Thursday, February 9, 2012

Kallinn í tunglinu lét ekki sjá sig.

Þarna er tunglið sem lét ekki sjá sig í gærkvöldi, ég átti mynd af því yfir Esjunni einn fallegan dag í fyrrasumar þegar framkvæmdir stóðu sem hæst hér fyrir utan höfuðstöðvarnar.
Undirritaður kom aðeins of seint og ráfaði um allan dalinn að leit að fólki með kyndla, en fann engan. Svava Björk  sendi mér í morgun eftirfarandi skýringu á göngunni og mig langar að deila henni með ykkur flottu GÖIG félagar.
Svava fær orðið:
En við vorum tíu og þetta var fín ganga vorum inni í skóginum sem er sennilega ástæðan fyrir að þú sást okkur ekki, Við fórum yfir litla göngubrú strax eftir að við komum yfir í dalinn og þaðan til vinstri inn í skóginn, héldum skógarstíg þar til við vorum komin að samkomuhúsinu þá fylgdum við veginum niður að gömlu stöðinni og síðan yfir stífluna og í átt að bílunum, þetta tók okkur vel rúman klukkutíma. Við lentum í hálku en þetta fór allt vel, sungum Stóð ég úti í tunglsljósti, stóð ég úti í skó...... Þegar við vorum þarna inni í miðjum skógi en það dugði ekki karlinn lét ekki sjá sig.
En allir hressir og kátir með þetta
kv Svava Björk og Gestur.

kveðja ;
Jóhann Úlfars
ps það verður ekki langt í næstu göngu, hvert ættum við að halda ?
Komiði með tillögu sendið mér e mail.

No comments:

Post a Comment