Tuesday, June 5, 2012

Ganga fimmtudaginn 7. Júní 2012 - Dalaleið

Góðan daginn ágætu gönguklúbbsfélagar, við mættum 10. félagar í göngu s.l fimmtudag á Reykjaborg og Lala. Okkur  hefði langað að sjá fleiri í þessu blíðskaparverði sem þá var.
Nú ætla að Flugfélags göngufélagarnir Guðfinna og Sigríður þeir miklu gönguhrólfar  að skipuleggja og standa fyrir næstu göngu á fimmtudaginn 7. júní 2012 klukkan 18.00. 
Gef þeim orðið :

Tillaga að næstu göngu 7 júní 2012 þá er það Dalaleið svo kölluð, gengið er inn á Dalaleið, hina gömlu þjóðleið milli Kaldársels og  Krýsuvíkur, inn í Fagradal upp á og yfir næstum óendanlega Vatnshlíðina. En við göngum bara þar til við viljum snúa við en gaman að fara þessa leið.  Hittumst á bílastæðinu í Kaldárseli við Helgafell í Hafnarfirði. 


Kort af leiðinni frá Hafnarfirði að bísltæðinu í Káldárseli - Helgafell.

Keyrt er eftir Kaldárselsvegi sem leið liggur að bílstæðinu við Helgafell. Það er keyrt allt malbikið og síðan er vegaspotti með spábeygjum á malarvegi síðasta spölin,  hafið  símanúmer mitt er ske kynni að þið ratið ekki við hjálpum ykkur þá. - ( 8639011 jóhann )

Hér eru myndir af síðustu göngu okkar á Reykjaborgir og Lala, veðrið var æðislegt í einu orði sagt. En auðvitað klæðir maður sig eftir vindi og veðurspá í hvert sinn. Göngum er aldrei frestað vegna veður nema það sér iðulaus stórhríð að vetralegi.

 Svava Björk, Sveinbjörn, Gestur, Oddný og Sigrún.

 Þráinn Vigfússon og hans frú Sigrún ( man ekki alveg,  vonandi rétt )

 Hér eru fjámálamennirnir að skrafa saman ásamt eiginkonum.

 Oddný hópadeild og Svava Björk Fjárvakri að skrafa og hlægja saman.

 Séð niður í Mosfellsbæ af Reykjaborgum.

 Hér eru Lára og Guðmunda kátar og hressar að vanda, þetta var æfing fyrir heila helgi á Þórsmörk um síðustu helgi, þær hafa hreppt frábært veður þar stelpurnar.

 Oddný, Gestur, Þráinn, Guðmunda og Sveinbjörn  að gera klárt fyrir framhaldið þarna á Lala.


Mig langar að hvetja alla til að taka þátt í þeim göngum sem við erum að bjóða upp á, sérstaklega vil ég hvetja þá sem ætla með í Jónsmessugönguna 22-24 júní n.k  að koma og sjá okkur og okkur langar að sjá ykkur  á göngu.
Fólk er varla svo upptekið að geta ekki gengið 2-3 tíma í viku  til að æfa sig fyrir Jónsmessugönguna,  það er rúmlega 16 km sem þar verður gengið og þarfnast æfingar eins og allar göngur út í náttúrunni.

Svona í framhjáfréttum er rúturnar okkar orðnar sneisafullar, við erum með tvær rútur og taka þær 80 manns í sæti. Það eru 60 manns sem gista inni og 20 sem verða í tjöldum. Þetta verður rosaspennandi,   Rikki Hansen  verður á með gítarinn m.a .    Svava Björk og Gestur eru búinn að fá hjálp við leiðsögnina og hópnum verður skipt eitthvað að sögn þeirra.

Munið elskurnar mottó göngumannsins
Göngustund gefur gull í mund og sterkara ónæmiskerfi.

Með gönguklúbbskveðjum 

Svava Björk, Sveinbjörn og Jóhann. 



No comments:

Post a Comment