Við ákváðum að hafa enga miðvikudagsgöngu allir svo uppteknir í sínu. En skorum á þá sem vilja að fara út og hreyfa sig í dag. Veðurspá páskanna er þannig að fólk ætti að setja sér markmið að fara alla daganna eitthvað út að ganga og æfa sig fyrir átök sumarsins. Svava og Gestur er að fara norður og ætla að vera með í Píslargöngunni í Mývatnssveit á föstudaginn langa, góða skemmtun bæði tvö.
Ég hef hugsað mér að ganga mína píslargöngu milli nokkra kirkjubygginga á Reykjavíkursvæðinu, gaman væri að ganga milli þeirra allra eitthvert árið.
Við í stjórn GÖIG óskum ykkur öllum gleðilegra páska og njótið hátíðanna sem best.
fh stjórnar
Jóhann Úlfars.
Úr síðustu miðvikudagsgöngu þá skipulagði Sigríður Einarsdóttir gönguna og fékk til liðs við sig Guðfinnu og Ingigerði GÖIG félaga hjá flugfélaginu og úr varð mjög áhugaverð ganga um flugskýlið og þar var Fokker í pörtum á gólfinu. Stóð yfir stærsta skoðunin á henni. Látum myndirnar tala sínu máli. Það er allt að gerast hjá gönguklúbbnum þið sjáið það ? Takk fyrir okkur stelpur hjá flugfélaginu.
No comments:
Post a Comment