Þessi ganga í Prins Polo gönguröðinni gekk vel, nokkrir verðlaunahafar létu sjá sig og fengu sitt súkkulaði, hinir sem svöruðu rétt en mættu ekki fá ekki neitt. Taka þátt næst og vinna bara aftur. Veðrið var gott á laugardaginn aðeins vindur en maður tók varla eftir honum, svo þegar sólin lét sjá sig hitnaði bara og útkoman var góð ganga um svæði sem er þrungið sögu og söguminjum. Ég birti nokkar myndir af göngufólki, þær segja oft miklu meira en mörg orð.
Hlökkum til næstu göngu með GÖIG við látum okkur detta í hug eitthvað voðalega sniðugt. Ég bið félaga að taka frá 23 júní en þá verður sumarganga okkar, við förum talsvert austur til að ganga hana, mjög spennandi kostur sem Svava Björk og Gestur stungu uppá, klúbburinn er að vinna að fjárhags og framkvæmdaáætlun vegna göngunar og birtum við mjög fljótlega eitthvað um hana.
Munið 23 júní 2012 er frátekin.
með GÖIG - kveðjum
stjórnin.
No comments:
Post a Comment