Dagskrá Jónsmessuferðar GÖIG
Brottför frá höfuðstöðvum Icelandair Group, Reykjavíkurflugvelli, föstudaginn 22 júní kl. 16:50
Keyrum sem leið liggur að Hörgslandi í Vestur Skaftafellssýslu, tökum smá vegasjoppu-stopp á leiðinni.
Laugardaginn 23. Júní kl. 08:30 verður lagt af stað í gönguferðina.
Við keyrum leiðina inn að Laka og skoðum áhugaverða staði á leiðinni en hefjum síðan gönguna við Fagrafoss og höldum niður með Geirlandsánni. Gönguferðin tekur 5-6 klst. Þetta er um 16 km. leið og 300 m. lækkun. Athugið að þarna er ekki göngustígur og því oft einhver hliðarhalli, einnig eru hækkanir og lækkanir á leiðinni.
Rútan mun síðan sækja okkur á leiðarenda, við Mörtungu á Síðu, og keyra okkur að Hörgslandi.
Þá tekur við frjáls tími þar til IGS menn verða tilbúnir með grillmatinn fyrir okkur. Þó ekki drykki, þá verður hver og einn að sjá um sjálfur.
Við höfum frétt að Rikki hjá ITS ætli að taka með sér gítarinn og söngtexta – það verður því bara fjör.
Aðrir tónlistamenn í hópnum, endilega takið með ykkur hljóðfæri og texta.
Sunnudaginn 24. júní kl. 09:00 verður lagt af stað að Lambafossi í Hverfisfljóti. Við komum síðan til baka að Hörgslandi um kl. 13:00
Brottför frá Hörgslandi til Reykjavíkur verður kl. 14:00. Áætlaður komutími að höfuðstöðvum IG á milli kl. 18:00 og 19:00
Munið að hafa með ykkur:
· Góða gönguskó sem styðja vel um ökklann
· Göngustafi (þeir sem eiga þá)
· Góðan göngufatnað og gera ráð fyrir íslensku veðri, vonandi verður sól, en vera með regnfatnað ef það fer að rigna.
· Gott er að hafa dagpoka með auka sokkum, húfu og vetlingum ásamt góðu nesti eins og hverjum og einum listir,
einnig eitthvað til að svala þorstanum yfir daginn.
· Sjúkravörur eins og hver og einn þarf. Munið eftir hælsæris-plástrunum.
· Síðast en ekki síst góða skapinu.
Samkvæmt upplýsingum sem við höfum frá Hörgslandi þá er hægt að kaupa hjá þeim:
· Morgunmat kr. 1.500.-
· Nestispakka fyrir daginn kr. 1.050.-
Það er lítil eldunaraðstaða í húsunum og aðgengi að slíku er líka fyrir tjaldbúa.
Með kærri kveðju
Fararstjórinn og stjórn GÖIG
No comments:
Post a Comment