Við munum breyta göngunni sem sett hefur verið á n.k laugardag 13 nóv, förum á Úlfarsfell. Allir mæta við skógræktarskúranna við Vesturlandsveginn klukkan 10. Lýsing að svæðinu er svona: Mikil skógrækt við rætur Úlfarsfellsins, keyrt er út úr öðru hringtorgi frá Reykjavík að telja strax til hægri.( alltaf selt jólatré þarna í gengum tíðina)
Hvet ég sem flesta að vera með og vera klæddir eftir veðrinu og hafa eitthvað til að hressa sál og líkama með heitu og/eða sætu. Munið húfurnar og vettlinganna líka.
Smáinnskot:
Það voru 15 hressir Gönguklúbbsmeðlimir sem gengu frá aðalskrifstofunni klukkan 17.15, Sigríður Helgadóttir í fjarsölunni stýrði göngunni og farið var inn í Kópavoginn og tekin krókur þar, síðan var gengið inn í Fossvoginn stefnan tekin um síðir á Perluna og síðan yfir Öskjuhlíðina og niður að aðalskrifstofunni. Þessi ferð tók 1.klst 13 mín og gengin var 7.2 km. Glæsilegt Sigga og takk fyrir mig.
Við óskum eftir göngustjóra eða stjórum fyrir næsta miðvikudag, þetta er allt að festast í sessi og hressleikinn í hópnum alltaf að verða meiri og meiri.
kv / Gönguhrólfurinn.
mig langar að komast í göngustjóra, hef samband jói.
ReplyDelete