Góðan daginn,
Miðvikudagsgangan í dag 28.03.12 verður í boði Flugfélag Íslands og brottför verður frá krúttlegu flugstöðinni okkar á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:30. Við munum byrja á því að skoða flugvallarsvæðið og höfuðstöðvar Flugfélagsins og síðan verður boðið uppá skemmtilega skoðunarferð um Skýli 4 þar sem einn af Fokkerunum okkar er í C skoðun. Við munum síðan ganga góðan hring í vesturbænum og áætlum við að gangan verði um klukkutíma löng. Hlökkum til að sjá sem flesta göngufélaga.
Flugfélagskveðjum
Sigríður Einarsdóttir
No comments:
Post a Comment