Wednesday, April 18, 2012

Gönguferð á Jónsmessu - Gengið niður með Geirlandsá.

Gönguklúbbsfélagar þá er komið að því að kynna gönguferðina okkar sem verður farin 22. - 24.  júní í sumar. Þessi ferð heitir
„ Gengið niður með Geitlandsá „   og hún verður undir styrkri leiðsögn hjónanna Svövu Bjarkar Benediktsdóttur  og  Gests Kristjánssonar .

Dagskrá:

Brottför frá  höfuðstöðvum IG, Reykjavíkurflugvelli   föstudaginn 22.  júní  klukkan 16:50.    Keyrum sem leið liggur að Hörgslandi  í Vestur Skaftafellssýslu,  hægt  er að finna það á netinu sem horgsland.is.  Þar gistum við í  tvær nætur.

Klukkan 08:30  þann 23.  júní   verður lagt af stað í gönguferðina.   Við keyrum leiðina inn að Laka og  hefjum gönguferðina við Fagrafoss, þaðan höldum við niður með Geitlandsánni.   Gönguferðin tekur 5-6 klst.  þetta er um 16 km.  leið og 300 m.  lækkun.  Rútan mun sækja okkur  á leiðarenda sem er  Mörtunga á Síðu.

Fyrir þá sem vilja er áætlað að fara í  sund á Kirkjubæjarklaustri.  Við grillum  og skemmtum  okkur á Hörgslandi langt fram eftir kvöldi.  Við erum á ferð á Jónsmessu en margt hefur verið brallað á þeirri messu í gegnum aldirnar.
Við ætlum síðan á heimleiðinni að skoða Lambafoss í Hverfisfljóti, sem er ógnvekjandi jökulá.

Verð fyrir þetta allt  er 10.400 kr. á mann,  fyrir þá sem gista í uppbúnu rúmi í tvær nætur.  Annars eins og tilboðið frá Hörgslandi segir til um,  sjá meðfylgjandi.
Innifalið er:   Rútan  og síðast en ekki síst,  grillveislan á laugardagskvöldinu.  

Fjöldinn miðast við þá gistingu sem er í boði og  því er gott að ganga frá skráningu sem fyrst.   Að geta boðið upp á svona ferð á  þessum  kostakjörum er einstakt og kemur þar til góður stuðningur fyrirtækis okkar.

ATH:  Menn verða að skrá sig hvort sem gist er í húsi eða tjöldum.

Skeyti Hörgslands.

Sæl verið þið,

Verð fyrir gistingu uppbúin rúm er 5.200.- per nótt hvort sem gist er í húsi eða herbergjum miðað við að það sé 4 í hverju húsi og 2 í herbergi, þið getið séð þetta allt á www.horgsland.is verð og aðstöðu á öðrum þáttum svo sem morgunmat tjaldstæði er 1000.- per mann og innifallin er aðgangur að sturtu.

Skráning er á work síðunni okkar, hvetjum ykkur til að taka ákvörðun fljótlega. Finnið hnapp þar merktan "Gönguferð á Jónsmessu".

Kveðja stjórn GÖIG,

Svava Björk, Sveinbjörn og Jóhann,



No comments:

Post a Comment