Tuesday, November 23, 2010

Miðvikudagurinn 24.nóvember 2010 , klukkan 17.15

                                          Þarna eru Gulla, Erna Ingólfs og Oddný Árna á Vífillfellinu í haust.
Nú er komið að frábærri göngu á miðvikudegi, við erum ánægð yfir því hvað þessar göngur hafa farið vel á stað. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit og því skorum við á ykkur að koma og vera með, færð er alltaf afstætt hugtak klæðum og skóum okkur eftir veðrinu og færðinni.
Erna Ingólfsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir ætla að vera göngustjórar þennan miðvikudaginn og samanlögð reynsla þeirra í gönguferðum er ekki hægt að mæla.

Sjáumst hress og kát,
Jóhann Úlfarsson

No comments:

Post a Comment