Friday, June 22, 2012

Ferðin er í dag. - Here we come Geitlandsá.

Góðan daginn og gleðilega gönguhelgi.

Rétt að minnast á að mæting er klukkan 16.30 og farið verður af stað klukkan 17.00 frá aðalskrifstofu IG að Nauthólsvegi 50, Reykjavíkurflugvelli.
Muna: eftir öllu sem er minnst er á í gátlista leiðsögumanna.
           Góða skapinu sem hann minntist líka á.
Munið einnig að hafa með ykkur plástur og sérstaklega ef fólk á það til,  að fá hælsæri eða annað fótmein að hafa með sér gerfiskinn og nú er það líka til sem hægt er nota aftur og aftur.

Okkur hlakkar mikið til sem að þessari ferð stöndum, erum  kvíðin  sem fylgir alltaf svona skipulagningu en það er góð tilfinning  og einnig viljum þakka velvilja yfirmanna okkar í garð þessarar ferðar.

Veðurspáin er bara frábær, samkvæmt þeirri norsku !!

Sé ykkur á eftir,
Jóhann Úlfarsson.


No comments:

Post a Comment