Góðan daginn
Fyrsta miðvikudagsgangan á þessu ári verður frá Vita Suðurlandsbraut, í sama húsi og Htl Hilton í dag. Hún Lára Jóhannsdóttir ætlar að vera göngustjóri ég hvet sem flesta að vera með. Það er svo æðislegt að hreyfa sig aðeins fyrir matinn á kvöldin maður er svo sáttur við allt og alla þá.
Munið klukkan 17.30 með Láru ég veit að Guðmunda tvíburasystir hennar mætir örugglega til að leggja henni lið.
PS
Það eru nokkrir búnir að vinna sér inn Prins Polo í næstu göngu sem stefnt er að á laugardaginn á þann stað sem myndin hér neðan á síðunni vísar til. Við erum að hugsa um klukkan 11.00, ræðum tímasetningar aðeins, ég er einn af þeim sem vill fara sem fyrst, bara strax í birtingu. Auglýsum á morgun nánar um laugardagsgönguna.
No comments:
Post a Comment