Thursday, December 16, 2010

Jólagangan gekk frábærlega !!!

Það er óhætt að segja það að jólaganga GÖIG hafi gengið frábærlega vel, mæting með besta móti  26. manns. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fór á kostum, sagði okkur sögur úr holtinu,goðagötum,listigörðum, gólfum á líkhúsum og læknaaðgerðum og krufningum já og Þórsgötunni þar sem hann er alin upp og millinafnið hjá honum er í höfðuð á götunni. Sagði okkur að ekki væri gott að grafa holur við hliðna á húsinu sínu þegar maður væri bara 6 ára og einhver fullorðin sem ætti leið framhjá segði manni að húsið gæti dottið ofan í holuna. 
Veðrið var kalt en skaðaði engan og maður gleymdi sér alveg við sögurnar hans Hilmars.
Það er von mín og trú að þessi ganga verði endurtekin að ári, jú við enduðum svo á glæsilegum veitingarstað sem heitir Uppsalir og þar fengu menn sér súkkulaði með rjóma, kaffi, jólabjór, venjulegan bjór og hnallþórur á öllum stærðum og gerðum.
Mig langar að þakka ykkur sem komuð, Hilmari og Svönu fyrir frábært kvöld. Að lokum langar mig að óska ykkur öllum gönguklúbbsfélagar gleðilegra jóla og góðar óskir með nýtt gönguár. Kúbburinn fer vel af stað og það von mín og vissa að hann á eftir að dafna vel á komandi ári og árum.

fh. stjórnar
Jóhann Úlfarsson formaður

No comments:

Post a Comment