endurvaktar, hún verður í dag.

Góðan daginn

Fyrsta miðvikudagsgangan á þessu ári verður frá Vita Suðurlandsbraut, í sama húsi og Htl Hilton í dag. Hún Lára Jóhannsdóttir ætlar að vera göngustjóri ég hvet sem flesta að vera með. Það er svo æðislegt að hreyfa sig aðeins fyrir matinn á kvöldin maður er svo sáttur við allt og alla þá.
Munið klukkan 17.30 með Láru ég veit að Guðmunda tvíburasystir hennar mætir örugglega til að leggja henni lið.

PS
Það eru nokkrir búnir að vinna sér inn Prins Polo í næstu göngu sem stefnt er að á laugardaginn á þann stað sem myndin hér neðan á síðunni vísar til. Við erum að hugsa um klukkan 11.00, ræðum tímasetningar aðeins, ég er einn af þeim sem vill fara sem fyrst,  bara strax í birtingu. Auglýsum á morgun nánar um laugardagsgönguna.

Thursday, March 15, 2012

Næsta þraut er, ef þið finnið út hvar þetta er, fer ég með ykkur þangað??



Nú verðum við að fara hugsa okkur til hreyfings vorið á næsta leiti og margar góðar hugmyndir að vakna hjá okkur öllum. Endilega leyfið okkur að heyra í ykkur. Smá myndagáta hér að ofan vitið þið hvar þetta er ?
Við erum að fara halda stjórnarfund fljótlega og látum ykkur njóta þess hér á bloggsíðunni.

Vildi aðeins leyfa ykkur heyra í okkur við erum ekki dauð úr öllum æðum.
fh
GÖIG,
Jóhann Úlfarsson.
email mitt er joulf@icelandair.is